Fréttablaðið - 07.02.2011, Side 6
6 7. febrúar 2011 MÁNUDAGUR
Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift
*Árleg nafnávöxtun frá 15.01.2001 til 31.01.2011. Ávöxtun í fortíð er ekki
ávísun á ávöxtun í framtíð.
Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003
um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV
hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt
að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér
útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti.
@
Hafðu samband við
ráðgjafa okkar í síma
460 4700 eða kynntu þér
málið á www.iv.is
Bjarni Benediktsson hefur
vakið bæði reiði og aðdáun
með ákvörðun sinni um
stuðning við Icesave-samn-
inginn sem fyrir liggur.
Allar nefndir sem hafa verið send-
ar út til að semja um málið, fyrir
utan þá fyrstu, hafa komið heim
með samning upp á vasann og full-
yrt að hann væri besta niðurstaða
sem völ er á. Af hverju ert þú svona
sannfærður um að svo sé virkilega
í þetta skiptið? Og af hverju ætti
þjóðin að trúa því?
„Í fyrsta lagi einmitt af þeirri
ástæðu að það er margbúið að
semja um málið. Í öðru lagi þá er
sá grundvallarmunur á þessu sam-
komulagi og hinum fyrri að aðil-
arnir eru sannarlega að deila með
sér byrðunum sem um hefur verið
deilt. Það kemur til dæmis fram í
hinum mikla mun sem er á vaxta-
kostnaði þessa samkomulags og
þess sem var fellt í þjóðaratkvæða-
greiðslunni. Það er kristaltært að
Hollendingar og Bretar eru ekki
að fá að fullu endurheimtan þann
höfuðstól sem þeir lögðu út fyrir á
sínum tíma, og það er vegna vaxta-
leysistímabilsins og hinna lágu
vaxta, sem eru undir þeirra eigin
fjármagnskostnaði.
Í fyrra samkomulaginu þá var
það þannig, eins ótrúlegt og það
hljómar, að þeir ekki bara endur-
heimtu höfuðstólinn með fjár-
magnskostnaði heldur höfðu ofan
á það vaxtaálag sem átti að skila
þeim hagnaði af samkomulaginu
við Íslendinga. Það voru slík afglöp
að ganga frá þannig samkomulagi
í þessu máli að það kom aldrei til
greina annað en að hafna því.“
En fyrst þeir eru tilbúnir að
bakka þetta langt, geturðu þá full-
yrt að óreyndu að þeir væru ekki
tilbúnir að bakka enn lengra?
„Nú er staðan sú að Eftirlits-
stofnun EFTA er komin með einn
anga af þessu máli í formlega með-
ferð, sem getur síðan á endanum
leitt til þess að málið fari fyrir
EFTA-dómstólinn. Með því mundi
málið smám saman enda í laga-
legri deilu og eftir tæplega árs-
langar viðræður frá synjun for-
setans þá er ég sannfærður um að
það er ekki við því að búast, með
neinum líkindum, að það sé hægt
að segja við Breta og Hollendinga
á þessu stigi málsins: Eigum við
ekki bara að taka þráðinn aftur
upp og semja í fimmta sinn?“
Tekur ekki slaginn slagsins vegna
Þú hefur sagt að þú sért með þessu
að taka ábyrga afstöðu í málinu.
Nú er drjúgur hluti stjórnarand-
stöðunnar, þeirra á meðal nokkr-
ir samherjar þínir í Sjálfstæðis-
flokknum, sem er ekki tilbúinn til
að kvitta upp á þessa niðurstöðu.
Finnst þér það óábyrg afstaða?
„Þegar ég vísa til ábyrgrar
afstöðu þá er ég ekki síst að vísa til
þess að ég ætla ekki að nota þetta
mál í pólitískum hráskinnaleik. Ég
er sannfærður um að fólk hefur
fengið nóg af því að horfa upp á
stjórnarandstöðu leggjast gegn
málum ríkisstjórnarinnar í þeim
eina tilgangi að gera ríkisstjórn-
inni erfitt fyrir. Í svona málum,
og almennt í pólitískri umræðu, þá
verða menn að hefja sig upp yfir
það. Menn geta ekki teflt fram-
tíð og heill þjóðarinnar í tvísýnu
í þessu máli með því að taka slag
við ríkisstjórnina slagsins vegna.
