Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2011, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 07.02.2011, Qupperneq 4
4 7. febrúar 2011 MÁNUDAGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 16° 8° 6° 9° 12° 4° 4° 20° 11° 17° 7° 24° -1° 12° 16° 1°Á MORGUN Vaxandi SA-átt. Stormur um tíma S- og V-lands. MIÐVIKUDAGUR Hvasst með NA-ast- rönd annars hægari 2 3 2 32-3 -6 1 0 -6 0 -6 -3 0 -1 -2 -4 -7 -1 -2 -1 2 6 6 8 5 5 8 4 4 6 6 LÆGÐAGANGUR Það ganga tvær lægðir yfi r landið í vikunni með tals- verðri rigningu og hvassviðri. Fyrri lægðin kemur inn á land á morgun og má búast við stormi um tíma sunnan- og vest- anlands síðdegis og annað kvöld. Búast má við asa- hláku með lægð- inni. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður NÁTTÚRA „Þetta var mjög gaman og afar sér- stakt. Ég varð rosalega hissa að sjá ugluna sitja í rólegheitum svona nálægt okkur,“ segir Anna Björg Kristbjörnsdóttir, íbúi í Gerðhömrum í Grafarvogi. Önnu brá heldur betur í brún um þrjúleytið í gærdag þegar hún kom heim til sín og sá branduglu hvíla sig á grindverki hjá heimili hennar. „Við lögðum bílnum og röltum að henni, en hún var mjög spök og lét sér hvergi bregða. Við vorum líklega í um tveggja metra fjarlægð frá henni og hún flaug ekki í burtu fyrr en ljósmyndari Fréttablaðsins smellti af henni myndum. Þá höfum við líklega farið aðeins of nálægt,“ segir Anna. Ólafur Karl Nielsen, fuglafræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands, segir brandugl- una einu uglutegundina sem er árviss varpfugl hér á landi. Hinar tegundirnar sem orpið hafa á Íslandi eru snæugla og eyrugla. „Það er eitthvað af branduglum hér á Reykja- víkursvæðinu á hverjum vetri,“ segir Ólafur og bætir við að mest séu þær á ferðinni í síðdeg- isrökkrinu, um nætur og á morgnana. „Það er ekki mjög algengt að þær stilli sér svona upp fyrir fólk. Þær nota trjálundi til að sofa í og þekkt náttból þeirra eru til dæmis í Öskjuhlíð, Elliðaárdal, Skógræktinni í Fossvogi og skóg- ræktarlandinu á Keldum. Þegar þær vaka eru þær á ferðinni og reyna að fanga mýs og smá- fugla,“ segir Ólafur. - kg Íbúa í Grafarvogi brá í brún við að sjá uglu hvíla sig á grindverki við hús hans: Ekki algengt að uglur stilli sér upp fyrir fólk Í RÓLEGHEITUM Ekki er algengt að uglur séu á ferðinni í björtu, eins og sú á myndinni í Grafarvoginum í gær. Nokkur hundruð branduglur eru að jafnaði á Íslandi yfir vetrartímann. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HLAUP Belgíski hlauparinn Stefa- an Engels setti í gær nýtt heims- met þegar hann kom í mark í 365. maraþonhlaupinu sínu á einu ári. Hinn 49 ára gamli Engels, sem oft er kallaður Maraþonmaður- inn, hóf þetta mikla verkefni í Belgíu fyrir einu ári og hefur hlaupið eitt maraþon á dag síðan þá. Alls hefur hann því hlaupið um 15.000 kílómetra í sjö löndum. Engels, sem fagnað áfanganum í Barcelona á Spáni í gær, hljóp hvert maraþon á fjórum klukku- stundum að meðaltali. Eldra metið af þessu tagi átti hinn jap- anski Akinori Kusuda, sem hljóp 52 maraþon í röð árið 2009, þá 65 ára að aldri. - kg Belgi setur heimsmet: Hljóp 365 mar- aþon á einu ári HEIMSMET Stefaan Engels hljóp mar- aþon hvern dag í heilt ár. NORDICPHOTOS/AFP Hlutföll víxluðust í töflu með frétt um Jafnréttisþing í Fréttablaðinu á laug- ardag, í tilfellum héraðsdómara og sendiherra. Karlar eru 68% héraðs- dómara og konur 32%. Þá eru 78% sendiherra karlar og 22% konur. LEIÐRÉTTING Leyfi vegna gjaldþrots Bæjarfulltrúanum Geir Gestssyni hefur verið veitt ótímabundin lausn frá störfum í bæjarstjórn Vesturbyggð- ar þar til gjaldþrotaskiptum á búi hans lýkur. Geir víkur sömuleiðis úr nefndum sveitarfélagsins. VESTURBYGGÐ UMHVERFISMÁL Steingrímur Jóns- son, bóndi í Efri-Engidal, sér enga framtíð í áframhaldandi búskap í Efri-Engidal eftir að niðurstöður mælinga Matvælastofnunar stað- festu díoxínmengun í mjólk, kjöti og fóðri á bænum. Steingrímur segir það hafa komið sem reiðarslag á föstu- dag þegar niðurstöður sýnatöku á bænum lágu fyrir á föstudag. Vonir hans hafi brugðist um að upphafleg mæling Mjólkursamsöl- unnar á bænum í desember hefði ekki sýnt rétta mynd af stöðunni. Af þeim tólf kjötsýnum sem tekin voru vegna díoxíns á svæð- inu reyndust aðeins tvö eðlileg. Átta sýni sýndu verulega hækkun en tvö voru yfir hámarksviðmið- unarmörkum. Öll sýni frá Efri- Engidal, kjöt, mjólk og fóður, voru menguð. „Ég tek bara einn dag í einu,“ segir Steingrímur þegar hann er spurður um hvort hann ætli að leita réttar síns og krefjast bóta. „Við höldum ennþá skepnunum, og ég vil ekki hugsa mikið um fram- haldið.