Fréttablaðið - 07.02.2011, Side 46

Fréttablaðið - 07.02.2011, Side 46
30 7. febrúar 2011 MÁNUDAGURSJÓNVARPSÞÁTTURINN „Ég er núna föst í Dexter. Ég var svolítið lengi að komast inn í þetta æði og trúði ekki að þetta væri gott. En núna eru þetta tveir þættir á hverju kvöldi.“ Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Of Monsters and Men. „Þetta er náttúrulega alveg mögnuð markaðssetning,“ segir Hulda Gúst- afsdóttir, annar eigandi Hestvits, sem sér meðal annars um útflutn- ing á hestum. Íslenski hesturinn skaut upp koll- inum í Facebook-leiknum FarmVille í lok janúar. FarmVille er einn vin- sælasti tölvuleikur heims, en um sextíu milljónir manna um allan heim spila hann reglulega, sem eru um tíu prósent af notendum Face- book. Í leiknum sér fólk um rekstur bóndabæjar með öllu sem því fylg- ir, en samskipti við aðra Facebook- notendur eru stór hluti af leikn- um. Notendur geta keypt íslenska hestinn fyrir sérstakan FarmVille- gjaldeyri, geymt hann í sýndarhest- húsi og ræktað gæðinga sem þeir geta deilt með öðrum notendum leiksins. Hulda hafði ekki heyrt um land- vinninga íslenska hestsins í net- heimum þegar Fréttablaðið náði í hana en taldi að þeir myndu skila sér í góðri kynningu. „Ég myndi ætla það,“ segir hún. „Auðvitað skiptir máli í hvernig samhengi hesturinn er í leiknum. Ef hann er sýndur í jákvæðu og góðu ljósi er þetta náttúrulega frábær auglýs- ing.“ Íslenskur búfénaður nýtur vax- andi vinsælda erlendis, eins og fram hefur komið í Fréttablað- inu. Íslenski fjárhundurinn var kynntur á einni stærstu hunda- sýningu heims í Bandaríkjunum í lok síðasta árs og fjölmörg bónda- býli rækta íslenskt sauðfé, hunda og meira að segja hænur. Ýmsum brögðum er beitt til að markaðs- setja náttúruauðlindir lands- ins og skemmst er að minn- ast þess þegar umboðsmaður íslenska hestsins var skipaður, til að halda utan um hagsmuni hans á erlendri grundu. Hulda segir FarmVille-ævintýri íslenska hestsins vera óbeina markaðssetn- ingu. „Það virkar alltaf vel þegar ekki er augljóst að verið sé að aug- lýsa. Þá verða hlutirnir þekktir og fólk þekkir þá þegar það sér þá næst,“ segir hún. atlifannar@frettabladid.is HULDA GÚSTAFSDÓTTIR: ÞETTA ER MÖGNUÐ MARKAÐSSETNING Íslenski hesturinn í einum vinsælasta tölvuleik heims TÖLVULEIKJAGÆÐINGAR Tugir milljóna spilara Facebook-leiksins FarmVille geta fengið sér íslenskan hest og ræktað gæðinga. Hulda Gústafsdóttir segir þessa markaðssetningu afar jákvæða. Útgefandinn og tónlistarmaður- inn Óttar Felix Hauksson hefur í mörg horn að líta. Auk þess að skipuleggja stórtónleika í til- efni sjötugsafmælis Bobs Dylan í Hörpunni eins og Fréttablaðið greindi nýlega frá, stundar hann fullt nám í íslensku við Háskóla Íslands. „Ég er langelstur. Kjarninn eru krakkar sem eru fjörutíu árum yngri,“ segir Óttar Felix um íslenskunámið en hann er 61 árs. Óttar lauk námi í matvæla- tæknifræði í Danmörku árið 1988 og rak í framhaldinu verksmiðj- una Kjarnavörur í ellefu ár. Eftir það söðlaði hann um og stofnaði útgáfufyrirtækið Zonet. Hann hefur haft mikinn áhuga á íslensku í mörg ár og fannst rétti tíma- punkturinn að hefja námið núna í haust. „Ef maður setur málband á borðplötu, hefur það 85 til 90 cm langt, er með puttann á sextíu og kíkir hvað er eftir þá er það bara stubbur. Þannig að maður verð- ur að nýta tímann vel og gera það sem mann langar að gera og hafa gaman af lífinu,“ segir hann. „Ég hef alltaf haft mjög gaman af bæði íslenskri málfræði og íslenskum bókmenntum.