Fréttablaðið - 07.02.2011, Side 42

Fréttablaðið - 07.02.2011, Side 42
26 7. febrúar 2011 MÁNUDAGUR Enska úrvalsdeildin: CHELSEA - LIVERPOOL 0-1 0-1 Raul Meireles (69.) WEST HAM - BIRMINGHAM 0-1 0-1 Nikola Zigic (64.) ASTON VILLA - FULHAM 2-2 1-1 Andy Johnson (52.), 2-1 Kyle Walker (72.), 2-1 Kyle Walker (74.), 2-2 Clint Dempsey (78.). EVERTON - BLACKPOOL 5-3 1-0 Louis Saha (19.), 1-0 Louis Saha (19.), 1-0 Louis Saha (21.), 1-1 Alex Baptiste (36.), 2-1 Louis Saha (46.), 2-2 Jason Puncheon (61.), 2-3 Charlie Adam (63.), 3-3 Louis Saha (75.), 4-3 Jermaine Beckford (79.), 5-3 Louis Saha (83.). MANCHESTER CITY - WEST BROMWICH ALBION 3-0 1-0 Carlos Tevez (16.), 2-0 Carlos Tevez (21.), 3-0 Carlos Tevez (38.). NEWCASTLE UNITED - ARSENAL 4-4 0-1 Theo Walcott (0.), 0-2 Johan Djourou (2.), 0-3 Robin van Persie (9.), 0-4 Robin van Persie (25.), 1-4 Joey Barton (67.), 2-4 Leon Best (74.), 3-4 Joey Barton (82.), 4-4 Cheick Tiote (86.). STOKE CITY - SUNDERLAND 3-2 0-1 Kieran Richardson (1.), 1-1 John Carew (31.), 1-2 Asamoah Gyan (47.), 2-2 Robert Huth (82.), 2-2 Robert Huth (83.), 3-2 Robert Huth (92.). TOTTENHAM - BOLTON WANDERERS 2-1 1-0 Rafael van der Vaart (5.), 2-0 Rafael van der Vaart (7.), 1-1 Daniel Sturridge (54.), 2-1 Niko Kranjcar (91.). WIGAN ATHLETIC - BLACKBURN ROVERS 4-3 0-1 Jason Roberts (22.), 0-1 Jason Roberts (22.), 1-1 James McCarthy (34.), 2-1 Hugo Rodallega (49.), 3-1 James McCarthy (55.), 3-2 Christopher Samba (57.), 4-2 Ben Watson (64.), 4-3 David Dunn (80.). WOLVES - MANCHESTER UNITED 2-1 0-1 Nani (2.), 1-1 George Elokobi (9.), 2-1 Kevin Doyle (39.) STAÐAN: Man United 25 15 9 1 55-24 54 Arsenal 25 15 5 5 54-27 50 Man. City 26 14 7 5 42-22 49 Chelsea 25 13 5 7 46-22 44 Tottenham 25 12 8 5 35-27 44 Liverpool 26 11 5 10 36-31 38 Sunderland 26 9 10 7 32-31 37 Bolton 26 8 9 9 36-37 33 Stoke City 25 10 3 12 31-32 33 Newcastle 25 8 7 10 40-38 31 Blackburn 26 9 4 13 34-42 31 Fulham 26 6 12 8 28-28 30 Everton 25 6 12 7 33-34 30 Aston Villa 26 7 8 11 30-45 29 Blackpool 25 8 4 13 38-49 28 Birmingham 24 5 12 7 24-33 27 WBA 25 7 5 13 31-48 26 Wigan 26 5 11 10 26-44 26 West Ham 26 5 9 12 27-44 24 Wolves 25 7 3 15 26-43 24 ÚRSLIT FÓTBOLTI Ungstirnin Kolbeinn Sig- þórsson og Gylfi Þór Sigurðsson gerðu það báðir gott í Evrópu- boltanum um helgina. Gylfi skoraði fyrsta mark Hoff- enheim í þýska boltanum sem lagði Kaiserslautern, 3-2. Kolbeinn kom AZ Alkmaar yfir gegn Excelsior í hollenska bolt- anum en það dugði ekki til þvi AZ tapaði, 2-1. - hbg Kolbeinn og Gylfi Þór: Skoruðu báðir GYLFI ÞÓR Fékk tækifæri í liðinu og skoraði. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Botnlið Wolves varð á laugardag fyrsta liðið til að leggja Manchester United að velli í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið. Úrslit sem kæta Arsene Weng- er, stjóra Arsenal, en hans menn gerðu jafntefli við Newcastle fyrr um daginn eftir að hafa komist fjórum mörkum yfir. Þegar seinni hálfleikur var nýhafinn og Arsenal 4-0 yfir var einn leikmaður liðsins, Abou Diaby, sendur í bað fyrir að missa stjórn á skapi sínu og hrinda Joey Barton. Newcastle nýtti sér liðs- muninn og skoraði jöfnunarmarkið þremur mínútum fyrir lok venju- legs leiktíma. „Barton var mjög heppinn að fara ekki sömu leið,“ sagði Weng- er eftir leik. „Diaby lék frábærlega í fyrri hálfleiknum. Stundum spil- ar það inn í að menn verði pirraðir þegar þeim gengur illa en það átti ekki við þarna. Ég útskýri þetta með því að hann hefur oft meiðst eftir grófar tæklingar andstæðing- ana og það hafði þessi áhrif.“ Hann viðurkennir að hafa áhyggjur af því að það gæti haft neikvæð áhrif á liðið andlega í komandi leikjum að hafa gloprað þessum leik. „Aðeins framtíðin mun leiða í ljós hvort þær áhyggj- ur eru óþarfar,“ sagði Wenger. Stigið dugði Arsenal þó til að minnka forskot United á toppi deildarinnar niður í fjögur stig þar sem lærisveinar Sir Alex Ferguson töpuðu óvænt fyrir botnliði Wolves eftir 29 leiki í röð án ósigurs. „Ég sagði fyrir leikinn að Wolves væri betra lið en taflan gæfi til kynna. Við fórum illa með fjölda góðra færa,“ sagði Sir Alex eftir leik. „Rio Ferdinand meiddist í upphit- un og það var áfall fyrir okkur. Reynslan sem Rio býr yfir skiptir miklu í leikjum sem þessum.