Fréttablaðið - 25.02.2011, Side 2

Fréttablaðið - 25.02.2011, Side 2
25. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR2 LÖGREGLUMÁL „Þetta mál hefði aldrei átt að koma til enda byggðist það á misskilningi,“ segir Haraldur I. Þórðarson sem íhugar nú að höfða skaðabótamál eða krefjast rann- sóknar á vinnubrögðum efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra. Haraldur var ásamt Friðjóni bróður sínum og þriðja aðila grun- aður um auðgunarbrot og brot á lögum um peningaþvætti. Málið kom upp eftir að um 250 milljóna króna millifærslur hjá Friðjóni og vini hans vöktu grunsemdir. Frið- jón vann þá hjá fjármálafyrirtæk- inu Virðingu og átti einkahlutafélag með Haraldi sem var í viðskiptum við Virðingu. Snemma við rannsókn málsins kom í ljós að ekki var tilefni til lög- reglurannsóknar. Haraldur telur að verulega hafi verið brotið gegn sér við meðferð ríkislögreglustjóra en honum var ekki gerð grein fyrir meintu sakar- efni fyrr en á síðari stigum rann- sóknar, sem stóð yfir í rúm tvö ár. Embættið tilkynnti honum bréfleið- is fyrir tæpum hálfum mánuði að rannsókn málsins hefði verið hætt. Það sama á við um aðra í málinu. „Ég hef beðið mikinn skaða af þessu ferli öllu. DV gekk mjög langt í ósmekklegum fullyrðingum í þessu máli og gerði sitt ýtrasta til að draga nafn föður míns heitins inn í málið. Ég íhuga nú að leita réttar míns,“ segir Haraldur en hann og Friðjón eru synir Þórðar Friðjóns- sonar, fyrrverandi forstjóra Kaup- hallarinnar, sem lést fyrir skömmu. - jab Ég hef beðið mikinn skaða af þessu ferli öllu. HARALDUR I. ÞÓRÐARSON Þorsteinn, er þetta ekki allt að fara í vaskinn hjá ykkur? „Nei, heldur betur ekki. Við þurfum fyrst að finna leirtauið.“ Sjónvarpsmaðurinn Þorsteinn Joð er að gera heimildarmynd um leitina að leirtauinu úr veitingastaðnum Iceland Food Center sem var rekinn í London á sjöunda áratugnum. VÍSINDI Notkun farsíma getur haft áhrif á heilastarfsemi, en þó hefur ekki verið sýnt fram á tengsl farsímanotkunar og auk- innar hættu á heilakrabbameini. Þetta kemur fram í nýjasta hefti fagtímaritsins JAMA en í bráðabirgðarannsókn banda- rískra vísindamanna sýnir að 50 mínútna símtal í farsíma hefur í för með sér aukna heilastarfsemi í nánd við símtækið. Vísindamennirnir segja að þessar niðurstöður sanni að far- símanotkun geti vissulega haft áhrif á heilastarfsemi, en frek- ari rannsókna sé þörf til að meta hvort áhrifin séu skaðleg. - þj Ný rannsókn á símnotkun: Farsímar hafa áhrif á heila SIGURSTRANGLEGUR Enda Kenny og flokkur hans eiga sigur vísan í þingkosn- ingunum á Írlandi. NORDICPHOTOS/AFP ÍRLAND Írar ganga til þingkosn- inga í dag, þar sem nær víst er að flokkurinn Fine Gael muni hrósa sigri og formaðurinn Enda Kenny verði forsætisráherra. Brian Cowen og mið-hægri- flokkur hans, Fianna Fail, hrökklaðist frá völdum á dög- unum eftir að efnahagur Írlands hrundi, og gefa skoðanakannanir til kynna að flokkurinn muni tapa að minnsta kosti 40 þingsætum. Fine Gael er ekki talinn munu stýra af leið sem þegar hefur verið tekin, það er að ríkið ábyrg- ist skuldir fjármálafyrirtækja og taki við lánum frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum og ESB. - þj Kosið á Írlandi: Kenny líklegur sigurvegari VIÐURKENNING Alþjóðleg ráðstefna hófst í gær þar sem rætt er um hvernig reka má golfvelli út frá sjónarmiði