Barnablaðið - 01.02.1980, Qupperneq 3

Barnablaðið - 01.02.1980, Qupperneq 3
43. árg. 1 tbl. 1980 Útgefandi: Blaöa- og bókaútgáfan, Hátúni 2, Reykjavík. Sími 91-20735 og 91-29077 Framkvæmdastjóri: Guðni Einarsson. Fjármála- og innheimtustjóri: Siguröur S. Wiium. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Einar J. Gíslason. Ritnefnd: Daníel Glad, Hallgrímur Guðmannsson. Utanáskrif: BARNABLAÐIÐ, Pósthólf 5135, 125 Reykjavík. Póstgíró: 16 66 69 Sími 20735. Setning og prentun: Prentstofa G. Benediktssonar Spjaldskrárumsjón: Tölver h.f. Nýr þáttur Barnatorgið Kæru lesendur: Nú langar okkur að byrja nýjan þátt í Barna- blaðinu, frá og með næsta tölublaði. Þennan þátt ætlum við aö kalla BARNATORGIÐ. Þessi þáttur verður með óvenjulegu sniði, og við von- um að ykkur þyki hann skemmtilegur. En það fylgir böggull skammrifi. Þessi þáttur er undir ykkur kominn að öllu leyti. Við ætlum að auglýsa eftir efni frá ykkur og helga því eina eða tvær síður í blaðinu. Viö munum birta það sem okkur finnst athyglisverðast hverju sinni og við vonumst eftir góðum undirtektum ykkar. Ætlun okkar er að á BARNATORGINU verði að finna teikningar, Ijósmyndir, sögur, frásagnir, vísur, gátur og þrautir. Við óskum eftir því að þið semjið efnið sjálf, teiknið myndirnar og takið Ijósmyndirnar. Helst óskum viö eftir efni, sem tengist þeim þoðskap, sem Barnablaðið flytur, þaö er trúnni á Jesúm Krist. En við höfum líka áhuga á efni, sem tengist daglegu lífi íslenskra barna um allt land. Og þá er næst að taka til hendinni og senda BARNATORGINU efni. Utanáskriftin er: Barnatorg, Barnablaðið, Pósthólf 5135, 125 Reykjavík 3

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.