“ Steingrímur hefur haft að jafnaði fimmtán til sextán kýr í fjósi og um áttatíu kindur. Sýnt er að þessi bústofn Steingríms verður felldur. Þá eru nokkrir frístundabænda á svæðinu með kindur og nautgripi í nálægð við sorpbrennsluna. Það er mat Mat- vælastofnunar að 350 til 400 grip- ir verði felldir þegar upp er stað- ið. Halldór Runólfsson, yfirdýra- læknir hjá Matvælastofnun, segir svo stutt liðið frá því að niðurstöð- ur sýnatöku lágu fyrir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um framhaldið á vegum emb- ættisins. „Þess- um dýrum líður ekkert illa, en það er ekki hægt að setja afurðir af þeim á markað. Það verður að ræða við fólkið sem á þessar skepnur og umhverfisyfirvalda er að ákveða hvernig staðið verður að förgun.“ Spurður hvernig fólki á svæðinu verður bættur skaðinn segir Hall- dór að þegar fé sé skorið niður vegna riðuveiki þá fái bændur bætt sín dýr og afurðatjónsbætur séu reiknaðar í tvö ár, eða áður en leyfilegt er að dýr séu tekin aftur. „Það verður örugglega erfitt að reikna það út hvernig þetta verð- ur bætt og ég veit ekki hver ber ábyrgðina á þessu.“ Eins og komið hefur fram þá var sorpbrennslan Funi í Engidal eign Ísafjarðarbæjar. Eftirlitsað- ili með brennslunni á meðan hún starfaði var Umhverfisstofnun, sem heyrir undir umhverfisráðu- neytið. svavar@frettabladid.is Ætlar að bregða búi vegna Funamálsins Steingrímur Jónsson, bóndi í Efri-Engidal, telur sér enga aðra leið færa en að bregða búi eftir að mjólk, kjöt og fóður á bænum mældist mengað af díoxíni. BRENNT Í FUNA Mengunin er staðbundin og er rakin til sorpbrennslu í Funa. Á milli 700 og 800 ær og lömb hafa að jafnaði verið á beit yfir sumarið í Engidal og í nágrenni við sorpbrennsluna. MYND/PÉTUR TRYGGVI STEINGRÍMUR JÓNSSON LANDSDÓMUR Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður hefur sent forseta landsdóms bréf þar sem hún bendir á mögulegt vanhæfi sitt til setu í dómnum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Í bréfinu nefnir hún að hún hafi verið varaþingmaður Sjálfstæð- isflokksins þegar Geir var í for- ystu flokksins og því kunni tengsl þeirra að gera hana vanhæfa til að dæma í máli hans. Dögg tjáði Stöð 2 að ákvörðun hennar um að senda bréfið tengd- ist á engan hátt fjárhagsstöðu hennar og fréttum af henni. - sh Dögg Pálsdóttir sendir bréf: Efast um hæfi sitt í landsdóm LÖGREGLUMÁL Þrír piltar, átján og nítján ára, hafa játað að hafa rænt verslun Bónusvídeós í Lóuhólum á þriðjudagskvöldið var. Tveir þeirra fóru inn í verslun- ina vopnaðir sveðju og kúbeini, ógnuðu starfsfólki og viðskipta- vinum og höfðu lítilræði af pen- ingum og sígarettum á brott með sér. Þriðji pilturinn var á bíl skammt frá og hjálpaði þeim að komast undan. Mannanna var leitað alla vik- una og leitin bar árangur á föstu- dag þegar þeir voru handteknir á Akureyri. Þeir játuðu aðild að málinu við yfirheyrslur á laugar- dag. Málið telst nú upplýst. - sh Þrír handteknir á Akureyri: Játuðu rán í Bónusvídeó BÓNUSVÍDEÓ Í LÓUHÓLUM Ránið virtist þaulskipulagt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GENGIÐ 04.02.2011 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 214,0877 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,72 116,28 186,57 187,47 157,67 158,55 21,147 21,271 20,160 20,278 17,914 18,018 1,4173 1,4255 180,86 181,94 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR ®

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.