Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.02.2011, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 25.02.2011, Qupperneq 24
2 föstudagur 25. febrúar núna ✽Dekraðu þig Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 blogg vikunnar ORKUGEFANDI GOTT RAKAKREM frá Biotherm sem verndar húðina, veitir henni raka og vinnur jafnframt gegn þreytumerkjum. Kremið inniheldur náttúruleg efni og fyllir húðina af orku. Val vikunnar Sænska bloggsíðan Nike väljer hefur ekkert með íþróttavörufram- leiðandann Nike að gera heldur velur Nike Felldin vikulega fallegar fatasamsetningar og birtir þær svo á netinu. Viku- valið fylgir yfirleitt ein- hvers konar heildar- þema á borð við hvítan lit, afrískt safarí og þar fram eftir götunum. Skemmtileg síða til að detta inn á. Www. rodeo.net/nikevaljer. Danir leggja línurnar Blogggið www.anywho.dk er stór- skemmtilegt danskt blogg sem haldið er úti af þremur vinkonum sem allar eiga það sameiginlegt að starfa innan tískubransans. Stúlk- urnar eru Ingrid, sem starf- ar sem fyrirsæta með- fram námi, Elise, sem er hönnuður, og Steph- anie, sem vinnur sem stílisti og hönnuður. Skyldulesning fyrir alla þá sem elska skandi- navíska tísku! S ýning færeyska fatamerkisins bAR- BARA í gONGINI á tískuvikunni í Kaupmannahöfn þótti sérstaklega flott og vel heppnuð. Merkið hefur haft aðsetur í Kaupmannahöfn undanfarin ár og er hönnun þess nokkuð vinsæl meðal Dana. Flíkur bARBÖRU í gONGINI þykja þægilegar og sérstakar enda eru snið- in skemmtilega öðruvísi. Tískuverslunin GK Reykjavík hefur nýverið tekið að selja hönnun bARBÖRU í gONGINI og ætti það að vera mikið fagnaðarefni fyrir áhuga- fólk um skandinavíska hönnun. Ása Ninna Pétursdóttir rekur GK Reykjavík ásamt sambýlismanni sínum, Guðmundi Hallgrímssyni, og segir hönn- un bARBÖRU í gONGINI vera mjög fallega og þægilega. „Mér finnst hönnun hennar bæði mjög skemmtileg og svo er hún líka sérstaklega þægileg og góð. Línan sem við erum með til sölu hjá okkur nefn- ist Black og hún er aðeins hefðbundnari en önnur og dýrari lína sem hún gerir.“ Fyrstu flíkurnar voru teknar upp úr köss- unum í byrjun vikunnar og er önnur sending væntanleg í næstu viku. - sm Hönnun Barböru í Gongini fæst loks á Íslandi: Skemmtilega öðruvísi Færeysk framúrstefna Ása Ninna Pétursdóttir, annar eigenda GK Reykja- vík, segir hönnun Barböru í Gongini vera þægilega og skemmtilega. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Á sgrímur Már Friðriksson fatahönnuður er farinn að hanna undir eigin nafni og vinnur nú bæði að karla- og kvenfatnaði undir heitinu Ási of Iceland. Ásgrímur Már hannaði lengi fyrir E-label og sló hönnun hans í gegn hér heima enda þóttu flík- urnar bæði þægilegar og flottar. Nýja línan er að hans sögn ólík því sem hann hefur áður gert og er bæði litaglaðari og mýkri. „Í kven- línunni er ég að einbeita mér að litum og handgerðum silkiblóm- um. Ætli línan sé ekki einhvers konar blanda af Púertó Ríkó á tí- unda áratugnum og Maríu Anton- íettu,“ útskýrir Ásgrímur. Hann hyggst einnig senda frá sér kar- lalínu innan skamms og mun hún innihalda klassískan klæðskera- sniðinn fatnað með nútímalegu yfirbragði. „Mér fannst vanta meira úrval af fatnaði fyrir stráka og mig langar svolítið að einbeita mér að þeirri línu og hafa hana jafnvel stærri en kvenfatalínuna. Stráka- fötin verða samt með svolitlu „uni- sex“ sniði svo að bæði kynin ættu að geta gengið í sumum flíkunum.“ Aðspurður segir Ásgrímur Már það ekki vandræðalaust að vera sjálfs síns herra. „Áður var ég að hanna fyrir aðra og þurfti því að fylgja ákveðinni stefnu en nú getur maður gert hvað sem er og þá getur verið erfitt að festa sig við eitthvað heildstætt,“ segir hann og hlær. Ásgrímur stefnir á að senda frá sér tvær línur árlega héðan í frá bæði í kven- og karlfatnaði. „Planið er að koma þessu á almennilegt ról núna og vera síðan duglegur í að fylgja því eftir.“ Hönnun Ási of Iceland fæst í versluninni Kiosk við Laugaveg 65. - sm Ásgrímur Már Friðriksson sendir frá sér eigin fatalínu: SUÐRÆN MARÍA ANTONÍETTA Eigin herra Ásgrímur Már Friðriksson hefur sent frá sér sína fyrstu línu sem hann hannar undir eigin nafni, Ási of Iceland. Línan inniheldur bæði kven- og karlfatnað og stefnir á að senda frá sér tvær línur á ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vörurnar frá franska snyrtivöruframleiðandanum L‘Occitane eru hver annarri yndislegri. Nú hefur bæst við ný plómublómalína sem inniheldur meðal ann- ars sturtusápu, ilmvatn og rjómakenndan varagljáa með örlitlum lit. Að auki ilma vörurnar ómótstæðilega enda innihalda þær allar plómublómaseyði. Ný vorlína frá L‘Occitane: Plómur og vorkoma

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.