Fréttablaðið - 25.02.2011, Page 12

Fréttablaðið - 25.02.2011, Page 12
25. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR12 N ýlega kíkti ég í blöð frá þeim tíma þegar aðalbygging gamla Landspít- alans var opnuð á sínum tíma og þá sagði málsmetandi fólk að húsið væri allt of stórt og það tækist aldrei að fylla það,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. „En eins og þá byggir framkvæmd- in núna á brýnni þörf. Húsnæðið sem við rekum spítalann í í dag er gamaldags og virkar ekki lengur í nútíma spítalarekstri. Við munum ná hagkvæmari rekstri og skjól- stæðingum okkar mun líða miklu mun betur en í dag. Gagnrýnin hefur verið ómarkviss og þar hefur ekki verið byggt á þeim gögnum sem hafa legið fyrir. Þær hafa þó verið kynntar sérstaklega.“ En er ekki eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af því að þetta verði dýr- ara en fullyrt hefur verið? Sagan segir okkur að stórar framkvæmdir á Íslandi reynast oft dýrari en upp- haflega var gert ráð fyrir? „Jú, það er mjög skiljanlegt. Það er hins vegar ekkert sem bendir til þess að þessi framkvæmd sé á leið úr böndunum. Það var ákveðið fyrir tveimur vikum að fá erlend- an aðila til að fara í gegnum kostn- aðaráætlun verkefnisins enn og aftur. Og við teljum, þrátt fyrir nokkur fjárútlát, nauðsynlegt að fá utanaðkomandi aðila til að sann- reyna alla útreikninga núna þegar hönnun er að ljúka.“ Sparar stórfé Hverju skilar nýr spítali í hag- kvæmari rekstri? „Nýr spítali mun spara okkur um tvo milljarða á ári en við hagrædd- um í rekstri á síðasta ári fyrir um 3,3 milljarða. Þetta eru háar tölur en það má líta á þessa framkvæmd frá öðrum sjónarhóli. Þessi áfangi sem við erum að ráðast í kostar um fjörutíu milljarða. Það er kostnað- urinn við rekstur Landspítalans í eitt ár. Í því samhengi er þetta ekki óyfirstíganlegt því í þessari tölu er allt; steypan, tækin, hönnunin, vegirnir. Allt.“ Hver verður munurinn á veru á nýja spítalanum samanborið við að liggja inni á spítalanum núna? „Við erum með herbergi sem taka allt upp í sex manns. Fólki líður ekki vel undir slíkum kringum- stæðum. Það er ónæði og fólk sefur illa. Höfum hugfast að fólk er mjög veikt sem liggur á spítölum í dag. Upplifunin af nýja spítalanum verður að þar er einbýli fyrir alla. Ein aðalbreytingin er að við verð- um ekki að færa sjúklinga á milli deilda útaf breytingum á þjónustu- stigi. Sjúklingurinn fær sitt her- bergi og vonandi náum við að veita alla þjónustu þar. Hugsunin er að hver og einn geti verið nær sínum nánustu á erfiðum tímum, sýking- arhætta verði minnkuð verulega en það er einn aðaláhættuþátturinn á sjúkrahúsum í dag. Fólk heldur sinni reisn, til dæmis verður það úr sögunni að konur og karlar deili stofu. Þetta snýr líka að starfsfólk- inu því þetta mun gjörbylta vinnu- aðstöðu. Húsið er hannað fyrir nútíma læknisfræði. Í dag erum við að nota sendiferðabíla til að ferja fólk og búnað á milli húsa. Þetta er auðvitað ekki boðlegt.“ Varðandi öryggi spítalans. Hvað viltu segja um tortryggni í garð upplýsingagjafar Landspítalans? „Þar er alltaf erfitt að svara fólki sem tortryggir okkar störf. En við erum undir stöðugu eftirliti og allar tölur um dauðsföll á spítalan- um, öryggi og einstök atvik fara til Landlæknis. Ég held að það megi ekki gleyma því að frá því að ég tók við höfum við lagt allt á borðið. Ég veit ekki til þess að aðrar opinberar stofnanir séu jafn duglegar við að gefa slíkar upplýsingar. Það þarf mikla tortryggni til að halda því fram að við fölsum tölur eða upp- lýsingar um okkar störf. Við lítum á upplýsingagjöf sem tæki til að þjóðfélagið geti veitt okkur aðhald. Hins vegar má líka segja að and- inn í þjóðfélaginu einkennist af tor- tryggni. En við tökum ekki þátt í neinum feluleik og það er ekkert sem við látum ekki frá okkur.