Fréttablaðið - 18.02.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.02.2011, Blaðsíða 16
16 18. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 S kýrsla Barnaheilla um börn sem verða vitni að heimilis- ofbeldi í íslensku samfélagi er svo sannarlega svört. Svo virðist sem málefni þessara barna séu í einhvers konar svartholi sem verður til úr ófullnægjandi lög- gjöf, andvaraleysi fyrir því að þessi börn búa við mikla erfiðleika og vanlíðan, skorti á úrræðum og ófullnægjandi sam- ráði milli þeirra aðila sem koma að málefnum þessara barna. Talið er að minnsta kosti 2,5% íslenskra barna eða um 2.000 börn verði á ári hverju vitni að ofbeldi gegn móður sinni eða milli foreldra. Á þessi börn er þó ekki litið sem þolendur ofbeld- is. Samt er ljóst að barn sem verður vitni að ofbeldi, að ekki sé talað um barn sem býr við þann veruleika að þurfa að horfa upp á ofbeldi ítrekað á heimili sínu, sem einmitt á að vera því skjól, yfir langt tímabil og lifir við ógnina sem það veldur að geta hvenær sem er átt von á ofbeldinu, ber af því skaða. Enginn formlegur farvegur er til um málefni barna sem horfa upp á ofbeldi inni á heim- ili sínu, jafnvel þótt málefni brotaþolans, oftast móður, séu í far- vegi og hún fái formlega aðstoð við að vinna úr sínum málum. Í skýrslunni kalla Barnaheill – Save the Children eftir heild- stæðri stefnu í málefnum barna sem verða vitni að heimilis- ofbeldi. Teikn eru um að vitundarvakning eigi sér nú stað um stöðu þessara barna. Barnaverndarstofa hefur nýlega skipað starfshóp með fulltrúum barnaverndar og lögreglu og er mark- mið hans að gera verklagsreglur sem snúa að börnum í heimilis- ofbeldismálum. Sömuleiðis hefur verið kannað að stækka Barnahús til að geta boðið börnum sem búa við heimilisofbeldi áfallameðferð. Þegar hefur verið komið á fót hópmeðferð á vegum Barna- verndarstofu fyrir börn sem hafa búið við heimilisofbeldi en gera það ekki lengur. Þessi meðferð stendur þó ekki yngstu börnunum til boða og ekki heldur börnum sem ekki tala íslensku. Hafa verður í huga að aðeins eru fáeinir áratugir síðan ofbeldi innan veggja heimilis lá í algeru þagnargildi. Svo er ekki lengur og góðu heilli eiga konur sem við slíkt ofbeldi búa nú mun betri möguleika en áður var til að komast út úr aðstæðum sínum. Nú er sannarlega komið að því að gefa börnum sem hafa mátt horfa upp á ofbeldið gaum, hlusta á þau og veita þeim þá hjálp sem þau þurfa hvert og eitt á sínum forsendum. Þessi börn eru nefnilega líka þolendur ofbeldis, jafnvel þótt aldrei hafi verið lagðar á þau hendur. Það verður að búa til heildstæða stefnu um það hvernig tekið er á málum þessa barnahóps. Það verður að finna börn- in, hlusta á þau og tryggja þeim markviss úrræði til hjálpar. Sömuleiðis er brýnt að standa vörð um öryggi þeirra og vernd, líka þegar úrskurðað er í umgengnis- og forræðismálum þar sem heimilisofbeldi hefur átt sér stað. Málefni barna sem búa við heimilisofbeldi verða að komast upp úr svartholinu. HALLDÓR SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Þá myrkvast málið Vigdís Hauksdóttir lagði fyrir skemmstu fram mikla fyrirspurn á þingi til utanríkisráðherra um sendiráð. Ráðherrann hefur nú skilað skriflegu svari. Í því er margt fyndið, eins og þetta: „Sendiráð ESB fellur eins og önnur sendiráð undir Vínarsamninginn um stjórn- málasamband frá 18. apríl 1961. Spurning háttvirts fyrirspyrjanda lýtur að því hvort starfsemi umrædds sendiráðs sé í samræmi við „55. gr. Vínarsamningsins“. Þá myrkvast málið. Hvorki löglærðum embættis- mönnum ráðuneytisins né ráðherra hefur tekist að finna umrædda 55. grein í Vínarsamningnum um stjórn- málasamband. Fyrirspyrjandi hefur að líkindum farið samningavillt og er að vitna til 55. greinar í öðrum samn- ingi, sem líka er kenndur við Vín.