Fréttablaðið - 25.02.2011, Side 6

Fréttablaðið - 25.02.2011, Side 6
25. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR6 DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur dæmt Andra Vilhelm Guðmundsson, 24 ára, í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir lífshættu- lega líkamsárás í Hafnarstræti að morgni nýársdags. Andri er fund- inn sekur um að hafa sparkað í mann svo hann féll niður stein- tröppur og síðan ítrekað traðkað á og sparkað í höfuð hans. Andri og þolandinn sögðust hvor- ugur muna atburði morgunsins að neinu ráði við skýrslutökur. Niður- staðan byggir því fyrst og fremst á samhljóða framburði þriggja hlutlausra vitna að árásinni. Þrjú vitni til viðbótar sögðu fórnarlambið einfaldlega hafa fallið niður tröppurnar og slasast. Þau voru öll tengd Andra og fram- burðurinn auk þess reikull og ólík- ur. Því var lítið sem ekkert mark tekið á þeim. Andri er dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu eina milljón í skaðabætur. Andri Vilhelm hlaut í nóvem- ber síðastliðnum tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir tvær alvar- legar líkamsárásir, rán og frelsis- sviptingu. Hann hafði ekki hafið afplánun þess dóms á nýársnótt. - sh LÍBÍA, AP Múammar Gaddafí segir að Osama bin Laden standi á bak við uppreisnina gegn sér í Líbíu. Ungt fólk sé platað með vímuefn- um til þess að taka þátt í „eyðilegg- ingu og skemmdarverkum“. Megnið af Líbíu virtist í gær komið í hendur stjórnarandstæð- inga, sem fögnuðu ákaft þrátt fyrir harða bardaga í grennd við höfuðborgina Trípólí. Höfuðborgin sjálf var enn undir stjórn Gaddafís og liðsmanna hans. Hersveitir Gaddafís beittu fullu afli gegn uppreisnarmönnum í gær, réðust meðal annars á mosku þar sem hópur fólks var í setu- verkfalli gegn stjórn Gaddafís. Einnig urðu átök á flugvelli sem stjórnarandstæðingar höfðu náð á sitt vald. Fullyrt var að fimmtán manns hefðu látið lífið í þessum átökum. Alls er talið að hundruð manna hafi fallið í átökunum undanfarna daga, en utanríkisráðherra Ítalíu hefur sagst halda að fjöldi látinna sé kominn yfir þúsund. Í höfuðborginni hafa borist fregnir af því að hersveitir, skipað- ar bæði heimamönnum og erlend- um málamiðlum, fari með vopnum um götur og skjóti handahófskennt út í loftið. Tugir manna eru sagðir hafa látið lífið þar fyrr í vikunni þegar skotið var á mótmælendur. Herinn er einnig sagður hafa gert árásir á íbúðarhús víðs vegar um borgina og tekið fólk höndum. Stjórnarandstæðingar eru sagðir hafa lokað einhverjum hverfum borgarinnar með götuvígjum, en hafi hægt um sig innan hverfanna. „Nú er tími leynilegra ógnar- verka og leynilegra handtaka. Þeir fara hús úr húsi og útrýma and- stæðingum stjórnarinnar þannig,“ sagði einn íbúi í borginni. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa gagnrýnt hæg og dræm viðbrögð Sameinuðu þjóð- anna og annarra alþjóðastofnana. „Amnesty International telur að Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna verði tafarlaust að koma á vopnasölubanni til Líbíu sem og að frysta eignir Gaddafís og helstu ráðgjafa hans innan hers og örygg- issveita,“ segir í yfirlýsingu frá Amnesty. Svissnesk stjórnvöld skýrðu frá því í gær að þau hefðu fryst allar eigur sem Gaddafí og félagar hans kunni að eiga í svissneskum fjár- málafyrirtækjum. