Fréttablaðið - 07.02.2011, Blaðsíða 14
14 7. febrúar 2011 MÁNUDAGUR
AF NETINU
Jussanam da Silva
Hún heitir Jussanam
da Silva, brasilísk
kona sem var gift
íslenskum manni.
Hún þráir að búa
hér, hún syngur sól
inn í veturinn og bros inn í sumarið.
Einhverra hluta vegna hafa íslensk
stjórnvöld hunsað hana og vilja reka
úr landi vegna þess að hún skildi við
manninn sem hún hafði gifst. [...]
Aftur og aftur sýna íslensk
stjórnvöld klakarasisma sinn í verki.
Í gegnum áratugina hafa yfirvöld hér
á landi sett metnað sinn í að halda
útlendingum frá því að geta sest hér
að nema einhver pólitískur loddari
stundi það að spila skák og þá er
hægt að redda hlutum. Tala nú ekki
um ef þú átt son sem á kærustu frá
Suður-Ameríku eða eitthvað álíka
eða þá að þú sért heimsfrægur tón-
listarmaður í klassíska geiranum.
Er þetta ekki týpískt? Hvað gerir
það að verkum að tveir þingmenn
hlaupa upp og reyna að vinna sér
inn prik í Noregi vegna þess að
ólöglegum innflytjanda sem er rit-
höfundur þar í landi er vísað heim til
Rússlands? Fáránlegt mál í alla staði.
[...] Hvers vegna taka Árni Johnsen
og Sigmundur Ernir upp á þessu?
Hvers vegna er enginn sem vill
hjálpa þessari listakonu frá Brasilíu
að setjast hér að?
Bubbi Morthens pressan.is/
pressupennar/BubbiMorthens
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Care Collection þvottaefni, sérstaklega
framleitt fyrir Miele þvottavélar
Íslenskt stjórnborð
Stórt hurðarop
Íslenskar leiðbeiningar
ára ending
Farðu alla leið og sparaðu með Miele
Miele þvottavélar hafa verið framleiddar Þýskalandi í ár.
Miele þvottavélar og þurrkarar eru framleidd til að endast.
Sparaðu með Miele
Verulegar brotalamir eru á vinnubrögðum meirihluta
stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur
vegna ráðningar nýs forstjóra fyr-
irtækisins. Í síðasta mánuði felldi
meirihluti stjórnarinnar tillögu
undirritaðs um að óháð ráðningar-
stofa tæki ferlið í sínar hendur til
að tryggja óháð og vönduð vinnu-
brögð.
Hefur verið óskað eftir því að
borgarlögmaður gefi álit sitt á því
hvort yfirstandandi vinna vegna
ráðningarinnar samræmist góðum
stjórnarháttum og lagafyrirmæl-
um um stjórn fyrirtækisins. Er til-
laga þess efnis nú til meðferðar í
borgarráði.
Ráðning forstjóra er með mikil-
vægustu ákvörðunum, sem stjórnir
fyrirtækja fá til úrlausnar. Þegar
um opinber fyrirtæki er að ræða
verður að gera ríka kröfu um að
slíkt ráðningarferli sé gagnsætt,
hafið yfir vafa og formreglum
fylgt í hvívetna. Í tveimur grein-
argerðum, sem undirritaður hefur
lagt fram í málinu, hefur verið
sýnt fram á að alvarlegar brota-
lamir eru á ferlinu og mikið vant-
ar á að það sé faglegt, gagnsætt
og jafnvel löglegt. Skulu nú rakin
nokkur atriði, sem undirritaður
hefur gert athugasemdir við:
■ Eftir að umsóknarfrestur rann
út, hefur forstjórinn yfirfarið
umsóknir ásamt aðkeyptum ráð-
gjafa og kallað nokkra umsækj-
endur í viðtöl án þess að hafa til
þess umboð stjórnar. Einföld-
ustu formreglum hefur þannig
ekki verið fylgt í ráðningarferli
og eru slík vinnubrögð óviðun-
andi með öllu.
■ Meirihluti stjórnar Orkuveitunn-
ar hefur virt að vettugi marg-
ítrekaðar óskir stjórnarmanns
um vönduð vinnubrögð og að
sjálfsögðum formreglum skuli
fylgt. Fyrir starfsmenn og eig-
endur fyrirtækisins, þ.e. almenn-
ing í Reykjavík, Borgarbyggð og
á Akranesi, skiptir miklu máli
að ekki leiki vafi á um að vinnu-
brögð hafi verið vönduð og að
hæfasti umsækjandinn sé val-
inn. Þá eiga umsækjendur rétt á
að umsóknir þeirra fái tilhlýði-
lega og vandaða meðferð í hví-
vetna enda mjög óæskilegt að
grunsemdir vakni um að óeðli-
lega hafi verið staðið að valinu.