Það verður þá að vera á grundvelli
málefnisins. Það væri líka óábyrgt
af mér og af Sjálfstæðisflokknum
að láta úrslitin í svona máli ráð-
ast af ástandinu á stjórnarheimil-
inu, sem hefur, eins og allir vita,
verið afskaplega bágborið og það
er aldrei að vita hverjir stökkva
fyrir borð í máli eins og þessu.“
En þessi hjólför sem þú ert
að lýsa, finnst þér einhver hluti
stjórnarandstöðunnar enn vera
fastur í þeim?
„Ég virði það sjónarmið þeirra
sem vilja frekar láta reyna á rétt-
arstöðu okkar fyrir dómstólum,
en það verður þá að vera á þeim
grundvelli sem sú afstaða byggir
en ekki á einhverju öðru.“
Sem vindur um eyru
Þú hefur verið gagnrýndur töluvert
fyrir þessa ákvörðun. Ýmis aðild-
arfélög og fyrrverandi framámenn
í flokknum hafa sett ofan í við þig.
Nýleg könnun sýndi að það mátti
skipta kjósendum flokksins í tvo
jafnstóra hópa eftir afstöðunni til
málsins. Upplifirðu það þannig að
þú hafir stuðning meirihluta flokks-
manna fyrir þessari ákvörðun?
„Já, það er mín tilfinning. Ég hef
fengið mikla bylgju af kveðjum og
skilaboðum þar sem menn lýsa
mikilli ánægju með þessa afstöðu
en á endanum er það þannig fyrir
okkur stjórnmálamennina að við
getum ekki reynt að gera öllum til
geðs. Sá sem ætlar að fylgja þeirri
línu, hann mun engu fá áorkað.“
Fyrrverandi formaður flokksins
kallaði þig vikapilt Steingríms J. í
leiðara Morgunblaðsins. Hvernig
tekurðu slíkum orðsendingum?
„Ég læt þær sem vind um eyrun
þjóta, einfaldlega.“
Óskýrar línur um þjóðaratkvæði
Sumir krefjast þjóðaratkvæða-
greiðslu. Þú hefur sagt að afstaða
þín til þess muni meðal annars ráð-
ast af endanlegri niðurstöðu þings-
ins. Hvað áttu við með því?
„Mér finnst nokkrir þættir
skipta máli í þessu sambandi. Ég
hef bent á að fyrri samningur hafi
stefnt efnahagslegu sjálfstæði
okkar í voða. Það skipti auðvit-
að mjög miklu um rétt þjóðarinn-
ar til að taka afstöðu til hans. Ég
hef líka bent á að almennt séð væri
ekki óeðlilegt að álitaefni af þess-
um toga réðust meðal annars af
því hversu umdeilt málið væri,
bæði á þinginu og í þjóðfélaginu.
Þá segja sumir að málið hafi verið
tekið af dagskrá af þjóðinni og ég
tel reyndar að það sé umdeilan-
legt. Það eru ekki fordæmi fyrir
því að mál rati almennt hér í þjóð-
aratkvæðagreiðslu, til dæmis ekki
þegar við gengum í NATO og ekki
heldur þegar við gengum í Evr-
ópska efnahagssvæðið. Mér finnst
að álitaefni um þetta eigi að máta
inn í hina almennu umræðu um
það hvaða mál og hvers konar skuli
bera undir þjóðina. Þar eru línur,
eins og sakir standa, afskaplega
óskýrar, meðal annars vegna þess
að við erum að hefja undirbúning
að endurskoðun stjórnarskrárinn-
ar þar sem þetta verður vafalaust
eitt af stóru málunum.“
En er yfir höfuð eðlilegt að halda
þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort
leggja eigi byrðar á almenning?