umhverfisverndar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UMHVERFISMÁL Svandís Svavars- dóttir umhverfisráðherra tók í gær við viðurkenningarskjali fyrir hönd Golfsambands Íslands úr hendi Jonathans Smith, fram- kvæmdastjóra Golf Environment Organization þar sem kemur fram að Ísland er fyrsta landið þar sem allir golfklúbbar viðkomandi lands hafa tekið þátt í umhverfisverkefni samtakanna. Viðurkenningin undirstrikar mikilvægi þess að umhverfismál og sjálfbærni séu forgangsmál við uppbyggingu sem og rekstur íþróttamannvirkja á Íslandi. - shá GSÍ fær viðurkenningu: Íslenskir vellir í fremstu röð DÓMSMÁL Hæstiréttur ógilti í gær sýknudóm yfir Hauki Haralds- syni, fyrrverandi starfsmanni Landsbankans, sem ákærður var fyrir að hafa dregið sér 118 millj- ónir í starfi sem framkvæmda- stjóri hjá Landsbankanum. Haukur hafði verið sakaður um að hafa fært 118 milljón- ir yfir á eigin reikning daginn sem skilanefnd tók Landsbank- ann yfir. 21. apríl í fyrra sýknaði Héraðsdómur Reykjavikur Hauk af ákæru um fjárdrátt. Ríkis- saksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur komst svo að þeirri niðurstöðu í gær að héraðsdómur hefði ekki fellt dóm á málið með tilliti til allra gagna sem fyrir honum lágu. Fyrir rétti bar Haukur meðal ann- ars að hann hefði millifært féð til að tryggja að það g l at að i s t ek k i eftir að ljóst varð að Landsbankinn stefndi í gjaldþrot. Hann hafi ekki reynt að gera það með leynd. Hæstiréttur seg i r að héraðs- dómur hafi ekki getað dreg- ið einhlítar ályktanir um sak- leysi Hauks af þeirri staðreynd að hann hefði ekki reynt að millifæra féð með leynd, enda hefði verið óhjákvæmilegt fyrir hann að fá atbeina ann- ars innan Landsbankans til að millifæra féð. Þá telur Hæstiréttur að óþarfi hafi verið að millifæra féð til að bjarga því eftir að neyðar- lögin voru sett 6. október síðastliðinn. Hæstirétt- ur ómerkti því dóminn og vísaði málinu til meðferð- ar í hér- aðsdómi á ný. - jhh Ógilti sýknu héraðsdóms yfir fyrrverandi framkvæmdastjóra Landsbankans: Tók ekki tillit til allra gagna BESSASTAÐIR Forseti Íslands mun afhenda Benedikt páfa sextánda styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur í Vatíkaninu í næstu viku. Þetta er afsteypa af verki Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og syni hennar, Snorra Þorfinnssyni, sem talinn er fyrsta barnið sem kristin kona fæddi í Ameríku. Forsetinn segir að ákvörðun páfans að þiggja styttuna sé sögu- leg tímamót. Þar með viðurkenni páfagarður formlega að Kristófer Kólumbus hafi ekki verið fyrsti kristni maðurinn í Ameríku. Gefur styttu af Guðríði: Söguleg viður- kenning páfa BRETLAND, AP „Þetta kemur ekki á óvart, en er rangt engu að síður,“ sagði Julian Assange, stofnandi Wikileaks, eftir að dómari í Lond- on hafði fallist á framsalsbeiðni Svía, þar sem lögreglan vill yfir- heyra hann vegna ásakana um kynferðisbrot. Breski dómarinn sagði litla hættu á að Assange yrði framseld- ur frá Svíþjóð til Bandaríkjanna, en samþykki breskra dómstóla þyrfti áður en af því yrði. Assange ætlar að áfrýja dómn- um, en Björn Hurtig, lögmaður hans í Svíþjóð, sagðist sannfærður um að Assange eigi góða mögu- leika á að verða laus alla mála. - gb Framsal samþykkt: Assange ósáttur við úrskurðinn STJÓRNMÁL Fulltrúar allra þing- flokka nema Sjálfstæðisflokks- ins í starfshópi forsætisráðherra leggja til að ekki verði kosið til