Fréttablaðið - 07.02.2011, Side 12
12 7. febrúar 2011 MÁNUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
HALLDÓR
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Lýðræði byggir á frjálsri miðlun upp-lýsinga. Vissulega er löggjöf hér á
landi sem verndar réttindi kvenna af
erlendum uppruna, og við getum verið
stolt af því að jafnrétti kynjanna er
lengra á veg komið á Íslandi en í mörgum
öðrum löndum. En lýðræðið bregst þegar
konur af erlendum uppruna fá ekki upp-
lýsingar um réttindi sín þegar þær flytja
til landsins.
Nýlega hafa komið í ljós mörg dæmi
um konur af erlendum uppruna sem hafa
orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka en vissu
ekki að til væru úrræði sem gætu gagn-
ast þeim. Margar þeirra eru hræddar
við að vera reknar úr landi ef þær skilja
við ofbeldisfullan maka. Það er mikið
áhyggjuefni í ljósi þess að konur af
erlendum uppruna eiga það sérstaklega
á hættu að verða fórnarlömb ofbeldis í
nánum samböndum, eins og upplýsingar
frá Kvennaathvarfinu sýna.
Velferðarráðuneytið á hrós skilið fyrir
að taka nýlega saman bæklinga sem
útskýra fyrir konum af erlendum upp-
runa hver réttindi þeirra eru og útlista
þá þjónustu sem er til staðar fyrir þær.
En hvers virði er það ef umræddar konur
vita ekki einu sinni af þessum upplýs-
ingum? Hafa ber í huga að allt of margar
konur af erlendum uppruna eru einangr-
aðar, tala ekki íslensku og mega ekki fara
út fyrir hússins dyr án leyfis maka síns.
Við megum ekki gera ráð fyrir því að
þessar konur sæki sér nauðsynlegar upp-
lýsingar og kynni sér löggjöf um réttindi
sín upp á eigin spýtur.
Löggjöf og upplýsingar eru ekki nóg.
Núverandi stjórnvöld beita sér kannski
meir fyrir jafnrétti kynjanna en tíðkast
hefur í sögu Íslands, en þau eiga að gera
meira til að tryggja að þær konur sem
hingað koma fái nauðsynlegar upplýsing-
ar um rétt sinn og stöðu. Lýðræði og upp-
lýsingar haldast í hendur, og það skiptir
sköpum í jafnréttismálum á Íslandi.
Þriðja flokks fólk?
Öðlingurinn
Paul Nikolov
nemi
Hafa ber í huga að allt of
margar konur af erlendum
uppruna eru einangraðar,
tala ekki íslensku og mega ekki fara út
fyrir hússins dyr án leyfis maka síns.
Leiðrétting frá ráðuneyti
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins, birti
grein í Morgunblaðinu í síðustu viku
um afstöðu sína til Icesave-málsins. Í
kjölfar birtingu greinarinnar sendi fjár-
málaráðuneytið frá sér athugasemd
þar sem rangfærsla í máli Sigmundar
var leiðrétt. Sigmundur
sagði heildsöluinnlán
Landsbankans ekki
teljast til forgangs-
krafna þegar slitastjórn
Landsbankans hefur
viðurkennt
forganginn.
Óvenjulegt
Íslensku ráðuneytin hafa hingað til
ekki lagt það í vana sinn að birta leið-
réttingar í hvert sinn sem þingmaður
fer með rangt mál. Enda ekki skrýtið,
þau kæmu sennilega fáu öðru í verk
ef þau gerðu tilraun til þess. Leiðrétt-
ingu fjármálaráðuneytis-
ins má því kannski telja
Sigmundi til hróss. Hann
þykir greinilega hafa
nægilega vigt í málinu til
að það þyki nauðsynlegt
að leiðrétta málflutn-
ing hans.
Ormur í eyrað
Bjarni Benediktsson þykir hafa styrkt
stöðu sína sem leiðtogi Sjálfstæðis-
manna með ákvörðun sinni varðandi
Icesave. Auðvelda ákvörðunin hefði
verið að leggjast áfram gegn samn-
ingaleið ríkisstjórnarinnar auk þess
sem ljóst mátti vera að áhrifamikil öfl
innan flokksins yrðu óánægð með
ákvörðunina. Bjarni hefur verið gagn-
rýndur fyrir að hlusta ekki á grasrótina
í flokknum þegar kemur að Icesave.
