Fréttablaðið - 25.02.2011, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 25.02.2011, Blaðsíða 29
25. febrúar föstudagur 7 marmarahöllinni, eins og sá skóli er oft kallaður, entist hún þó ekki nema í tvö ár. „Þegar ég var sextán ára ætl- aði ég að verða rík, en sautján ára gömul var ég orðin ákveðin í því að verða fátækur listamað- ur,“ segir hún og hlær. „Ég var dá- lítill uppreisnarseggur sem ung- lingur, en vildi líka sýna fólkinu á Grundarfirði að ég gæti samt staðið mig í námi og þess vegna fór ég í Versló, sem ég hélt þá að væri besti skólinn. Það tók mig ekki langan tíma að uppgötva að ég passaði engan veginn inn í Versló. Ég þarf alltaf að vera að gera eitthvað skapandi og skipti þess vegna yfir í MH, þar sem allt skrýtna fólkið var.“ Eftir stúdentspróf, einn vetur sem skiptinemi í Ekvador og ýmis störf á Grundarfirði, meðal annars nokkra túra á togara, hélt Dögg svo til Barcelona í kvikmynda- skóla. Þar dvaldi hún við nám og störf í ein fimm ár og kynntist þar eiginmanni sínum, Daniel Schrei- ber, sem hún flutti með til Íslands jólin 2007. „Ég ætlaði að koma heim í góð- ærið en svo bara hvarf það stuttu síðar,“ segir Dögg, en hún lét efnahagsvandræðin þó ekki aftra sér frá því að ráðast í skipulagn- ingu Northern Wave-hátíðarinnar stuttu eftir heimkomuna. SYSTIR ÞINGMANNS VG Hún segir Grundarfjörð hafa verið mikið vígi Sjálfstæðisflokksins í uppvexti sínum. Báðir foreldr- ar hennar eru sjálfstæðismenn, en þeirri hollustu er ekki fyrir að fara hjá Dögg og systur hennar Lilju Mósesdóttur, hagfræðingi og þingmanni Vinstri grænna. „Mig grunar þó að mamma sé ekki alveg jafn mikil sjálfstæðis- manneskja eftir hrunið en pabbi, sem er einn eigenda sjávarútvegs- fyrirtækisins G. RUN á Grundar- firði, er harður stuðningsmaður flokksins. Hann styður Lilju syst- ur þó í einu og öllu og þau ræða stjórnmál mikið sín á milli. Pabbi vill bara hafa gott fólk í pólitík. Honum fannst samt erfitt að vera staddur í svona „kommakoti“ eins og hann kallaði það þegar Lilja stóð í sinni kosningabaráttu og faldi sig alltaf á bak við staur þegar myndavélar voru nálægt,“ segir Dögg og skellir upp úr. Hún bætir við að sjálf sé hún fremur vinstrisinnuð en geti vel skilið hugsunarhátt foreldra sinna. „Eigendur G. RUN byggðu sitt fyrirtæki upp frá rótum, að mestu leyti án hjálpar frá yfir- völdum, og hafa staðið sig ótrú- lega vel í því að byggja upp sam- félagið. Þeir vilja að fólk hafi frelsi til að skapa sér sín eigin tækifæri, sem aftur tengir þá við Sjálfstæðisflokkinn.“ ✽ m yn da al bú m ið Þarna er ég ásamt Maríu Runólfsdóttur, frænku minni, í réttum á Grundarfirði. Mæja er ættleidd og ég gerði heimildarmynd um hana og við ferðuðumst saman til Grænhöfðaeyja að hitta blóðmóður hennar. Myndin er tekin í Bandaríkjunum í fyrstu ferð okkar eiginmannsins þangað. Mig langaði svo að sjá dádýr og þetta var það eina sem ég sá, uppstoppað á safni. Þarna erum við hjónin ung og ástfang- in í Barcelona, nýbúin að kynnast. Þessi mynd er tekin heima hjá mér í gottneska hverfinu í Barcelona. Svona þakpartí eru algeng þar í borg. V E L JU M Í S L E N S K T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.