Fréttablaðið - 07.02.2011, Side 8

Fréttablaðið - 07.02.2011, Side 8
 7. febrúar 2011 MÁNUDAGUR Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is AF VÖRUM Á MYNDABÓKAVEF25 afsláttur í febrúar Myndabók 21x21, 20bls 6.990kr með 25% afslætti 5.243kr Verð er gefið upp með vsk. og miðast við afhendingu hjá Odda Höfðabakka 7. Afsláttur gildir ekki með öðrum tilboðum. www oddi is Frummælendur Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri Eysteinn Eyjólfsson, upplýsingafulltrúi Hvaða tækifæri felast í ESB-aðild fyrir börn? Hádegisfundur Evrópuvaktar Samfylkingarinnar á Kaffi Sólon þriðjudaginn 8. febrúar kl. 12–13. xs.isAllir velkomnir Erindi á vegum Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa: Hafliði Sævarsson - Ísland og Kína: Uppbygging, umsvif og áherslur Miðvikudagur 9. febrúar kl. 12:00 Aðalbygging HÍ, st. 220 Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Fjallað verður um íslensk umsvif í Kína, þá uppbyggingu sem orðið hefur og líklegar áherslur þegar horft er fram á veginn Hafliði Sævarsson er menningar- og viðskiptafulltrúi íslenska sendiráðsins í Peking Kínversk fræði við HÁSKÓLA ÍSLANDS konfusius@hi.is | www.konfusius.hi.is Að venju verður kvikmyndasýning kl. 17:30 á fimmtudaginn: Venjuleg uppskerutíð úr heimildamydnaröðinni China Screen. Sjá nánar á www.konfusius.hi.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki UMHVERFISMÁL „Tillögunni er beint gegn starfsemi ORF Líf- tækni. Þetta eru kaldar kveðjur en við höfum ekki trú á að þessi tillaga verði samþykkt enda bygg- ir hún ekki á vísindalegum rökum heldur á hjávísindum, misskiln- ingi og dylgjum,“ segir dr. Björn Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni. Átta þingmenn þriggja stjórn- málaflokka hafa lagt fram þingsályktunar tillögu um að lögum og reglugerðum verði breytt í þeim tilgangi að banna útiræktun á erfðabreyttum líf- verum eigi síðar en 1. janúar 2012. ORF hefur um árabil stað- ið fyrir tilraunaræktun á erfða- breyttu byggi, samkvæmt leyfi frá Umhverfisstofnun. Leyfið var kært en það síðan staðfest af umhverfisráðherra fyrir skemmstu. Í greinargerð með tillögunni segir að í henni felist að ræktun á erfðabreyttum lífverum fari einungis fram inni í lokuðum gróðurhúsum eða tilraunastof- um. „Það má kannski segja að það sé ágætt að þessi tillaga komi fram þannig að vilji löggjafans varð- andi atvinnuuppbyggingu á þessu sviði komi skýrt fram, en það er sorglegt að hún komi fram núna í kjölfar mjög faglegs úrskurðar umhverfisráðherra sem ekki féllst á að fella bæri úr gildi leyfi okkar til akuryrkju í Gunnarsholti,“ segir Björn. Birni finnst ekki síst gagnrýni- vert að þingmennirnir átta undir- byggja þingsályktunartillögu sína rökum sem sett hafa verið fram í greinaskrifum þeirra sem enga sérfræðiþekkingu hafa á efninu. „Raunverulegir fræðimenn, meðal annars í ráðgjafanefnd um erfða- breyttar lífverur, hafa hins vegar komist að því að ekki felist hætta í ræktun erfðabreytts byggs á Íslandi. Umræddir þingmenn ættu að lesa þá umsögn,“ segir Björn. Í þingsályktunartillögunni segir að „afleiðingar erfðatækni séu enn sem komið er lítt þekktar“. Þetta er alrangt, segir Björn. „Mjög ítar- legar rannsóknir hafa farið fram á erfðabreyttum nytjaplöntum um allan heim án þess að nokkuð hafi komið fram sem bendi til nei- kvæðra áhrifa á umhverfið eða á heilsu manna.