„Það tíðkast nú almennt ekki í
öðrum löndum, en það finnst mér
hins vegar mjög eðlilegt þegar um
er að ræða hvers kyns fullveldis-
framsal og grundvallarbreyting-
ar. Þá tel ég að við eigum að gera
þá breytingu á okkar stjórnskipan
að gera ráð fyrir að slíkt sé borið
undir þjóðina. Ég hef hins vegar
sjálfur efasemdir um að það sé rétt
að þessi Icesave-samningur fari í
þjóðaratkvæði. “
Fráleitt að kenna útgerðinni um
Icesave-málið er ekki eina risa-
vaxna málið sem hefur hangið yfir
okkur. Nú hafa atvinnurekendur
sett það sem skilyrði fyrir kjaravið-
ræðum að fiskveiðistjórnunarum-
ræðan verði leyst úr þeirri spenni-
treyju sem hún hefur verið í. Hvað
finnst þér um það?
„Það er mikilvægt að hafa í huga
að við erum með ríkisstjórn sem nú
hefur setið í tvö ár. Allan þann tíma
hefur hún valdið óróa og óvissu um
framtíð fiskveiðistjórnunarkerfis-
ins. Hún tefldi fram stjórnarsátt-
mála fyrir bráðum tveimur árum
þar sem sagt var að innkalla ætti
allar aflaheimildir og fullkomin
óvissa var um það hvað ætti að taka
við. Við þetta hefur sjávarútvegur-
inn búið í allan þennan tíma. Með
tilliti til þessa þá er það fráleitt að
skella skuldinni á sjávarútveginn
þegar hann óskar núna, í tengslum
við kjaraviðræður, eftir því að fá
skýrar línur um framtíðina.
Það hefur átt sér stað samráð þar
sem allir hagsmunaaðilar sem máli
skipta komu sér saman um lausn.
Mér finnst að það sé skylda ríkis-
stjórnarinnar að taka af skarið um
að sú leið verði farin og þá er málið
leyst. Ég tel að þegar vel er að gáð
þá sé í raun og veru enginn sá
grundvallarágreiningur um þetta
mál sem forsætisráðherrann vill
halda á lofti og þess vegna læðist
að manni sá grunur að hún sé ein-
göngu að reyna að búa sér til óvild
til þess að reyna að þétta raðirnar
um stjórnarmeirihlutann.“
Gæti lausnin falist í því að taka
fyrir framsal á kvóta?
„Þegar vinstri stjórnin gaf fram-
salið frjálst á sínum tíma þá vissu
menn að af því myndu hljótast
erfiðleikar en hagræðið sem því
fylgdi var hins vegar talið nauð-
synlegt. Það hefur ekki verið án
fórna og við þeim hefur verið reynt
að bregðast en sú grundvallarhugs-
un að hámarka hagkvæmni verður
áfram að vera við lýði. Við megum
ekki fara aftur að líta á fiskveiði-
stjórnunarkerfið sem félagslegt
úrræði eins og svo víða gildir í
Evrópusambandinu.“
Talandi um Evrópusambandið.
Jafnvel sjávarútvegsfyrirtæki eru
farin að horfa þangað hýru auga.
Þarf þín afstaða til Evrópumála
ekki að fara að skýrast?
„Ég hef alltaf talið að hags-
munum okkar væri best borgið á
grundvelli EES-samningsins og
hef aldrei sannfærst um að þær
miklu undanþágur sem margir
trúa að við getum náð fram í við-
ræðunum séu raunhæfar. Ég hef
líka áhyggjur af því hvernig Evr-
ópusambandið er að breytast sífellt
meira í sambandsríki. Ég hef ekki
skipt um skoðun á þessu.“
Ekki í pólitískum hráskinnaleik
KLAPPAÐ LOF Í LÓFA Bjarni skýrði afstöðu sína á fjölmennum fundi í Valhöll á laugardag. Honum var fagnað með dynjandi lófa-
taki að ræðunni lokinni, þótt ýmsir fundargestir hafi verið fullir efasemda. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FRÉTTAVIÐTAL: Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins
Stígur
Helgason
stigur@frettabladid.is
Við getum ekki reynt að gera öllum til geðs. Sá sem
ætlar að fylgja þeirri línu, hann mun engu fá áorkað.