Því er kannski við hæfi að rifja
upp sígild ummæli Davíðs
Oddssonar á þann veg að þeir
sem hlusti of náið á grasrót-
ina eigi á hættu að fá orm í
eyrað. magnusl@frettabladid.isE
rna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar (SAF), vakti í síðustu viku hér í Fréttablaðinu
máls á fyrirvörum samtakanna við stefnu stjórnvalda
í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, þar sem
markmiðið er sagt vera að raska stuðningi við landbún-
aðinn sem allra minnst.
Erna benti þannig á að yrði ekki dregið úr hinum gífurlega háu
tollum, sem lagðir eru á erlendar búvörur, myndi matarverð ekkert
lækka. Engir tollar eru á viðskiptum með vörur á milli ríkja ESB. Í
kjölfar aðildar Svíþjóðar og Finnlands að sambandinu fyrir hálfum
öðrum áratug lækkaði matarverð umtalsvert. Lækkun matarverðs
er hagur greinar á borð við ferða-
þjónustuna, sem vill geta boðið
ferðamönnum upp á ódýrari mat
og er að sjálfsögðu einnig hagur
hins almenna neytanda.
Haraldur Benediktsson, for-
maður Bændasamtakanna, sagði
í Fréttablaðinu á laugardag að
tollverndin væri þvert á móti
hagsmunamál fyrir neytendur. Án hennar hefðu bændur og aðrir
aðilar á markaði hækkað verð til neytenda um sextíu prósent, í takt
við hækkanir á innfluttum vörum þegar krónan féll 2008.
Við þessa röksemdafærslu er eitt og annað að athuga. Haraldur
gefur sér væntanlega að ef ofurtollanna hefði ekki notið við, hefðu
erlendar búvörur náð hér umtalsverðri markaðshlutdeild og veitt
innlendri búvöru raunverulega samkeppni. Um leið og þær hefðu
hækkað í verði, hefði svigrúm innlendra framleiðenda til að hækka
verðið hjá sér aukizt. Þetta getur verið rétt, ef menn horfa á mjög
þröngan tímaramma, en um leið er þá horft framhjá þeim hag,
sem neytendur hefðu haft til lengri tíma af ódýrum innflutningi
og þeirri samkeppni, sem hann hefði veitt innlendri búvöru. Og
eins mætti segja að niðurfelling tolla nú gæti tekið til baka umtals-
verðan hluta þeirrar kjaraskerðingar, sem neytendur urðu fyrir
við fall krónunnar.
Staðreyndin er sú, að landbúnaðurinn er ofverndaðasta atvinnu-
grein landsins. Lítil sem engin samkeppni er á innanlandsmarkaði,
þar sem verðlagi er að hluta til stýrt af hinu opinbera, framleið-
endur skipta með sér markaðnum í huggulegheitum og margar
kynslóðir landbúnaðarráðherra hafa hunzað tilmæli samkeppnis-
yfirvalda um að samkeppnislög gildi um landbúnaðinn. Með
tollverndinni er síðan séð til þess að atvinnugreinin hefur enga
erlenda samkeppni heldur. Þær fáu búvörur, sem fluttar eru inn til
landsins, eru með tollum og fleiri viðskiptahindrunum gerðar svo
dýrar að þær eru fremur lúxusvara fyrir hina efnameiri en vara,
sem getur raunverulega keppt við innlendu framleiðsluna.
Ábendingar Ernu Hauksdóttur draga vel fram það sem flestir
ættu að geta talið sjálfsagt, að í aðildarviðræðunum við ESB geta
stjórnvöld ekki leyft sér að gæta þröngra hagsmuna landbúnaðar-
ins. Þau verða jafnframt að horfa á hag annarra greina, til dæmis
ferðaþjónustunnar, og auðvitað neytenda í landinu. Finnst ríkis-
stjórninni það annars ekki sjálfsagt?
Framkvæmdastjóri SAF bendir á að gæta þarf
fjölbreyttra hagsmuna í viðræðum við ESB.
Fá bændur
samkeppni?