stjórnlagaþings að nýju heldur verði 25 efstu mönnum í ógildu kosningunni á dögunum boðið að taka sæti í stjórnlagaráði. Meirihluti starfshópsins segir að sú leið að Alþingi skipi þá 25 einstaklinga sem hlutu kosn- ingu til stjórnlagaþings til setu í stjórnlagaráði með áþekkt hlut- verk og stjórnlagaþing sé einföld og kosti minnst miðað við aðra möguleika. „Forsenda þessarar leiðar er það mat að þrátt fyrir þá ann- marka sem Hæstiréttur telur að hafi verið á framkvæmd kosning- anna þá verði lýðræðislegt umboð þeirra fulltrúa sem náðu kjöri í kosningunum í reynd ekki dregið í efa með gildum rökum enda lúti annmarkarnir sem Hæstiréttur bendir á að formgöllum við fram- kvæmd kosningarinnar sem hafi einungis fræðilega geta valdið því að unnt hefði verið að rjúfa leynd yfir því hvernig einstakir kjós- endur vörðu atkvæði sínu,“ segir meirihluti starfshópsins. Hann mynduðu Álfheiður Ingadóttir frá VG, Birgitta Jónsdóttir úr Hreyf- ingunni, Höskuldur Þórhallsson úr Framsóknarflokki og Valgerð- ur Bjarnadóttir frá Samfylking- unni auk formannsins Ágústs Geirs Ágústssonar sem skipaður var af forsætisráðherra. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins ætla flestir hinna 25 sem efstir urðu að þiggja skipan í stjórnlagaráð. Hópurinn hittist á fundi í dag. Gísli Tryggvason segir mikilvægt að óvissunni sé aflétt. „Mín áhersla er og hefur verið sú að þjóðin fái að segja sitt álit á væntanlegri niðurstöðu stjórn- lagaráðsins áður en Alþingi fær hana til afgreiðslu,“ segir Gísli. Í minnihlutaál it i Birgis Ármannssonar, fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, segir að eftir klúður við framkvæmd kosninga til stjórnlagaþings eigi ekki að halda áfram með hugmyndir um ráðgefandi stjórnlagaþing. Vinna eigi að endurskoðun stjórnar- skrárinnar undir forræði Alþing- is. „Sá kostur að berja í bresti þess ferlis, sem þegar hefur að verulegu leyti runnið út í sandinn með óafturkræfum hætti, er hins vegar ekki tækur,“ segir Birgir sem kveður skipun stjórnlagaráðs með áðurnefndum 25 einstakling- um vera „tilraun til að víkja sér undan niðurstöðu Hæstaréttar og því ekki tæk leið í stöðunni“. Þá ítrekar Birgir að samkvæmt gildandi stjórnlögum Íslands sé það hlutverk Alþingis að fjalla um og taka afstöðu til breytinga á stjórnarskrá. „Undan þeirri ábyrgð má Alþingi ekki að víkja sér,“ segir í greinargerð Birgis Ármannssonar. gar@frettabladid.is Þau sem voru kosin sitji í stjórnlagaráði Starfshópur alþingismanna vill skipa 25 efstu menn í ógildum kosningum til stjórnlagaþings í ráðgefandi stjórnlagaráð. Þeir ætla langflestir að þiggja skipun í ráðið. Sjálfstæðismenn vilja að Alþingi sjálft endurskoði stjórnarskrána. Í RÁÐ EN EKKI Á ÞING Þeir sem voru efstir í ógildum kosningum til stjórnlagaþings fá nú tækifæri til að setjast í stjórnlagaráð í staðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BIRGIR ÁRMANNSSON VALGERÐUR BJARNADÓTTIR ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR HÖSKULDUR ÞÓRHALLSSON BIRGITTA JÓNSDÓTTIR Sonur fyrrverandi forstjóra Kauphallarinnar íhugar málssókn vegna skrifa DV: Lágu undir grun í rúm tvö ár HAUKUR HARALDSSON Er sakaður um að hafa fært 118 milljónir yfir á eigin reikning daginn sem skilanefnd Landsbankans tók bankann yfir. SPURNING DAGSINS  ms.is Ostur eins og krakkar vilja hafa hann

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.