Fréttablaðið - 18.02.2011, Síða 6

Fréttablaðið - 18.02.2011, Síða 6
6 18. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 STRÁKAR! Konudagurinn er á sunnudaginn. Humar Þorskhnakkar 1.990 kr.kg Humarsoð 1.890 kr.kg (til að útbúa alvöru humarsúpu ) Koss á kinn 0 það er að segja frá konunni þinni kr.kg Opið laugardag 10-14.30 2.000 kr.kg Sanngirnisbætur Innköllun Í samræmi við ákvæði laga nr. 47/2010 um sanngirnisbætur fyr- ir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007 og tóku gildi hinn 28. maí 2010, hefur sýslumanninum á Siglufirði verið falið að gefa út innköllun, fara yfir kröfur og gera þeim sem eiga rétt á bótum skrifleg sáttaboð. Skal sýslumaður eftir því sem kostur er fjalla samtímis um allar kröfur er lúta að sama heimilinu. Á grundvelli þessa er nú kallað eftir kröfum frá þeim sem dvöldu á: Vistheimilinu Kumbaravogi Heyrnleysingjaskólanum Hér með er skorað á alla þá sem dvöldu á vistheimilinu Kumbara- vogi einhvern tíma á árabilinu 1965-1984 eða í Heyrnleysingja- skólanum einhvern tíma á árabilinu 1947-1992 og urðu þar fyrir illri meðferð eða ofbeldi sem olli varanlegum skaða, að lýsa kröfu um skaðabætur fyrir undirritaðri fyrir 20. maí 2011. Kröfu má lýsa á eyðublaði sem er að finna á vefnum www.sanngirnisbætur.is og hjá tengiliði vegna vistheimila. Allar kröfur skulu sendar sýslumanninum á Siglufirði, Gránugötu 4-6, 580 Siglufirði. Verði kröfu ekki lýst fyrir 20. maí 2011 fellur hún niður. Bent er á að unnt er að leita aðstoðar tengiliðar vegna vistheim- ila við framsetningu og skil á bótakröfu. Aðstoð tengiliðar er að kostnaðarlausu. Skrifstofa tengiliðar er að Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík. Sími tengiliðar er 545 9045. Siglufirði 3. febrúar 2011 Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður DÓMSMÁL Íslendingurinn í þriggja manna gerðardómi skilaði sér- atkvæði í máli Símans og franska fyrirtækisins Seamobile. Hans nið- urstaða var afgerandi: Engin rök stæðu til þess að dæma Símann til að greiða Seamobile 1,2 milljarða eins og hinir dómararnir töldu og varð niðurstaða dómsins. Málið snýst um samning sem Landssíminn gerði við fyrirtæk- ið Geolink árið 2003 um farsíma- þjónustu um borð í skemmtiferða- skipum og ferjum. Samkvæmt samningnum átti Geolink að koma búnaðinum upp og fá fimmt- án prósent hagnaðarins í staðinn. Seamobile keypti síðar Geolink. Síminn er nú með samning um þjónustu við nærri áttatíu slík skip í gegnum dótturfyrirtæki sitt On- Waves. Á háannatíma nýta 100 þúsund farþegar þjónustuna. Árið 2006 ákvað Síminn að segja upp samningnum við Geolink. Ástæða uppsagnarinnar var tækni- legir örðugleikar, sem gerðu það meðal annars að verkum að erfitt var að greina á milli símnotkun- ar á hafi úti og í landi og rukka í samræmi við það. Þrátt fyrir þetta sendi Geolink ítrekað reikninga, byggða á áætlunum, sem Síminn mat allt of háa. Við það töldu for- svarsmenn Símans að yrði ekki unað og sögðu samningnum upp. Síminn samdi í kjölfarið við On- Waves, dótturfyrirtæki sitt. Síðan hafa staðið deilur um málið fyrir dómstólum, sem að lokum enduðu fyrir gerðardómi í samræmi við upprunalegan samn- ing. Seamobile telur uppsögnina ólögmæta og að hún hafi valdið fyrirtækinu miklu tjóni. Í gerðardómnum sátu fulltrú- ar Símans og Seamobile og einn fulltrúi Alþjóðaviðskiptaráðsins. Fulltrúi Símans var hæstaréttar- lögmaðurinn Stefán Geir Þórðar- son. Í samningnum var kveðið á um að gerðar- dómurinn skyldi dæma eftir íslenskum lögum. Í vikunni ákvað dómurinn að Síminn skyldi greiða Seamobile 7,7 milljónir evra, jafnvirði 1,2 millj- arða króna, í bætur vegna uppsagn- arinnar. Stefán Geir var ósammála og skilaði sératkvæði. Niðurstað- an væri ekki í neinu samræmi við íslenska dóma- framkvæmd. Síminn hyggst reyna að koma í veg fyrir það að dómurinn verði aðfararhæfur hér á landi, að sögn Andra Árnasonar, lögmanns Sím- ans, enda sé talið að gerðardóm- urinn hafi farið langt út fyrir gerðarsamninginn í ákvörðun sinni. stigur@frettabladid.is Gerðardómur klofinn í sektarmáli Símans Þriggja manna gerðardómur hefur dæmt Símann til að greiða frönsku fyrirtæki 1,2 milljarða. Ástæðan er ólögmæt uppsögn á samningi um farsímaþjónustu í skemmtiferðaskipum. Íslendingurinn í dómnum komst