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna kom einnig saman í gær til að ræða refsiaðgerðir. gudsteinn@frettabladid.is Amnesty International telur að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verði tafarlaust að koma á vopna- sölubanni til Libíu. ÚR YFIRLÝSINGU AMNESTY sex saman í p akka ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 4 58 61 0 4 /0 9 STJÓRNSÝSLA Fjármálaráðuneytið hefur lagt fram á vef sínum svo- kallaðar örkynningar á meginhug- tökum, stærðum og spám í efna- hagsmálum. Er markmiðið að veita almenn- ingi kost á aðgengilegu efni um helstu atriði sem varða efnahags- líf þjóðarinnar og þróun efnahags- mála í kjölfar setningu neyðar- laganna í október 2008. Kynningarnar eru þrjár. Kynn- ingarefnin eru hagvöxtur og lands- framleiðsla, verðbólga og vextir og viðskipti við útlönd. - bþs Helstu hugtök efnahagsmála: Örkynningar fyrir almenning Harðir bardagar í grennd við Trípolí Gaddafí og liðsmenn hans höfðu höfuðborgina Trípolí enn á valdi sínu í gær, en harðir bardagar voru í grennd við höfuðborgina. Gaddafí kennir Osama bin Laden um uppreisnina. Amnesty International gagnrýnir alþjóðasamfélagið. YFIRGEFIÐ FLUGSKEYTI Geitur í grennd við Tobruk láta sér fátt um flugskeytið finnast, sem hefur staðið þarna án eftirlits síðan uppreisnarmenn réðust á herstöðina fyrr í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP Olíuverð í nýjar hæðir Olíuverð hefur hækkað hratt vegna ólgunnar í Líbíu. Þrjú olíufélög, Total, Repsol og ENI, hafa að hluta hætt fram leiðslu í Líbíu. 120 100 80 60 40 20 0 F M A M J J A S O N D J F 2010 2011 24. feb. 2011: 116$ Feb 2010: 74,31$ Brent-hráolía Verð á tunnu Heimild: Digital Look © Graphic News Dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að sparka ítrekað í höfuð manns: Þungur dómur fyrir árás á nýársdag Á að taka málskotsréttinn af forseta Íslands? JÁ 24,7% NEI 75,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Nægir að láta stjórnlagaráð koma í stað stjórnlagaþings? Segðu skoðun þína á visir.is DÓMSMÁL Pálmi Haraldsson hefur skilað yfirlýsingu til dómstóls- ins í New York í máli slitastjórn- ar Glitnis gegn sjö fyrrverandi stjórnendum bankans. Sjömenn- ingarnir hafa allir skilað inn yfir- lýsingum og því uppfyllt þær kröfur sem dómstóllinn setti. Dómarinn í Glitnis-málinu í New York vísaði málinu upphaf- lega frá á þeirri forsendu að þeir hinir stefndu gæfu yfirlýsingar um að dómur í málinu á Íslandi væri aðfararhæfur í New York. Skilyrðið var að allir hinna stefndu myndu skila slíkum yfirlýsingum. Haft var eftir Steinunni Guð- bjartsdóttur, formanni slitastjórn- ar Glitnis, í Fréttablaðinu í gær að málið hefði verið tekið upp að nýju þar sem Hannes Smárason og Pálmi höfðu ekki skilað inn yfir- lýsingunum í tíma. Í fyrrakvöld var yfirlýsingu Hannesar þó að finna á heimasíðu dómstólsins. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að reiði og gremju gætti í garð Pálma og Hannesar meðal annarra stefndu í málinu þar sem þeir skil- uðu ekki yfirlýsingunum á réttum tíma. Litið væri svo á að allir hinir stefndu væri dregnir inn í málið á ný vegna klúðurs þeirra tveggja. Steinunn Guðbjartsdóttir vildi ekki tjá sig við fréttastofu Stöðv- ar 2 í gær um það hvort frávísunin stæði. Hún hefði ekki séð yfirlýs- ingar þeirra Pálma og Hannesar og að slitastjórnin þyrfti að ráð- færa sig við lögmenn sína í Banda- ríkjunum um næstu skref. Hinir stefndu, auk Hannesar og Pálma, eru Jón Ásgeir Jóhannes- son, Ingibjörg S. Pálmadóttir, Jón Sigurðsson, Þorsteinn M. Jónsson og Lárus Welding. - kh, þþ Óvíst hver næstu skref í máli gegn fyrrverandi stjórnendum Glitnis verða: Pálmi og Hannes búnir að skila Þolandinn hlaut mikinn skaða af árásinni. Fyrir dómi lýsti hann því að hann hefði átt erfitt með að hreyfa hendur og fætur, minni hans væri lélegt og hann talaði bjagað. Hann sagðist einungis vera með hálfa sjón á öðru auga, stöðugan höfuðverk og ætti erfitt með svefn. Hann hefur verið í endurhæfingu á Grensás- deild Landspítalans en í niðurstöðu dómsins segir að líklega hafi hann orðið fyrir varanlegum skaða. Varanlegur skaði PÁLMI HARALDSSON Hann skilaði í gær yfirlýsingu, sem slitastjórn Glitnis hefur beðið eftir, til dómstólsins í New York. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.