■ Núverandi forstjóri hefur unnið
að því að velja úr umsækjendum
ásamt aðkeyptum ráðgjafa. Að
fráfarandi forstjóri sé þannig
í lykilhlutverki við val á eftir-
manni sínum, gengur gegn leið-
beiningum um góða starfshætti
fyrirtækja. Slík vinnubrögð eru
óþekkt innan stjórnsýslunnar og
í rekstri opinberra fyrirtækja,
a.m.k. síðustu áratugina.
■ Núverandi forstjóri var ráðinn á
pólitískum forsendum, án nokk-
urs hæfismats eða eðlilegrar
umfjöllunar stjórnar. Forstjór-
inn er vinur stjórnarformanns-
ins og viðskiptafélagi föður
hans. Hann starfar því fyrst og
fremst í umboði meirihluta Sam-
fylkingarinnar og Besta flokks-
ins í borgarstjórn Reykjavík-
ur. Forstjórinn getur því hvorki
talist hlutlaus né óháður og því
óeðlilegt að hann taki að sér að
velja úr umsækjendum fyrir
hönd þeirrar fjölskipuðu stjórn-
ar, sem stjórn Orkuveitunnar
er.
■ Samkvæmt lögum er það hlut-
verk stjórnar Orkuveitunnar
að ráða forstjóra. Í því felst að
í slíku ráðningarferli er stjórn-
armönnum skylt að kynna sér
gögn málsins nægilega vel til
að þeir geti með fullnægjandi
hætti gert upp á milli umsækj-
enda. Sextíu manns hafa sótt
um stöðuna og er fjöldi hæfra
umsækjenda þar á meðal. Hins
vegar hefur aðeins fullnægjandi
gögnum um þrjá umsækjendur
verið dreift til stjórnarinnar.
Óeðlilegt er að stjórnin kynni
sér ekki gögn um alla umsækj-
endur, eða a.m.k. um þá sem telj-
ast hæfir, heldur framselji það
hlutverk sitt til tveggja manna
utan stjórnar. Verður ekki talið
að stjórnarmenn geti tekið upp-
lýsta og vel rökstudda ákvörðun
með svo litlar grundvallarupp-
lýsingar í höndunum.
Óviðunandi vinnubrögð vegna
ráðningar nýs forstjóra OR
Borgarmál
Kjartan Magnússon
borgarfulltrúi og
stjórnarmaður í
Orkuveitu Reykjavíkur
Samfélag okkar er fámennt og því gilda þar nauðsynlegar
kurteisisreglur sem flestum finnst
erfitt að brjóta. Þótt stjórnmála-
menn steðji fram með dellu eru
flestir seinþreyttir til að leiðrétta
slíkt. Við kunnum einfaldlega
ekki við að hotta á trunturnar því
þannig eru þær nú bara einu sinni,
þær ausa og prjóna. Við yppum
öxlum og segjum við hvert annað
að „nú sé gállinn á honum“.
Og það var gállinn á henni Birg-
ittu Jónsdóttur alþingismanni í
viðtali við Karl Blöndal í Sunnu-
dagsmogganum 30. janúar síðast-
liðinn. Hún hefur eins og kunn-
ugt er brugðið upp þeirri hugsýn
að Ísland verði friðarhöfn fyrir
hundeltar upplýsingar. Í fróðlegu
spjalli reifar hún það mál, en einn-
ig mjög mörg önnur sem snúa að
miðlun upplýsinga. Þannig verður
á Íslandi endurreist hið víðfræga
bókasafn í Alexandríu í nútíma-
mynd sem stafræn upplýsinga-
veita. Græn orka verður notuð
til að knýja gagnaver til að hýsa
upplýsingar sem hrakist hafa frá
öllum hornum veraldarinnar, enda
„mikið litið til okkar um það“. Hér
verða sett á fót „nokkurs konar
Nóbelsverðlaun á sviði upplýs-
ingafrelsis“ og síðast en ekki síst,
mun „söguþjóðin fara rafrænt á
netið með allt, sem komið hefur
út á íslensku“.