að annarri niðurstöðu. ÓSÁTTIR Samningurinn snerist um farsímaþjónustu um borð í skemmtiferðaskipum. Símamenn eru ósáttir við dóminn og munu gera það sem þeir geta til að hann verði ekki aðfararhæfur á Íslandi. Síminn og Skipti hafa verið úrskurðuð brotleg í nokkrum málum að undan- förnu. ■ Í apríl í fyrra staðfesti áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurð Samkeppnis eftirlitsins þess efnis að Síminn hefði beitt lítið fjarskipta- fyrirtæki, TSC á Snæfellsnesi, viðskiptaþvingunum. Sektin var hins vegar lækkuð úr 150 milljónum í 50. ■ Í júlí í fyrra féllust Skipti, sem eiga Símann, á að greiða 400 milljónir króna í sekt fyrir ólögmætt samráð á farsímamarkaði. Tæknivör- ur, í eigu Skipta, og Hátækni áttu í samráðinu, en fyrirtækin eru helstu keppinautarnir í innflutningi á farsímum. ■ Í byrjun þessa árs kærði Persónuvernd Símann til lögreglu fyrir að nýta upplýsingar um viðskiptavini annarra símafyrir- tækja til að gera þeim tilboð. Síminn sektaður og brotlegur DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært fjóra menn fyrir skotárás á heimili í Ásgarði í Reykjavík á aðfangadag á síðasta ári. Að frum- kvæði eins þeirra fóru þeir að heim- ili manns sem þar bjó ásamt sam- býliskonu sinni og tveim ungum börnum. Mennirnir voru vopnað- ir haglabyssu. Þeir neituðu sök við þingfestingu málsins í gær. Í ákærunni segir að þeir hafi ætlað að brjóta sér leið inn í húsið og ráðast með ofbeldi á heimilis- föðurinn. Hafi tveir þeirra skotið hvor sínu skotinu í útidyrahurð á heimilinu. Einn fjórmenninganna stóð á verði og lét hina vita þegar hann sá til lögreglunnar á leið á vettvang. Þá flúðu mennirnir en náðust skömmu síðar. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa stofnað lífi og heilsu íbúa hússins í augljósan háska. Heimilisfaðirinn og sambýlis- kona hans gera hvort um sig einka- réttarkröfu á hendur fjórmenning- unum um miskabætur upp á 1,2 milljónir króna. Einn fjórmenninganna er jafn- framt ákærður fyrir að hafa kýlt lögreglumann í andlitið sama dag og árásin átti sér stað. Lögreglu- maðurinn fékk bæði sár og mar á nef. Síðastnefndi maðurinn er loks ákærður, ásamt manni sem ekki tók þátt í skotárásinni, fyrir rán í 11- 11 verslun í Skipholti í ágúst 2009, þar sem þeir ógnuðu grímuklæddir tveimur starfsmönnum verslunar- innar með hnífum og höfðu tíu þús- und krónur á brott með sér. Sjötti maðurinn er ákærður fyrir að hafa liðsinnt þeim við ránið með því að aka þeim á vettvang, vitandi að þeir ætluðu að fremja rán í versluninni. Hann beið meðan þeir rændu hana og ók þeim svo á brott. Kaupás gerir kröfu um að ráns- mennirnir greiði níu þúsund krónur í miskabætur. - jss BYSSUMAÐUR Einn byssumanna leiddur fyrir dómara. Hættubrot, tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og rán: Ákærðir fyrir skotárás, rán og ofbeldi Telurðu að forsetinn muni vísa Icesave-lögunum til þjóðarinnar? Já 48,7% Nei 51,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Þekkir þú konu sem hefur farið í brjóstastækkun? Segðu skoðun þína á visir.is IÐNAÐUR Tólf fyrirtæki með um 600 starfsmenn á Íslandi framleiða tölvuleiki og er ársvelta þeirra um tíu milljarðar króna. Þetta er meðal þess sem kom fram á menntadegi iðnaðarins í máli Ólafs Andra Ragnarssonar en hann er einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Betware. Betware var meðal annars útnefnt frumkvöðull ársins 2010 af Viðskiptablaðinu en í máli Ólafs kom fram að stafræna byltingin og netið hafa skapað ein- stök tækifæri fyrir leikjaframleiðendur hér á landi, sem séu stórhuga. Forsvarsmenn leikjaframleiðenda benda á að ef rétt verður að málum staðið megi ná því mark- miði árið 2021 að starfsmenn í íslenskum leikja- iðnaði verði um fimm þúsund og þeir skapi um sjö- tíu milljarða króna í útflutningsverðmæti. Ólafur Andri segir þó að til að ná þessu háleita markmiði þurfi rétt skilyrði og nefnir þar fyrst efnahagslegan stöðugleika. - shá Mikil tækifæri felast í tölvuleikjaiðnaði á Íslandi sem veltir þegar milljörðum: Um 600 manns í leikjasmíði EVE ONLINE Fyrirtækið CCP hefur þróað EVE Online, íslenskan fjölnotenda netspunaleik, sem hefur fyrir löngu tekið sér styrka stöðu á markaðnum. MYND/CCP KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.