Fréttablaðið - 18.02.2011, Qupperneq 18
18 18. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR
Undanfarið hefur verið fjallað nokkuð um aðstæður heimil-
isfólks á öldrunarheimilum, þar
sem við á Hrafnistuheimilunum
þremur höfum komið nokkuð við
sögu. Á Hrafnistu fylgjum við stíft
þeirri stefnu að viðhalda eins og
nokkur kostur er sjálfsákvörðun-
arrétt og valfrelsi heimilismanna.
Við leggjum áherslu á að hvorugt
þurfi að takmarkast á efri árum
þrátt fyrir heilsubrest og búsetu
á öldrunarheimili. Vegna þessa
höfum við, ásamt mörgum öðrum,
gagnrýnt stefnu stjórnvalda í mál-
efnum aldraðra fyrir þá tilhneig-
ingu að flokka gamalt fólk án tillits
til þeirra eigin vilja eða langana.
Einn heimilismaður okkar á
Hrafnistu í Hafnarfirði hefur
vakið athygli á að þrátt fyrir að
hafa lagt vel til hliðar á ævileið
sinni, hafi hann aðeins 65.000
krónur til ráðstöfunar í hverj-
um mánuði þegar ríkið hafi tekið
gjöld og skatta. Tek ég heils hugar
undir þessa gagnrýni. Í þessu
sambandi er þó rétt að árétta að
greiðslur heimilismanna til Hrafn-
istu eru alfarið og einhliða ákvarð-
aðar af ríkinu. Um þær hafa öldr-
unarheimilin ekkert að segja, en
er samt sem áður gert samkvæmt
reglugerð að innheimta greiðslurn-
ar fyrir Tryggingastofnun. Við þá
innheimtustarfsemi erum við afar
ósátt. Í fjölmiðlaumræðunni gætir
þess misskilnings jafnan að öldr-
unarheimili séu að soga fé af heim-
ilisfólki. Þar er einfaldlega verið
að hengja bakara fyrir smið.
Vikulegar baðferðir
Vikulegar baðferðir á öldrunar-
heimilum eru ekki nýjar af nálinni.
Fyrirkomulag um fasta baðdaga
hefur viðgengist á flestum öldrun-
arheimilum landsins, jafnvel ára-
tugum saman. Það er því engin ný
frétt fyrir þá sem hafa kynnt sér
málin, efni þeirra og ástæður. Ein
ástæðan er til að mynda sú að aldr-
aðir kjósa margir mjög fastmótaða
dagskrá í sínu daglega lífi. Þar er
tíðni baðferða á meðal, sem erfitt
getur reynst að breyta út af. Þetta
vita allir sem starfa að umönn-
unarmálum aldraðra. Þar með er
ekki sagt að heimilisfólk njóti ekki
hreinlætis og sé því ósnyrtilegt til
fara eins og skilja mætti á umræð-
unni. Starfsfólk á öldrunarheimil-
um leggur allan sinn metnað í að
aðstoða fólk með dagleg þrif kvölds
og morgna og eins oft og þess ger-
ist þörf. Auðvitað viljum við að
heimilisfólk okkar geti baðað sig
þegar það óskar þess sjálft og von-
andi verður það svo í nánustu fram-
tíð þegar okkur hefur verið tryggt
eðlilegt rekstrarumhverfi.
Hrafnistuheimilin hafa ekki átt
við mannekluvanda að stríða frá
vorinu 2008. Tíðni baðferða tengist
því ekki slíkum vandamálum. Hins
vegar er naumt skorinn stakkurinn
og það fjármagn sem ætlað er til
reksturs öldrunarheimila dugar
ekki fyrir þeirri mönnun sem þarf
til að geta veitt alla þá þjónustu
sem starfsmenn og stjórnendur
vildu svo gjarnan veita. Síendur-
tekinn niðurskurður leiðir eðli
máls samkvæmt til minni þjónustu.
