Fréttablaðið - 25.02.2011, Síða 28

Fréttablaðið - 25.02.2011, Síða 28
6 föstudagur 25. febrúar F yrstu helgina í næsta mánuði, nánar tiltekið dagana 4. til 6. mars, verður a lþ jóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave haldin á Grundar- firði í fjórða sinn. Hitann og þung- ann af skipulagningu hátíðarinn- ar ber kvikmyndagerðarmaðurinn Dögg Mósesdóttir, en hún setti Northern Wave á fót í samvinnu við Menningarsjóð Vesturlands á sínum tíma og gegnir í senn hlut- verki framkvæmdastjóra og tals- manns og sér um að velja mynd- ir á hátíðina úr fjölda umsókna. Aðspurð viðurkennir Dögg að töluvert álag fylgi skipulagningu Northern Wave. Hátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg ár frá ári, nýir dagskrárliðir bæst við og gestum fjölgað til muna, en Dögg sinnir því starfi samhliða fullri vinnu sem klippari á Skjá Einum og fleiri verkefnum sem tengj- ast kvikmyndagerð. Hún segir þó víðsfjarri sér að kvarta yfir press- unni sem þessu fylgir, enda fái hún ómælda ánægju út úr því að sjá hátíðina vaxa og dafna. „Ég horfi á um 150 myndir á hverju ári og af þeim vel ég svo um sextíu sem sýndar verða á há- tíðinni. Stundum horfi ég á allt að tíu myndir á kvöldi eftir vinnu, en þetta eru stuttmyndir og því tekur það styttri tíma en ætla mætti að renna í gegnum þenn- an fjölda. Eina vesenið er að þurfa að standa upp og skipta um disk í DVD-tækinu,“ segir hún og bætir við að eftir fjögur ár sé hún komin í nokkuð góða þjálfun varðandi alla skipulagningu. „Ég fæ líka mjög mikla og góða hjálp víða að. Judith, vinkona mín frá Spáni, kemur á hverju ári og aðstoðar mig og svo er líka gott að hafa fólk á Grundarfirði til að redda ýmsum hlutum. Starfs- fólk bæjarskrifstofunnar er mjög hjálplegt og svo búa foreldrar mínir þarna líka. Pabbi er á fullu í skipulagningunni, svo ekki sé minnst á þau fjölmörgu fyrirtæki og einstaklinga á Grundarfirði sem leggja í púkkið.“ SPENNANDI HEIÐURSGESTUR Northern Wave verður með nokk- uð öðru sniði nú en endranær, en í ár verða í fyrsta sinn veitt verð- laun fyrir bestu íslensku stutt- myndina, auk þess að verðlauna bestu alþjóðlegu stuttmyndina og besta íslenska tónlistarmynd- bandið. Tónlistarvefsíðan Gogoyoko sér um tilnefningar til besta tón- listarmyndbandsins og er einnig meðal þeirra sem gefa verðlaun- in í þeim flokki. Dögg segir gríð- arlega grósku hafa verið í gerð tónlistarmyndbanda hér á landi á síðasta árinu eða svo. „Það voru ekki nærri svona mörg tónlistarmyndbönd sem kepptu á síðasta ári. Kannski er skýringin sú að margir hafa fjár- fest í góðum vélum sem gerir það hægt um vik að framleiða rosa- lega flott myndbönd. Leynt og ljóst er eitt af markmiðum hátíð- arinnar að koma á sambandi milli mismunandi listageira, til dæmis tónlistarmanna og kvikmynda- gerðarmanna, til að þeir kynnist sín á milli, vinni saman og við- haldi þessari miklu grósku.“ Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er enginn annar en franski leik- stjórinn Romain Garvas, sem hefur unnið með fjöldanum öllum af þekktum tónlistarmönn- um og leikstýrði meðal annars einu umdeildasta myndbandi síð- asta árs við lagið Born Free með söngkonunni M.I.A. Auk þess að taka sæti í tónlistarmyndbanda- keppninni verður brot úr nýjustu mynd Garvas, Our Day Will Come með franska leikaranum Vin- cent Cassel í aðalhlutverki, sýnt á hátíðinni. Á laugardagskvöld- inu verður einnig sýnd heimildar- mynd í leikstjórn Garvas um tón- leikaferðalag hljómsveitarinnar Justice um Bandaríkin. Dögg er himinlifandi með heimsókn Garvas á Northern Wave. „Þeir sem senda myndir inn í keppnina frá löndum víðs vegar um heim velja oft og tíðum Ís- land vegna þess að þá langar til að heimsækja einhvern framandi og heillandi stað. Hið sama á við um heiðursgestina, en þeir lifa sig ávallt vel inn í stemninguna á há- tíðinni, kíkja á tónleika, fá sér bjór með gestunum og þar fram eftir götunum. Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndagerðarkona og Sigurð- ur Pálsson rithöfundur eru bæði í dómnefnd og þau hafa gjarnan tekið að sér að lóðsa heiðursgest- ina um bæinn, sem hefur gefist mjög vel. Garvas er ungur og upp- rennandi leikstjóri sem mikils er vænst af. Það er mjög mikilvægt að hæfileikaríkt kvikmyndagerð- arfólk myndi tengsl við landið, sem mögulega skilar sér svo í því að hér verði gerðar fleiri myndir í framtíðinni. Þetta er mikil land- kynning,“ segir Dögg. Á SJÓINN EFTIR STÚDENTINN Sjálf ólst Dögg upp á Grundar- firði fram til sextán ára aldurs, þegar hún flutti á mölina og hóf nám við Verslunarskóla Íslands. Í Ég ætlaði að koma heim í góð- ærið en svo hvarf það stuttu síðar. Harðdugleg Dögg Mósesdóttir kvikmyndagerðarkona stendur að baki stuttmyndahátíðinni Northern Wave sem fram fer á Grundarfirði fyrstu helgina í mars. Um sextíu stuttmyndir, tónleikar og fiskisúpuát er meðal þess sem stendur gestum alþjóðlegu kvik- myndahátíðarinnar Northern Wave á Grundarfirði til boða um aðra helgi. Dögg Mósesdóttir, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar, segir mikla landkynn- ingu felast í hátíðinni. Viðtal: Kjartan Guðmundsson Ljósmyndir: Valgarður Gíslason MYNDAR TENGSL MILLI LISTAGEIRA SALON REYK JAVÍK = VERTU VELKOMIN SALON REYKJAVÍK GRANDAGARÐUR 5 1 0 1 R E Y K J A V Í K SÍMI : 56 85 305 O P N U N A R T Í M A R VIRKA DAGA: 9 - 18 LAUGARDAGA 9 - 13 SALON REYKJAVÍK BÝÐUR UPP Á NÝJA NATURA KERATIN SLÉTTUNARMEÐFERÐ SEM GEFUR MJÚKT, SLÉTT, HEILBRIGÐT, FALLEGT OG GLANSANDI HÁR.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.