Fréttablaðið - 25.02.2011, Side 17

Fréttablaðið - 25.02.2011, Side 17
FÖSTUDAGUR 25. febrúar 2011 SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Ein rökin gegn lögfestingu skyldunotkunar á reiðhjóla- hjálmum hafa verið að hjólreiðar eru ekki hættulegri en til dæmis ganga, þannig að alveg eins mætti skylda gangandi vegfarendur til að klæðast höfuðhjálmum. Af fenginni reynslu ber að var- ast að ota slíkum absúrdisma að, því einhver gæti tekið hugmynd- inni fagnandi. Og viti menn: Í frumvarpi til umferðarlaga sem nú liggur fyrir þinginu er í fúl- ustu alvöru lagt til að ráðherra verði heimilt að setja reglugerð um hlífðar- og öryggisbúnað allra óvarinna vegfarenda. Með öðrum orðum er lagt til að ráðherra geti skyldað gangandi vegfarendur til að klæðast hjálmum, legghlíf- um og endurskinsvestum, með einfaldri reglugerð. Þessi heimild hvílir á hæpnum forsendum. Frumorsök þess að gangandi og hjólandi vegfarendur slasast og deyja í umferðinni er að bílar keyra á þá. Frumorsökin er ekki það að þeir séu dökk- klæddir, hjálmlausir og utan við sig. Samt er alltaf allt gert til að skella skuldinni á slys mjúkra vegfarenda á þá sjálfa og skylda þá til að dúða sig upp í skær hlífðarföt svo ökumenn sjái þá. Þrátt fyrir það sem reynt hefur verið að hamra á er ábatinn af notkun reiðhjólahjálma takmark- aður. Nýsjálendingar innleiddu hjálmaskyldu á tíunda áratug seinustu aldar og þrátt fyrir að hjálmanotkun hafi farið úr engu í ekkert fækkaði slysum á hjól- reiðamönnum óverulega, auk þess sem sama fækkun varð meðal annarra vegfarenda. Með öðrum orðum er ekki hægt að fullyrða að hjálmaskylda í Nýja-Sjálandi hafi fækkað slysum á hjólreiðafólki. Á hinn bóginn fækkaði þeim sem hjóluðu. Á þeim áratug sem lögin tóku gildi fækkaði ferðalög- um á reiðhjólum í Nýja-Sjálandi um fjórðung. Ekki er hægt að fullyrða með vissu að hjálmalög- unum hafi þar einum verið um að kenna en ýmislegt styður þá til- gátu. Þau lönd í Evrópu þar sem flestir hjóla, Danmörk og Hol- land, eru þau lönd þar sem hvað fæstir nota hjálma. Þess má líka geta að þessi lönd eru þau örugg- ustu í heimi til að hjóla í. Nýsjá- lenskir hjólreiðamenn eru tvisv- ar til þrisvar sinnum líklegri til að slasast en þeir dönsku. Margt bendir nefnilega til að besta öryggisaðgerð í þágu gangandi og hjólandi sé fjölgun þeirra. Eftir því sem fleiri hjóla, aka færri, og þeir ökumenn eru þá vanari hjólum í umferðinni. Hjálmaskyldur og aðrar aðgerðir sem minna fólk á hætturnar við það að labba eða hjóla geta þannig dregið úr umferðaröryggi. Hjálmar og vesti gera hjól- reiðar óþægilegri. Ef menn þurfa að klæðast hallærislegum fötum og bera með sér egg- laga frauðköggul hvert sem þeir fara minnkar það líkur á að venjulegt fólk fari að hjóla. Fólk í Kaupmannahöfn hjólar eins og það kemur út úr húsi. Þar má sjá málaðar skinkur og bankakarla á reiðhjólum. Ekki bara einhverja útlaga í spandexgöllum. Stundum heyrist í þessari umræðu sú skoðun að það sé kannski allt í lagi að setja í lög ákvæði um hjálma og endur- skinsmerki án refsingarákvæða. Undar leg hugsun. Menn setja ekki á sig bílbelti af ótta við sektina. Langflest fólk er löghlýðið. Lang- flest fólk mun því frekar velja að sleppa göngu- eða hjólatúrnum ef það er ekki með hjálm við hönd- ina, fremur en að brjóta lög. Síðan er það auðvitað svo að lög geta hafa áhrif á bótastöðu slasaðra. Sé keyrt á gangandi vegfar- anda á gangbraut er auðveldara að sanna að hann hafi ekki verið með endurskinsmerki heldur en að sanna að bílnum hafi verið ekið of hratt. Íþyngjandi reglu- gerðir um fatnað gangandi og hjólandi vegfarenda geta því haft áhrif á réttarstöðu þessa fólks, þegar það verður fyrir slysum. Ef það eykur öryggistilfinn- ingu fólks að nota hjálm eða vesti þá er það besta mál og ég hvet engan til að hætta því. Stjórn- völd eiga hins vegar að láta af löggjafartilburðum sem festa í sessi ímynd heilbrigðra sam- göngumáta sem hættulegrar iðju, sérstaklega þar sem rannsóknir benda ekki til þess að hjálma- og endurskinsmerkjaskylda myndi fækka slysum á fólki. Hún mun hins vegar fækka þeim sem labba og hjóla. Það væri vont. Í labbitúr með hjálm? Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Ef menn þurfa að klæðast hallæris- legum fötum og bera með sér egglaga frauðköggul hvert sem þeir fara þá minnkar það líkur á að venjulegt fólk fari að hjóla ÁST OG STRÍÐ www.forlagid.is „Djörf, djúpvitur g næm frásögn ..o PEOPLE MAGAZINE FRUMÚTGÁFAÍ KILJU STERK VERÐLAUNABÓK UM UNGAR ÁSTIR OG LÍFSBARÁTTU Í HEIMI Á HELJARÞRÖM 2010 1. SÆTI 5. ÁRIÐ Í RÖÐ BYGGINGAVÖRUVERSLANIR Þökkum traustið Íslenska ánægjuvogin er félag, sem Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Capacent Gallup standa að hvað varðar þátttöku í Evrópsku ánægjuvoginni. Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkrum öðrum þáttum, sem hafa áhrif á hana, s.s. ímynd, mat á gæðum, og tryggð viðskiptavina. S T J Ó R N V Í S I

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.