“ Kallar eftir nýsköpun Landspítalinn er vettvangur rann- sókna og kennslu. Hvað breytist á þeim vettvangi? „Kennsluhlutinn er mjög stór hér á spítalanum og ellefu hundruð nemendur fara í gegnum spítalann á hverju ári. Við berum ábyrgð á því að mennta upp komandi kyn- slóðir þeirra og sjá til þess að við- halda heilbrigðiskerfinu. Rann- sóknarhlutinn hefur verið mjög sterkur. Við erum í fremstu röð í heiminum í framleiðslu á rit- rýndum greinum. Spítalinn á hlut í fjörutíu prósentum af þessum fræðaverkum. Núna er að koma út skýrsla á vegum norræna ráðherra- ráðsins um gæði þeirra rannsókna sem gerðar eru á háskólasjúkrahús- unum. Þar er skoðað hversu oft er vitnað til fræðigreina af öðrum sér- fræðingum. Þar er Landspítalinn í fyrsta sæti, og það er ekki reiknað út frá höfðatölu. Á eftir okkur koma Karólínska sjúkrahúsið í Svíþjóð og Rikshospitalet í Kaupmannahöfn en Karólínska er á lista yfir fimmtíu bestu sjúkrahús í heimi. Þetta er auðvitað ekki allt unnið inni á spít- alanum og má nefna samstarf við Íslenska erfðagreiningu sem hefur gefið okkur mikið.“ Hvaða möguleikar eru til að auka rannsóknir? „Þrátt fyrir margar rannsóknir af miklum gæðum þá vantar að mínu viti að þær gefi af sér meiri nýsköpun. Við höfum ekki verið nægilega vakandi fyrir að koma okkur upp einkaleyfum, til dæmis. Möguleikarnir felast í því að breyta kúltúrnum. Einn af styrk- leikum Íslands eru rannsóknir á heilbrigðissviði og þar eru gríðar- legir nýsköpunarmöguleikar. Þetta er hluti af okkar framtíðarsýn um nýja spítalann og við erum nú þegar að þróa vinnufyrirkomulag sem á að nýtast okkur í framtíðinni. Það þýðir ekkert að ætla að breyta öllu daginn sem við flytjum. Það er útilokað og við verðum vel undirbú- in. Ég held að við séum komin vel á veg með að nútímavæða Landspít- alann og nálgast þau vinnubrögð sem viðgangast annars staðar.“ Illa farið með fjármuni Með þessu ertu í raun að segja að það hafi verið mikið að rekstri spítalans lengi vel, er það ekki? „Ég tel augljóst að við vorum ekki á réttri leið. Það verður að horfa á það að þessi stofnun varð til við sameiningu tveggja spítala fyrir rúmum áratug. Við vorum búin að ná vissri samþættingu en næsta skref var ekki búið að taka.“ Kreppan hefur varpað ljósi á nýtingu fjármuna og margt bend- ir til að illa hafi verið farið með fé. Hver er þín skoðun? „Já, það hníga rök að því. Það verður samt að halda því til haga að kreppa gefur skilning á því að fara út í erfiðar aðgerðir. Starfs- fólkið tók á sig byrðar vegna þess að það vissi að annað var ekki hægt. Það var ekki val um annað en að snúa dæminu við og fólkið vann að þessum breytingum sjálft. Kreppan hefur breytt spítalanum þannig að við nýtum fjármagn miklu betur. Ég held að það séu margir hlutir sem hafa ekki batn- að; það verður að koma í ljós hvort þeir hafa orðið verri. Ég held að það hafi náðst að halda í horfinu, og það er afrek að mínu viti.