“ Flís við rass Össur heldur áfram: „Fremur en vísa þessum hluta fyrirspurnar- innar til móðurhúsanna tekur ráðherra sér það bessaleyfi að byggja svar sitt á þeirri niður- stöðu.“ Hlutverk sendiráðs sé að efla vinsamleg samskipti, og einmitt það sé sendiráð ESB að gera. „Segja má á kjarnyrtri íslensku að sú starfsemi falli að e-lið 1. mgr. 3l gr. Vínarsamnings- ins eins og flís við rass.“ Skapandi túlkun Og hann klykkir út með þessu: „Í hröðum erli dags getur það hent bestu menn og konur að villast á samningum og ráðuneytið telur síður en svo eftir sér að beita skapandi túlkun til að greiða úr flækjum sem af því kunna að spinnast. Ráðuneytið hvetur þó til þess í fullri vinsemd að undirbúningur fyrirspurna sé vandaður til að greiða fyrir skjótum og skýrum svörum.“ Að lokum býður ráðherrann tæknilega ráðgjöf við fyrirspurnargerð. stigur@frettabladid.is Lengi vel hafa Íslendingar átt hauka í horni sem gjarnan hafa verið nefnd- ir Íslandsvinir. Sérstakir Íslandsóvinir eru þó mun áhugaverðara rannsóknarefni. Nægir þar að nefna Blefken, Kurt Wad- mark hinn sænska og auðvitað Gordon Brown. Þeir blikna þó í samanburði við hinn nýja óvætt, því nú hafa Íslendingar og reyndar nánast gjörvallt mannkyn eign- ast óvin sem ber ábyrgð á flestu því vol- æði sem menn geta yfirhöfuð haft orð á, bara nefna það. Þar er átt við gersveppinn Candida sem orsakar ekki aðeins talvanda- mál hjá fórnarlömbum sínum, heldur einn- ig stöðugar efasemdir, köfnunartilfinn- ingu, dökka bauga undir augum, mikla svitamyndun og sífelldar áhyggjur, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Um þetta má lesa á bók eftir Hallgrím Magnússon lækni. Bókin mun nú vera sú söluhæsta á landinu. Í sögu læknisfræðinnar má finna mýmörg dæmi um sölumenn sem boðað hafa allsherjarlausnir á vandamálum fólks. Þær lausnir eiga það sammerkt að vera einfaldar, en leysa fá vandamál nema e.t.v. fjárhagsvanda sölumannanna sjálfra. Í starfi mínu sem smitsjúkdómalæknir hef ég um 15 ára skeið fengist við að rannsaka og meðhöndla alvarlegar sveppasýkingar. Fullyrðingar um þátt sveppasýkinga í til- urð hinna fjölbreytilegustu vandamála bera í besta falli vott um fjörugt ímyndun- arafl, en í versta falli eru þær afvegaleið- andi og kostnaðarsamar fyrir lesandann. Allt er best í hófi og síst af öllu vil ég letja fólk til að huga að lífsstíl sínum og matar- æði eins og gert er í bókinni, en ráðlegg- ingar fagfólks sem kennir sig við læknis- fræði verða að byggja á staðreyndum. Á hinn bóginn er hugsanlegt að ég hafi rangt fyrir mér og munu þá 80-90% vanda- mála landsmanna jafnvel senn heyra for- tíðinni til. Ef svo er sakna ég þess að í bók- inni skuli ekki vera minnst á þátt Candida í fjármálakreppunni. Voru fjárglæfra- menn um víða veröld ef til vill handbendi gersveppanna þegar allt kemur til alls? Til hamingju með nýja óvininn Heilbrigðis- mál Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum á Landspítala Fullyrðingar um þátt sveppasýkinga í tilurð hinna fjölbreytilegustu vanda- mála bera í besta falli vott um fjörugt ímyndunarafl Ekki er litið á börn sem verða vitni að ofbeldi sem brotaþola. Gleymdu börnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.