“ Evrópuráðið gaf nýlega út sam- antekt allra óháðra rannsókna á erfðabreyttum lífverum sem Evr- ópusambandið hefur kostað síð- ustu tíu ár. Niðurstaða þessara rannsókna er að ekkert bendi til þess að erfðabreyttar lífverur séu hættulegri umhverfinu eða heilsu manna en hefðbundnar nytjajurtir og lífverur, að sögn Björns. svavar@frettabladid.is Segja rök þingmanna byggð á vanþekkingu Framkvæmdastjóri ORF Líftækni furðar sig á þingsályktunartillögu átta þing- manna um að banna útiræktun á erfðabreyttum lífverum. Hún gangi þvert á úrskurð umhverfisráðherra um leyfi til ræktunar og vísindaleg rök. DR. BJÖRN ÖRVAR ORF Líftækni rekur hátæknigróðurhús í Grindavík og hyggur á frekari gróðurhúsaræktun auk uppbyggingar á úrvinnsluiðnaði í tengslum við akuryrkju. MYND/ORF Í þingsályktunartillögunni er fyrst og síðast vitnað til skrifa Dominique Plédel Jónsson og Söndru Best Jónsdóttur þegar kemur að rökum gegn útiræktun á erfðabreyttum lífverum. Forsvarsmenn ORF Líftækni hafa hins vegar hafnað þeim sama rökstuðningi alfarið eins og fram kemur í fréttinni, enda hafi Dominique og Sandra enga sérþekkingu á efninu. Eftirfarandi vildi Dominique koma á framfæri vegna málsins: ■ Þessi þingsályktunartillaga er hugrökk og þörf á meðan ekki er vitað meira um afleiðingar þess að rækta erfðabreyttar plöntur úti í náttúrunni – varúðar- reglan er ekki höfð að leiðarljósi í gegnum alþjóðasátt- mála út af engu. ■ Það þarf ekki að vera vísindamaður til að átta sig á, eins og milljónir manna í Evrópu og í vaxandi mæli í Bandaríkjunum, að útiræktun erfðabreyttra plantna hefur ekki sannað skaðleysi sitt. ■ Á Íslandi snýst málið um mun víðtækara við- fangsefni en að leyfa eða banna ORF að rækta úti eða ekki í tilraunaskyni (leyfi ORF rennur út 2013 þegar bannið á að taka gildi). ■ Vísindaleg rök en einnig samfélagsleg og siðferðisleg eru fyrir því að leyfa ekki útiræktun á meðan hlutlausar rannsóknir eru ekki fleiri en raun ber vitni. ■ Írland, Lúxemborg, Ungverjaland, Grikkland, Noregur, og að mestu leyti Frakkland, Ítalía og Þýskaland hafa bannað útiræktun erfðabreyttra plantna. ■ Ræktun erfðabreytts lyfjabyggs eða annarra plantna með háu verðgildi er best varin í hátæknigróðurhúsum þannig að ekki er verið að hefta þróun fyrirtækja á þessu sviði á Íslandi. ■ Viljum við sjá erfðabreytta repju eða kartöflur um allt land? Það er meira verðgildi í hreinni íslenskri fram- leiðslu þar sem framboð af slíkum afurðum á heims- markaði nær ekki að annast eftirspurn. Athugasemdir gagnrýnenda á útiræktun erfðabreyttra lífvera DOMINIQUE PLÉDEL JÓNSSON VIÐSKIPTI Búið er að gera upp í málum 24 fyrrverandi starfs- manna Kaupþings af þeim sextíu sem fengu lán til kaupa á hlutabréf- um bankans fyrir fall hans haustið 2008. Mörg þeirra mála sem út af standa eru í samningaferli. Slitastjórnin rifti um mitt síðasta ár ákvörðun stjórnar gamla Kaup- þings, sem felldi niður persónu- lega ábyrgð starfsmanna bankans vegna hlutabréfalána. Heildarfjár- hæð lána nam 32 milljörðum króna og voru 15 milljarðar með persónu- legri ábyrgð. Slitastjórn Kaupþings telur að tíu fyrrverandi lykilstjórn- endur bankans standi á bak við um 90 prósent lánanna. Málin sem búið er að semja um varða starfsfólk bankans sem var persónulega ábyrgt fyrir lántök- unni og þau tilvik sem lán höfðu verið færð inn í einkahlutafélög innan við sex mánuðum fyrir þrot bankans. Fólkinu var boðinn 65 prósenta afsláttur af kröfunni. Í sumum tilvikum var afslátturinn hærri. Stærstu málin sem varða háar lánveitingar til lykilstjórn- enda Kaupþings eru fyrir dómstól- um. Reiknað er með því að fyrstu dómarnir falli í mars eða apríl. - jab LYKILMENN Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri, flutti skuldir í einkahlutafélag árið 2006. Lán stjórnar- formannsins Sigurðar Einarssonar voru í hans eigin nafni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Niðurstaða í hlutabréfalánamálum fyrrverandi starfsmanna Kaupþings í apríl: Margir eru búnir að semja

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.