“ Óttar er fullviss um að námið eigi eftir að nýtast vel í tónlistarút- gáfunni, bæði í sambandi við kynn- ingarefni sem hann sendir til fjöl- miðla og textann sem hann skrifar inn í hin ýmsu plötu umslög. - fb Útgefandi lærir íslensku í HÍ Í ÁRNAGARÐI Óttar Felix á heimavelli íslenskunnar innan um handritin í Árnagarði þar sem hann stundar sitt nám. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Stóru þorrablótin virðast bara vera að soga alla til sín og svo er þessi mánuður eflaust sá erfiðasti hjá mörgum, fólk að borga niður jólin,“ segir Haraldur V. Haraldsson, fram- kvæmdastjóri íþróttafélagsins Víkings. Víkingar neyddust til að slá af þorrablótið hjá sér vegna ónógrar þátttöku en það hefur verið fastur liður í starfsemi félagsins undan- farin ár. Víkingar eru þó ekki eina íþróttafé- lagið á höfuðborgarsvæðinu sem neyddist til að grípa til þessara aðgerða því bæði Fram og FH urðu að gera slíkt hið sama. Haraldur segir að þorrablótið hafi átt að halda þarsíðasta föstudag en Víkingar hafi neyðst til að hætta með dags fyrirvara. „Þetta hafa verið svona 80-100 manna þorrablót og við höfum séð þetta sem tækifæri til að sam- eina okkar félagsmenn og gefa þeim tækifæri til að hittast undir öðrum formerkjum,“ segir Haraldur og viðurkennir að þetta hafi komið svolítið á óvart, herrakvöld Víkings hafi til að mynda slegið öll met. Haraldur vill ekki meina að þetta sé mikið fjárhagslegt tap fyrir félagið, auðvitað komi alltaf eitthvað inn í kassann fyrir félagið en það sé ekki aðalatriðið. „Og kannski var þetta bara aðeins of dýrt, það kostaði ellefu þúsund krónur fyrir hjónin og það var ef til vill of mikið.“ Kristinn Rúnar Jónsson, framkvæmdastjóri Fram, staðfesti að Framarar hefðu þurft að hætta við þorrablótið hjá sér fyrir skemmstu. Og hann segir það bagalegt fyrir fjáröflun félagsins. „En þetta eru eflaust bara erfiðari tímar hjá fólki og það er ugglaust harðara í ári hjá mörgum núna.“ - fgg Þorrablót slegin af hjá íþróttafélögum LÍTILL ÁHUGI Þorrablót íþróttafélaga hafa lengi verið vinsæl í félagsstarfi landsmanna. Þrjú stór íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu neyddust hins vegar til að slá af sínar veislur vegna áhugaleysis. Léttar í bragði Fitulítilnýjung! Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 990 Fiskréttir Humar 2000 kr.kg Súr Hvalur K r./ kg . K r./ kg . Fr á Fr á Skötuselur 1990 kr.kg roðlaus/bei nlaus FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI MENNING Frammistaða tónlistarkonunnar Láru Rúnarsdóttur á Eurosonic í Hollandi er sögð einn af hápunkt- um hátíðarinnar á síðu breska tónlistartímaritsins Clash. Þar segir að Lára sé heillandi listamaður og útlit hennar og klæðnaður hennar hafi fangað athyglina undir eins. Lögin hennar hafi verið bæði létt og skemmtileg og gaman hafi verið að dansa við þau. Lára er að hefja upptökur á sinni fjórðu plötu og er hún vænt- anleg síðar á þessu ári. Síðasta sýning á söngleiknum Dísu ljósálfi var í Austurbæ fyrir skemmstu. Höfundur sýningar- innar, Páll Baldvin Baldvinsson, hefur sett á hilluna áform um að frumsýna söngleikinn Chess í Hörpu í sumar. Þess í stað hefur hann ráðið sig til Kvikmyndaskóla Íslands þar sem hann er nú titl- aður deildarstjóri yfir handrita- og leikstjórnardeild. Páll situr eftir sem áður í stjórn skólans. Áfram er stefnt að því að setja söngleikinn Chess upp en þangað til það verður að veruleika munu kvikmynda- gerðarmenn framtíðarinnar njóta leiðsagnar Páls Baldvins. -fb, hdm FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.