Allra leiða er þó ávallt leitað til að
koma í veg fyrir að niðurskurður
hins opinbera bitni á grunnþjónust-
unni við heimilismenn.
Bættur aðbúnaður
Það er að sjálfsögðu sjálfsákvörð-
unarréttur hvers og eins og eigið
val, sem ræður á endanum hve-
nær farið er í bað, sturtu eða
sund. Það eru einmitt meginein-
kenni stefnu Hrafnistuheimil-
anna, þar sem minni einingar og
stærri persónulegri einkarými
gegna lykil hlutverki. Gott dæmi
um þetta er Hrafnista í Kópa-
vogi þar sem allir íbúar hafa rúm-
góð einbýli með eigin baðher-
bergi. Á Hrafnistu í Reykjavík,
hefur á undanförnum árum verið
unnið ötullega að uppbyggingu og
endurnýjun á herbergjum heimil-
ismanna í takt við kröfur nútím-
ans, með dyggri aðstoð frá Happ-
drætti DAS og Framkvæmdasjóði
aldraðra. Markmiðið er að koma
til móts við þessa nýju hugmynda-
fræði með niðurlagningu tvíbýla
og stækkun herbergja um helming.
Framkvæmdirnar munu kosta um
1,5 milljarða króna og lýkur innan
fárra ára ef allt gengur að óskum.
Sífelldur niðurskurður
Rekstur öldrunarheimila er erfið-
ur um þessar mundir vegna mik-
ils niðurskurðar á framlögum
frá hinu opinbera. Á Hrafnistu er
svo komið að þrátt fyrir rekstur
á þúsundum fermetra húsnæðis,
þar sem búa og starfa tæplega tvö
þúsund manns, er launakostnaður
um 80 prósent rekstrarkostnaðar.
Hrafnista hefur um langt árabil
kallað eftir þjónustusamningi við
ríkið, þar sem skilgreint sé fyrir
hvaða þjónustu ríkið vilji greiða og
fyrir hvaða þjónustu ríkið telji að
heimilisfólkið eigi að greiða sjálft
og milliliðalaust. Þær óskir hafa
enn engan árangur borið.
Velmegun okkar er öldruðum að
þakka
Þeir sem nú eru á efri árum, ekki
síst þeir sem nú eyða ævikvöld-
inu á öldrunarheimilum landsins,
komu Íslandi í hóp þeirra landa
þar sem lífskjörin eru hvað best.
Þessi kynslóð á skilið af okkur sem
yngri erum að við veitum þeim
þjónustu í hæsta gæðaflokki í sam-
ræmi við þarfir og vilja hvers og
eins. Á Hrafnistu höfum við hér
eftir sem hingað til gæði og öryggi
að leiðarljósi í þágu heimilisfólks.
Þrátt fyrir takmarkað fjármagn til
rekstrar vinnur starfsfólk heimil-
anna kraftaverk á hverjum degi.
Ég nýt þeirra forréttinda að starfa
með því fólki. Það væri óskandi að
stjórnvöld sæju sóma sinn með því
að tryggja öldruðum það ævikvöld
sem þeir eiga skilið.
Um valfrelsi einstaklinga og
aðbúnað á öldrunarheimilum
Aldraðir
Pétur
Magnússon
forstjóri
Hrafnistuheimilanna
Greiðslur heimilismanna til Hrafnistu
eru alfarið og einhliða ákvarðaðar af
ríkinu. Um þær hafa öldrunarheimilin
ekkert að segja
Skyldi einhver almennur kjósandi hafa borið vitni þegar Hæsti-
réttur tók fyrir kærur vegna fram-
kvæmda kosninga til stjórnlaga-
þings?
