Fréttablaðið - 07.02.2011, Blaðsíða 16
7. febrúar 2011 MÁNUDAGUR16
timamot@frettabladid.is
49
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur
um allan heim á morgun og af því tilefni standa mennta-
og menningarmálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið og
SAFT á Íslandi fyrir ráðstefnu um internetið á Hilton hót-
eli, Nordica. Þar verða í boði
fjölbreyttar málstofur sem taka
á málefnum líðandi stundar er
varða internetið.
Meðal annars verður fjallað
um netnotkun barna- og ungl-
inga, samspil mannréttinda
og netnotkunar, uppbyggingu
nýrra atvinnugreina á inter-
netinu, notkun og þróun á efni
til náms og kennslu og álitaefni
varðandi öryggi fjarskiptainn-
viða á Íslandi.
Meðal fyrirlesara má nefna
Lee Hibbard, verkefnisstjóra
hjá Evrópuráðinu, sem fjallar
um þróun og stefnumótun á int-
ernetinu. Einnig mun Dr. Willi-
am Drake, frá Centre for Inter-
national Governance, Graduate Institue of International and
Development Studies í Sviss, fjalla um nauðsyn á alþjóðlegu
samstarfi vegna stefnumótunar á internetinu.
Nánari upplýsingar og skráning fer fram á www.saft.is
en þátttaka er ókeypis.
Ráðstefna
um Internetið
MÁLEFNI LÍÐANDI STUNDAR
Uppbygging nýrra atvinnu-
greina á internetinu er á meðal
þess sem verður rætt á ráð-
stefnunni sem er öllum opin.
Gosi var önnur teiknimynd Walts Disney í fullri lengd
og var ætlað að fylgja eftir vinsældum Mjallhvítar og
dverganna sjö sem slegið höfðu rækilega í gegn.
Gosi var frumsýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjun-
um 7. febrúar 1940. Myndin var byggð á skáldsög-
unni vinsælu Ævintýri Gosa eftir Ítalann Carlo Collodi.
Handritið sömdu Aurelius Battaglia, William Cott-
rell, Otto Englander, Erdman Penner, Joseph Sabo,
Ted Sears og Webb Smith og Ben Sharpsteen and
Hamilton Luske voru framleiðendur. Fimm leikstjórar
skiptu á milli sín köflum úr bókinni, þeir Norman
Ferguson, T. Hee, Wilfred Jackson, Jack Kinney,
and Bill Roberts.
Teiknimyndin um Gosa hlaut tvenn
Óskarsverðlaun árið 1940. Fyrir bestu
frumsömdu tónlistina, sem var eftir Leigh
Harline og Ned Washington sem sömu-
leiðis sömdu lagið sem hlaut Óskarinn
sem besta frumsamda lagið: When you
wish upon a star. Heimild: wikipedia.org
ÞETTA GERÐIST 7: FEBRÚAR 1940
Teiknimynd um Gosa frumsýnd
Sýningar á einleik sem ber
heitið Let´s Talk Iceland
hefjast í dag en verkið er
gamansýning á ensku og er
sýnd á Restaurant Reykja-
vík. Leikhópurinn Kraðak
stendur að baki verkinu en
frá því í júlí árið 2009 hefur
Kraðak sýnt gamansýning-
ar ætlaðar ferðamönnum.
Sýningin, sem hét áður
Let´s talk Local, hefur nú
tekið þónokkrum breyting-
um og nýir leikarar gengið
til liðs við hópinn.
Í sýningunni er fjallað um
sögu og menningu Íslands
frá landnámi til nútímans
en þar sem sjö einleikarar
skipta með sér sýningunni
verða frumsýningar á verk-
inu sjö talsins, frá 7. febrú-
ar til 13. febrúar, og hefjast
klukkan 20. Leikhúsgest-
ir þurfa að staðfesta komu
á sýningu tveimur dögum
fyrir áætlaða komu, annað-
hvort á letstalk@letstalk.is
eða í síma 699 0740.
- jma
Gamansýning
fyrir ferðamenn
EINLEIKUR Á ENSKU Frumsýning, ein af sjö, á Let´s Talk Iceland, fer
fram á Restaurant Reykjavík í kvöld.
Á aldarafmæli Háskóla Íslands fagn-
ar Háskólabíó fimmtíu ára afmæli. Í
tilefni af tímamótunum verða endur-
sýndar valdar myndir úr safni kvik-
myndahússins, sem margar hafa ekki
sést á kvikmyndatjaldi árum saman.
Um er að ræða þverskurð af þeim
myndum sem notið hafa vinsælda í
gegnum tíðina eða eru minnisstæðar
af ólíkum ástæðum. Myndirnar verða
sýndar í stóra sal Háskólabíós á mánu-
dagskvöldum og verður fyrsta mynd-
in, Chinatown Romans Polanski, sýnd
í kvöld.