“ Úlfunum hefur gengið vel gegn efstu liðunum og knattspyrnu- stjórinn Mick McCarthy hlýtur að íhuga hvernig stendur á því að liðið sé á botninum. „Vonandi er þetta byrjunin á betra gengi hjá okkur. Við þurfum nauðsynlega að fara að safna stigum og mér er alveg sama hvar við náum í þau. Við höfum verið að vinna nokkur af efstu liðum deildarinnar en tapað gegn liðunum í kringum okkur. Við þurfum að gera betur til að halda sæti okkar,“ sagði McCarthy. - egm Arsenal missti niður fjögurra marka forskot gegn Newcastle en náði samt að minnka forskot Man Utd: Úlfarnir björguðu deginum hjá Wenger RAUTT Diaby missti stjórn á skapi sínu á laugardag. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Fernando Torres sagð- ist ekki hafa tíma til þess að bíða eftir að Liverpool myndi byggja upp lið sem gæti keppt um titla. Það á eflaust eftir að nudda honum upp úr þeim ummælum eftir dram- atískan sigur Liverpool á Chelsea í gær. Raul Meireles skoraði eina mark leiksins fyrir Liverpool í seinni hálfleik. Þetta var fjórði sigur Liverpool í röð og tapið hefur gríðarleg áhrif á titilmöguleika Chelsea. Liðið er enn tíu stigum á eftir Man. Utd og gat ekki notfært sér óvænt tap United gegn Wolves. Leikurinn var annars lítið fyrir augað. Hann lofaði þó góðu í upp- hafi. Fyrsta spjaldið kom eftir 30 sekúndur og Torres komst í skot- færi eftir 90 sekúndur. Eftir það dó nánast leikurinn. Torres gat ekkert og var tekinn af velli 25 mínútum fyrir leikslok. Argentínumaðurinn Maxi fékk þó eitt af færum tímabilsins en honum tókst á einhvern óskiljan- legan hátt að setja boltann í þver- slána í algjöru dauðafæri. Sigur- markið var í skrautlegri kantinum og kom skömmu eftir að Torres fór af velli. Þá kom sending frá hægri sem Petr Cech virtist eiga. Hann er aftur á móti hræddur við að lenda í samstuðum eftir að hann höfuð- kúpubrotnaði á sínum tíma. Hann lét því boltann fara fram hjá sér. Boltinn hafnaði hjá Meireles sem skoraði auðveldlega. Ótrúlega klaufalega gert hjá Cech. Stuðningsmenn Liverpool voru búnir að biðja lengi um að Kenny Dalglish yrði gerður að stjóra félagsins og ráðning hans hefur heldur betur virkað. Honum hefur tekist að rífa upp lið sem var að leika langt undir getu og er að ná miklu úr liðinu. Sigurinn í gær gefur svo öllum hjá félaginu byr undir báða vængi. Nú bíða stuðningsmennirn- ir eftir því að eigendur félagsins geri langtímasamning við Dalglish en þó svo hann sé að spila léttan póker leynir sér ekki að hann vill fá langan samning. „Ég vil ekki ræða framtíðina og samningamálin. Mitt vanda- mál er að hugsa um leikinn gegn Wigan. Það sem á að gerast mun gerast,“ sagði Dalglish og hrósaði svo vinnuveitendum sínum. „Eig- endurnir voru frábærir í janúar er þeir keyptu Carroll og Suarez. Við gátum ekki beðið um meira en þeir voru svekktir að ná ekki fleiri leikmönnum. Ég verð því að hrósa þeim. Þeir munu taka réttar ákvarðanir fyrir félagið og meðan allir halda áfram að róa í sömu átt verður allt í lagi.“ Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, sagði að sitt lið hefði ekki spil- að nógu vel en var ánægður með frammistöðu Torres í leiknum. „Torres skilaði góðri vinnu. Liverpool varðist vel, lokaði svæðum en Fernando reyndi að hreyfa sig og finna svæði. Hann var spenntur fyrir því að spila en við verðum að gefa honum tíma til þess að aðlagast okkur. Ég held að það muni koma fljótt,“ sagði Anc- elotti og bætti við. „Við vorum ekki að spila nógu vel í þessum leik og verðum að sætta okkur við það. Við fengum aldrei það svæði sem við þurftum að fá í sókninni.“ henry@frettabladid.is Takk fyrir millurnar og stigin þrjú Aðeins nokkrum dögum eftir að Liverpool seldi Fernando Torres fyrir metfé til Chelsea lagði Liverpool ensku meistarana að velli í London. Torres var í byrjunarliði Chelsea og lét lítið að sér kveða. SVEKKTUR Fernando Torres ætlaði heldur betur að skora gegn Liverpool í gær en hafði ekki erindi sem erfiði. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.