Barnablaðið - 01.12.1981, Síða 4

Barnablaðið - 01.12.1981, Síða 4
4 A valdí sjó- ræníagja í Ríiva Bráðum eru fimmtiu ár liðin, síðan María Monsen, norskur kristniboði í Kína, var farþegi á bát, sem sjó- ræningjar tóku og héldu í meira en þrjár vikur. Þessi saga, sem nú birtist lesendum Barnablaðsins, er út- dráttur úr bók, sem hún skrifaði um ferð sína til bæj- arins Shantung. Sagan kennir okkur það, að Guð ber umhyggju fyrir okkur, og hjálpar þeim, sem trúa á hann. MARÍA UNDIRBÝR FERÐALAG María trúði á Guð, og henni fannst dásamlegt að vita til þess, að Hann bar umhyggju fyrir henni. Dag einn fyrir langa löngu fékk María að vita það, að fólkið í Kína hafði ekki heyrt talað um Guð. Þá ákvað hún að fara þangað og segja Kínverjum frá honum. Þegar hún var búin að vera í Kína í nokkur ár, var hún orðin nokkuð dugleg að tala málið, svo að hún skildi Kín- verjana og þeir hana. GUÐ TALAR. Dag einn byrjaði einhver að tala við Maríu. En í þetta skipti var það ekki Kínverji, heldur Guð. Fyrir Maríu var þetta ekkert undarlegt, því að Guð talaði oft til hennar. Hún hafði lært að skilja, hvernig Guð talar við okkur mennina. Hann talar ekki svona eins og þú og ég, heldur verður maður að læra að þekkja röddu Guðs. ,,María, ég vil, að þú farir til Shantung", sagði Guð/,,Já, þá geri ég það", hugsaði María, því að hún var vön að hlýða, þegar Guð talaði. Hún fór niður til skipaafgreiðslunnar til að athuga hvenær næsti bátur færi til Shantung. „Það fer bátur til Shantung í dag", sagði maðurinn í afgreiðslunni. „Eru laus káetupláss", spurði María. „Því miður", sagði hann, „allt upptekið". María þakkaði fyrir, fór út og talaði við Guð, því að það var jú hann, sem hafði sagt henni að fara þessa ferð. STÝRIMAÐURINN. „Guð, þú veist að mig vantar káetu, því að það er svo þreytandi að sitja uppi á þilfari heila nótt. Getur þú ekki hjálpað mér? Ef ég fæ káetu verð ég alveg viss um, að það er þinn vilji, að ég fari þessa ferð". Þegar María hafði talað við Guð, fór hún aftur til afgreiðslunnar og spurði, hvort engin káeta væri laus. Núna varð miðasölumaðurinn þreyttur á henni og sagði: „Ég er búinn að segja þér, að það er allt upppant- að. Ertu ef til vill heyrnarsljó, það eru í mesta lagi tvær mínútur síðan þú spurðir mig?" Á sama augnabliki kom stýrimaðurinn gangandi fram hjá. Hann haföi heyrt allt sem fram fór á milli Maríu og miðasölumannsins. Hann gekk til Maríu og sagði: „Ég er á vakt í nótt. Ef þú vilt, geturðu fengið klefann minn, ef að þú borgar hærra gjald en hinir farþegarnir". MARIA FER AÐ PAKKA NIÐUR. Auðvitað vildi María það. Þegar hún hafði borgað það, sem upp var sett, flýtti hún sér heim og fór að pakka niður. Hún tók föt og hluti, sem hún hélt, að hún myndi þarfnast. En þegar hún hafði sett allt niður og ætlaði að fara að loka töskunni, fór Guð að tala. En í þetta skipti átti María bágt með að skilja hvað hann átti við. „María, taktu með þér epli, dagblöð, kex og súkkulaði", sagði Guð. „Hvað nú“, hugsaði María. „Ég, sem hef svo mikið með mér, get ekki bætt öllu þessu við". BEST AÐ HLÝÐA. Er hún ætlaði að loka töskunni, fann hún svo vel, að hún átti að taka þetta með sér. Hún hafði lært, að best væri að hlýða. Þess vegna fór hún út og keypti nokkur dagblöð. Hún ætlaði líka að kaupa epli, gekk búð úr búð, en fann engin epli. Loksins fann hún nokkur epli í lítilli búðarholu. Hún keypti þau öll; samtals þrjú kíló. María var nýbúin að eiga afmæli og vinir hennar á kristniboðsstöðinni höfðu gefið henni súkkulaði, kex og ýmislegt annað. Hún tróð þessu öllu ofan í töskuna sína, og gat með herkjum lokað henni. Þá var kominn tími til að flýta sér niður í bátinn.

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.