“ Hvernig er fyrir menntaðan bæklunarskurðlækni að sitja í þessum stól og hvaða þýðingu hefur það fyrir reksturinn að læknir en ekki rekstrarmaður gegni starfinu? „Þetta er tvíþætt spurning. Á Norðurlöndunum og víða í Banda- ríkjunum eru menntaðir læknar aftur að setjast í þessa stóla og það hefur reynst vel að velja þá sem leiðtoga. Á bestu sjúkrahús- unum í Bandaríkjunum koma for- stjórarnir af gólfinu og vita um hvað þeir eru að tala og þurfa ekki ráðgjafa til að segja þeim hvað er að gerast á spítalanum. Hvað mig varðar persónulega þá datt ég inn í þetta vegna áhuga á stjórnunarstörfum og fékk þjálf- un í Svíþjóð. Þar þurfti ég að taka ákvörðun um það hvort ég ætlaði að einbeita mér að rannsóknum eða einbeita mér að stjórnun. Mér finnst gaman að laga það sem ég sé að ekki virkar. Kannski kemur eitthvað af minni menntun sem skurðlæknir inn í það.“ Þú hefur töluverð samskipti við þann heilbrigðisráðherra sem situr á hverjum tíma. Hvað getur þú sagt um þau samskipti? „Það sem skiptir mestu máli er að stjórnvöld komi sér upp heild- stæðri stefnu og láti stjórnendur síðan um að útfæra þær hugmynd- ir. Ef ráðherra ætlar að setja eigin fingraför á reksturinn þá er auðvi- tað ekki gott að þeir komi og fari með fárra mánaða millibili eins og raunin hefur orðið. Ég hef reynslu af fjórum ráðherrum. Þeirra afskipti, og ég nefni ekki nöfn, hafa verið frá því að hafa sama og engin afskipti í það að hafa áhuga á því hvar vaskar eru staðsettir inni á spítalanum.“ Framtíðarsýn Hvað getur þú sagt um þennan tíma sem liðinn er og hver er þín framtíðarsýn fyrir spítalann? „Ég viðurkenni það fúslega að þegar ég tók við þessu starfi þá bjóst ég við hinu versta. Sá ótti var ástæðulaus. Það er vonandi merki um að ég hafi náð árangri. Það dettur engum í hug að fullyrða að ekki megi gagnrýna mín verk. Það er ekki hægt á tímum sem þessum að komast hjá því að taka rangar ákvarðanir og aðrar erfiðar sem eru gagnrýniverðar. En ég vona svo sannarlega að það erfiðasta sé að baki. Ég vil ekki standa í þeim sporum að taka ákvarðanir um hvaða þjónustu við getum veitt og hvað þarf að leggja af. Framtíðar- sýnin er að aðlagast nýjum vinnu- aðferðum sem henta glæsilegum nýjum spítala, og verða betri. Þannig getum við aukið við okkar þjónustu og gefið fagfólkinu hér tækifæri til að vaxa.“ Föstudagsviðtaliðföstuda gur Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, um gagnrýni á uppbyggingu við Hringbraut og erfi ðan niðurskurð Vonar að tími niðurskurðar sé að baki Björn Zoëga hefur axlað þá ábyrgð að skera niður í rekstri Landspítalans með eftirtektarverðum árangri. Hann undrast gagnrýni á byggingu nýs spítala og kallar eftir því að menn kynni sér fyrirliggjandi gögn, eins og Svavar Hávarðsson komst að. FRAMTÍÐIN Björn hefur þurft að taka margar óvinsælar og erfiðar ákvarðanir á stuttum tíma. Hann bindur miklar vonir við nýjan spítala sem senn rís á Hringbrautarreitnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA - fæddur í Reykjavík 26. apríl 1964 Fjölskylda Kvæntur Hörpu Árnadóttur, starfandi myndlistarmanni. Börn: Árni Bergur, Jón Gunnar, Guðrún Lilja, Una Sigrún og Sigurbjörn. Menntun Háskóli Íslands 1984-1990, MD. Sérfræðimenntun í bæklunarskurðlækn- ingum, Borgarspítala 1991-1993 og við Sahlgrenska háskólasjúkrahúsið í Gautaborg 1993-1996. Med.dr. (PhD) frá Gautaborgarháskóla 1998. Starfsferill Yfirlæknir við hryggjarskurðdeild Sahlgrenska háskólasjúkrahússins í Gautaborg, 1999 til 2002. Settur yfirlæknir bæklunarskurðlækningadeildar LSH, 2003 til 2005. Sviðsstjóri lækninga Skurðlækningasviðs LSH, 2005 til 2007. Starfandi framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, 2007 til 2008. Starfandi forstjóri Landspítala ásamt Önnu Stefánsdóttur, 2008 til 2009. Framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, 2009. Starfandi forstjóri Landspítalans, 2009. Skipaður forstjóri Landspítalans 9.september 2010. Björn Zoëga – stiklað á stóru

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.