Fréttablaðið - 07.02.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.02.2011, Blaðsíða 10
10 7. febrúar 2011 MÁNUDAGUR KENNARI NÁMSKEIÐSINS, SIGURÐUR JÓNSSON, LÆRÐI LJÓSMYNDUN Í SCHOOL OF VISUAL ARTS Í NEW YORK OG ÖÐLAÐIST MEISTARARÉTTINDI Í LJÓSMYNDUN ÁRIÐ 1989. HANN HEFUR HALDIÐ NÁMSKEIÐ Í STAFRÆNNI MYNDVINNSLU FYRIR LJÓSMYNDARAFÉLAG ÍSLANDS, LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS, MARGMIÐLUNARSKÓLANN, IÐNSKÓLANN Í REYKJAVÍK OG NÚ Í 5 ÁR HJÁ NTV. FYRIR HVERJA? Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við grafík og stafræna myndvinnslu og vilja ná dýpri þekkingu og skilningi á nær óendan- legum möguleikum þessa flotta verkfæris. Námið er undirbúningur fyrir alþjóðlegt próf sem gefur gráðuna: Adobe Certified Expert. INNTÖKUSKILYRÐI Þeir sem ætla í þetta nám þurfa að hafa einhverja reynslu í Photoshop og undir- stöðuþekkingu á Windows umhverfinu. Einnig þarf góða enskukunnáttu þar sem flest námsgögn eru á ensku.KENNSLUTILHÖGUN Mánudaga og miðvikudaga 18-22. byrjar 21. feb. og lýkur 23. mar. NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI PHOTOSHOP EXPERT - ALVÖRU PHOTOSHOP NÁMSKEIÐ - PHOTOSHOP EXPERT Við hjá NTV leyfum okkur að fullyrða að þetta sé eina námskeiðið sem uppfylli kröfur þeirra sem einhverja reynslu hafa í Photoshop. Námskeiðið er yfirgripsmikið þar sem mikið er lagt upp úr þeim þætti sem snýr að eftirvinnslu s.s. litgreiningu, prófílum, upptöku aðgerða, skipulag, meðferð RAW skráa, og öllum þeim aðgerðum sem áður fyrr voru fram- kvæmdar í myrkrakompu. FÖSTUDAGSBÆNIR Íranskar konur koma saman til morgunbæna fyrir utan háskólann í Teheran. NORDICPHOTOS/AFP HJÁLPARSTARF Þróunarsamvinnu- stofnun Íslands (ÞSSÍ) undirbýr á þessu ári nýtt fimm ára verkefni í lýðheilsu með héraðsstjórn Mang- ochi í Malaví. Stefán Jón Hafstein, umdæmisstjóri ÞSSÍ í Malaví, segir hugmyndina þá að Rauði krossinn geti hugsanlega haft hlutverk í verkefninu. Í tilkynn- ingu ÞSSÍ er eftir honum haft að Rauði kross Íslands hafi um nokk- urra ára hríð starfað í Malaví og að reynslan af þeim verkefnum þyki góð. „Í síðustu viku fóru fram við- ræður milli fulltrúa frá íslenska Rauða krossinum og malavíska Rauða krossinum við umdæmis- stjóra ÞSSÍ í Malaví um slíkt sam- starf í Mangochi-héraði. Þórir Guðmundsson frá íslenska Rauða krossinum og Helen Dzoole frá malavíska Rauða krossinum fóru þá í vettvangsferð um Mangochi með Stefáni Jóni, sem sýndi þeim verkefni ÞSSÍ, auk þess sem þau ræddu við félagsmenn í RK í hér- aðinu,“ segir í tilkynningu ÞSSÍ. Ákveðið var að halda áfram við- ræðum um samstarf í tengslum við heilsugæsluverkefni ÞSSÍ í Mangochi. Skoðað var sjúkrahús í Monkey Bay sem Íslendingar byggðu og styrkja og heilsugæslu- stöðvar í sveitum, í Namkumbi og Chilonga, þar sem nú er lögð loka- hönd á nýja fæðingardeild sem ÞSSÍ byggir. - óká Í CHILONGA Stefán Jón Hafstein, umdæmisstjóri ÞSSÍ, og Helen Dzoole frá malavíska Rauða krossinum fyrir framan nýju fæðingardeildina. MYND/ÞÓRIR GUÐMUNDSSON Viðræður um samstarf í Malaví: Fimm ára verkefni á teikniborðinu Auglýsingasími WASHINGTON Ronalds Reagan var víða minnst í Bandaríkjunum í gær þegar hundrað ár voru liðin frá fæðingu hans. Reagan gegndi embætti forseta Bandaríkjanna frá 1981 til 1989 og er í dag í hópi vinsælustu forseta. Fjöldi sagnfræð- inga hefur við þessi tímamót fjallað um arfleifð Reagans en mörgum þykir sem sú ímynd sem haldið er uppi af Reagan í dag eigi ekki endilega við rök að styðjast. „Repúblikanar hafa búið til ímynd af Reagan á þá leið að hann hafi verið á móti hinu opinbera,“ segir sagnfræðingurinn Douglas Brinkley sem ritstýrði útgáfu á dagbókum Reagans. „Reag- an gerði frekar kröfu um hagkvæmni í rekstri ríkisins. Hann talaði aldrei um að leggja niður félagstryggingar eða draga verulega úr útgjöld- um til heilbrigðismála, hans barátta snerist um að draga úr útgjöldum,“ segir Brinkley. Reagan hóf þátttöku í stjórnmálum eftir far- sælan feril sem leikari í Hollywood og gegndi embætti ríkisstjóra í Kaliforníu áður en hann var kjörinn forseti. „Goðsögnin um Reagan er mjög einföld,“ segir blaðamaðurinn Will Bunch sem skrifað hefur bók um manninn. „Reagan var maður sem vann kalda stríðið, lækkaði skatta og bjargaði bandaríska hagkerfinu. Það gleymist hins vegar að hann hækkaði líka skatta og var tilbúinn til málamiðlunar væru menn honum ósammála.“ - mþl Hundrað ár frá fæðingu Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta: Goðsögn orðin til um Ronald Reagan RONALD REAGAN Reagan er meðal vinsælustu for- seta Bandaríkjanna en Obama, núverandi forseti, er í hópi þeirra sem hafa lofað hann á síðustu dögum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.