Hvað hefði ég sagt hefði ég borið
vitni? Ég hefði kannske byrjað á
að segja að ég hefði verið dálítið
spenntur áður en ég fór að kjósa
með konu minni á þessum hátíðar-
degi lýðræðisins. Við höfðum búið
okkur vel undir kosninguna, líklega
betur en fyrir flestar aðrar kosn-
ingar, reynt að setja okkur inn í
yfirlýsingar sem flestra frambjóð-
enda og gert lista yfir þá vænleg-
ustu að okkar mati. Listarnir voru
ekki alveg eins.
Á kjörstað var allt rólegt, engin
biðröð. Ekki varð ég var við að skil-
rúm milli kjörklefa væru of lág né
að neinn reyndi að kíkja á kjör-
seðil minn þegar ég stakk honum
ósamanbrotnum í kjörkassann,
enda erfitt að lesa fjögurra stafa
tölur með smáu letri úr fjarlægð.
Kannske hélt ég líka kjörseðlinum
að mér til öryggis.
Ekki tók ég eftir því hvort kjör-
kassinn væri úr pappa og þannig
úr garði gerður að hægt væri að
laumast í hann og stela seðlum. Það
getur líka verið býsna erfitt að opna
suma pappakassa eins og margir
kannast sjálfsagt við, varla á færi
annarra en þjálfaðra tollvarða.
Ég tók heldur ekki eftir því að
kjörseðlarnir væru í númeraröð,
hvað þá að einhver gæti skráð
númer kjörseðils míns. Í sem
stystu máli þá fannst mér fram-
kvæmd kosninganna hafa gengið
furðu vel.
Ég varð því leiður þegar ég frétti
að Hæstiréttur hefði ógilt kosning-
arnar, kosningar sem mér fannst
sýna styrk lýðræðisins.
Hefði ég borið vitni fyrir Hæsta-
rétti hefði ég kannske spurt í lokin
hvort ég mætti spyrja dómarana
tveggja spurninga. Sú fyrri hvort
þeir hefðu mætt á kjörstað, og ef
svo hvort þeir hefðu fundið eitt-
hvað athugavert við framkvæmd-
ina. En kannske hefði ég bara þurft
að spyrja einnar spurningar.
Vitni fyrir Hæstarétti
Stjórnlagaþing
Eggert
Briem
stærðfræðingur
Aðalfundur Bakkavör Group ehf. verður haldinn föstudaginn
25. febrúar nk. kl. 16:00 á Hótel Sögu, Hagatorgi, 107 Reykjavík.
Eftirtalin mál eru á dagskrá fundarins samkvæmt samþykktum félagsins:
1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið ár.
2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár, ásamt áritun endurskoðanda, lagður
fram til samþykktar.
3. Ákvörðun um greiðslu arðs og jöfnun taps fyrir síðastliðið reikningsár.
4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.
5. Kosning stjórnar félagsins samkvæmt 17. gr. samþykkta félagsins.
6. Kosning endurskoðunarfélags.
7. Tillögur stjórnar um starfskjarastefnu.
8. Önnur mál.
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja
frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis frá 18. febrúar 2011.
Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í
hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Sérstaklega er
bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn félagsins skulu
tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm
sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Upplýsingar um framboð til stjórnar
skulu vera aðgengilegar hluthöfum á skrifstofu félagsins eigi síðar en
tveimur dögum fyrir aðalfund.
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardaginn frá
kl. 14:00 á fundarstað. Athygli er vakin á að atkvæðisréttur miðast við
hlutaskrá að morgni 23. febrúar 2011.
Fundur hluthafa í B flokki
Boðað er til fundar hluthafa í B flokki hlutafjár félagsins sama dag.
Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu við Hagatorg og hefst kl. 15.
Fundarefnið er tilnefning stjórnarmanns hluthafa í B-flokki í stjórn
Bakkavör Group ehf. í samræmi við 17. gr. samþykkta félagsins. Athygli er
vakin á að atkvæðisréttur miðast við hlutaskrá að morgni 23. febrúar 2011.
Reykjavík 17. febrúar 2011
Stjórn Bakkavör Group ehf.
Aðalfundur Bakkavör Group ehf.