Góði auðmaðurinn
Lykilpersónan í þessu ævintýri er
bandarískur auðmaður, Brewster
Kahle, sem ætlar að fjármagna
skönnun og birtingu allra útgef-
inna verka á íslensku og koma
þeim á netið í nafni „Alexandr-
íu nútímans“. Milligönguaðili í
málinu er Landsbókasafn Íslands
en þó það komi ekki mjög skýrt
fram í viðtalinu hefur fyrirtæki
Kahles, Internet Archivel verið
í samstarfi við Landsbókasafnið
um stafræna endurgerð íslenskra
texta um nokkra hríð. Ekki kemur
það heldur fram í máli Birgittu
að áætlanir um skipulega færslu
prentaðra texta á íslensku yfir á
stafrænt form hafa fyrir löngu
verið lagðar fram. Stjórn Lands-
bókasafns Íslands – Háskólabóka-
safns lagði síðast sumarið 2008
fram stefnumörkun um þessi mál
að undangengnum fundum með
ýmsum hagsmunaaðilum og sér-
fræðingum. Flestir kannast við
afrakstur þessa starfs, timarit.is.
Ef Herra Kahle er tilbúinn til að
láta fjármuni af hendi rakna til að
hrinda stefnumiðum Landsbóka-
safns Íslands – Háskólabókasafns
um frekari skönnun texta í fram-
kvæmd ber að fagna því, en hlut-
verk Birgittu Jónsdóttur í því máli
er óljóst.
Birgitta fræðir okkur einnig um
að stefna ríkisstjórnarinnar „sé að
gera allt rafrænt“. Ekki er að sjá
annað en það þýði einfaldlega að
allt efni á íslensku verði sett út á
netið leyfislaust í trássi við höf-
undarlög. Birgitta virðist sjá fyrir
sér að íslenska ríkið og stofnanir
þess reki fyrstu opinberu sjóræn-
ingjasíðu heimsins.
Í þessu sambandi má minna á að
Birgitta hefur verið framarlega í
flokki þeirra sem spyrnt hafa
við fótum varðandi ítök erlendra
fjárfesta í orkuframleiðslu. Það
sé ólíðandi að erlendir fjárfestar
komi hingað eins og hrægamm-
ar og hirði auðlindir þjóðarinn-
ar fyrir lítið fé á erfiðum tímum.
Þeim auðmönnum bendi ég nú á
að ef þeir taka allt höfundarverk
Halldórs Laxness og skella því
endurgjaldslaust á netið standi
þeim allar dyr opnar á Íslandi.
Rafræn miðlun
Framtíð íslenskra texta á vefn-
um, möguleikarnir á að byggja
upp útgáfu á rafrænu formi og
þróa aðferðir til að virða höfund-
arlög og umbuna höfundarrétt-
höfum fyrir rafræna nýtingu á
efni þeirra er mál sem snertir
mjög marga. Langstærstur hluti
af prentuðum textum á íslensku
kom út á tuttugustu öld og því
er fénýting þeirra, dreifing og
útgáfa leyfisskyld samkvæmt höf-
undalögum. Þau áform sem Birg-
itta segir Kahle hafa um „Alex-
andríu nútímans“ eru nánast þau
sömu og Google hafði um langt
skeið en mistókst að koma í kring,
ekki síst vegna hatrammrar bar-
áttu evrópskra útgefenda og raun-
ar einnig evrópskra ríkisstjórna.
Menn lögðust gegn því að einka-
fyrirtæki skráð á hlutabréfamark-
aði gæti búið til gagnagrunn yfir
stóran hluta af textum heimsins
og þannig slegið eign sinni á gríð-
arleg menningarverðmæti sem
margar kynslóðir höfðu byggt upp
á tugum þjóðtungna.
Fyrir sex árum lagði fulltrúi
Félags íslenskra bókaútgefenda
í stjórn Fjölíss fram tillögu við
menntamálaráðherra um að það
yrði skoðað alvarlega að laga raf-
ræna nýtingu innskannaðra texta
að því líkani sem nú er notað til
að umbuna fyrir ljósritun. Með
því að skapa löglega umgjörð fyrir
notkun þeirra má með auðveldum
hætti fullnægja kröfum um að
höfundarréttur sé virtur og þróa
um leið varðveislu og miðlun á raf-
rænu sniði. Það er til lausn í mál-
inu, en hún kostar að sjálfsögðu
peninga.
Eins og jafnan þegar stjórn-
málamenn ganga fram með dellu
á vörum er kannski lítið annað að
gera en að yppta öxlum yfir mál-
flutningi Birgittu. Það er jú „gáll-
inn á henni“. Ef höfundarlög verða
skipulega brotin af ríkisstjórinni
og íslenskir höfundar og útgef-
endur rændir eigum sínum verð-
ur það leiðinlegt, en mikilvægara
er þó að þjóðir heims munu horfa
til Íslendinga og undrast að Alex-
andría nútímans verður knúin
grænni orku.
Alexandría byggð á einum degi
Upplýsingafrelsi
Kristján B.
Jónasson
formaður Félags
íslenskra bókaútgefanda