„Þetta er samstarfsverkefni
Háskólabíós og Háskóla Íslands í til-
efni af merkisafmælunum,“ segir
Pétur Markan, verkefnastjóri HÍ.
„Fyrr á árum voru sýndar listrænar
myndir, sem ekki fóru í almennar sýn-
ingar, á mánudagskvöldum. Það var
kallað mánudagsbíó og okkur þótti til-
valið að endurvekja þann sið, þótt með
öðrum formerkjum sé.“
Til stendur að sýna hátt í 30 mynd-
ir á árinu og segir Pétur að þar kenni
ýmissa grasa. Búið er að stilla upp sýn-
ingaplani til 2. maí og meðal mynda
sem eru á dagskrá má nefna Dirty
Dancing, Psycho, Top Gun, Fanny
og Alexander, litaseríu Kieslowskis,
Blár-Hvítur-Rauður og Cinema Par-
adiso. Hver mynd verður aðeins sýnd
einu sinni og aðgöngumiðinn seldur á
litlar 300 krónur. „Við stefnum að því
að stemningin verði létt og afslöppuð,“
segir Pétur. „Það verður boðið upp á
léttar veitingar á góðu verði í hléinu
og hátíðastemning ríkjandi.“
Er þetta andsvar Háskólabíós við
opnun Bíós Paradísar? „Nei, alls ekki,
við lítum á Bíó Paradís sem samherja
en ekki andstæðing og fögnum því að
nýtt blóm hafi bæst í flóruna,“ segir
Pétur. „Myndirnar hjá okkur verða
bara sýndar einu sinni og við lögðum
einmitt áherslu á að velja myndir sem
Paradís sýnir ekki. Hugmyndin hjá
okkur var eingöngu sú að gefa fólki
kost á að sjá sígildar myndir á stóru
tjaldi í miklum hljómgæðum og rifja
þannig upp gamlar og vonandi góðar
minningar.“
Nánari upplýsingar um Mánu-
dagsbíóið er að finna á heimasíð-
unni: http://www.hi.is/manudags-
bio og á fésbókarsíðunni: http://www.
facebook.com/#!/pages/Manudags-
bio/136401259755458.
fridrikab@frettabladid.is
MÁNUDAGSBÍÓ ENDURVAKIÐ Á FIMMTÍU ÁRA AFMÆLINU: CHINATOWN Í KVÖLD
Gullmolar fortíðarinnar í bíó
HÁSKÓLABÍÓ 50 ÁRA „Við stefnum að því að stemningin verði létt og afslöppuð,“ segir Pétur Markan um Mánudagsbíóin í Háskólabíói. Mynd
kvöldsins er Chinatown eftir Roman Polanski. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
EDDIE IZZARD leikari og uppistandari, er 49 ára.
„Mig langar að lifa þangað til ég dey, hvorki lengur né skemur.“
AFMÆLISBÖRN
HRAFNHILDUR
HAFSTEINS-
DÓTTIR
er 35 ára í dag.
ADRIANO
SILVA
FRANCISCO
fótboltamaður
er 42 ára í dag.
INGÓLFUR
BJARNI
SIGFÚSSON
fréttamaður er
36 ára í dag.
ÍVAR ÖRN
SVERRISSON
leikari er 34
ára í dag.
MOSAIK
Þórunn Stefanía
Samúelsdóttir
frá Bíldudal, til heimilis að
Arahólum 4, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 3. febrúar.
Árni Konráðsson Anna Aradóttir
Alda Konráðsdóttir Ólafur Ólafsson
Stefán Konráðsson Margrét Unnur Kjartansdóttir
og aðrir aðstandendur.
Merkisatburðir
1812 Byron lávarður flytur
jómfrúrræðu sína í
lávarðadeild breska
þingsins.
1848 Bæjarfógetinn í hinni
hálfdönsku Reykjavík
auglýsir: „Íslensk tunga
á best við í íslensk-
um kaupstað, hvað allir
athugi.“
1942 Húsmæðraskóli Reykja-
víkur tekur til starfa.
Fyrsti skólastjórinn er
Hulda Á. Stefánsdóttir.
1964 Bítlarnir lenda á JFK-
flugvellinum í New York
í fyrstu tónleikaferð
sinni til Bandaríkjanna.
1974 Concorde-þota lend-
ir í fyrsta sinn á Kefla-
víkurflugvelli. Á leiðinni
frá Frakklandi flýgur hún
með tvöföldum hljóð-
hraða.
1989 Tennisstjarnan Björn
Borg gerir sjálfsvígstil-
raun í Mílanó á Ítalíu.