Barnablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 15

Barnablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 15
B&rnabl&biö en Vondi Stormur! Þaö er algengt á Haiti aö gefa börnum nöfn eftir einhverju atviki, sem gerist við fæöingu þeirra. VinurVonda Storms var nefndur Sjóöandi Vatn, vegna þess aö vatnið í pottinum sauö upp úr þegar hann fæddist! Boiteaux merkir ,,haltur“. Hann hlaut þetta nafn sökum þess aó hann fæddist með vanskapaðan vinstri fót. Eftir aó móöir hans og faðir létust í skriöu- hlaupi, bjó Haltur einn síns liós, í litlum laufkofa sem var lítió eitt stærri en stór hundakofi. Dag- lega vann hann sér inn dálítið af peningum meö því aö flétta strámottur. Enginn vildi taka hann aö sér, því þaö er trú Haitibúa aö bæklaó fólk færi þeim ógæfu. HVERS VEGNA ÞARF HANN AÐ BÚA HÉRNA MEGIN VIÐ FJALLIÐ OG VALDA MÉR STÖÐ- UGRI ÓGÆFU? Vonda Storm hryllti viö, er hon- um varö hugsað til Halts. ,,Vondi Stormur! Vondi Stormur! Hvar ertu? Komdu hingaö!" kallaði faöir hans óþolinmóóur. Þegar Vondi Stormur flýtti sér til kofans, fleygði faðir hans nokkrum smápeningum til hans. ,,Hérna, faröu og keyptu fyrir mig tóbak“, muldraöi hann. ,,Og flýttu þér nú“. Vondi Stormur tók peningana og hljóp niöur stíginn í áttina aö húsi tóbakssalans. Hjarta hans tók aö slá hraðar, er hann nálgaðist staöinn þar sem lítil gata lá heim aö kofa Halts. Hann sá aö Haltur var aó koma inn á stíginn sem hann var á. Ó, ó, ó, veinaði Vondi Stormur. ÆTLAR ÓGÆFA MÍN ALDREI AÐ TAKA ENDA? Hann hikaói. Átti hann aö snúa viö? Haltur brosti. Hann var vinsamlegur aó sjá — ekki þesslegur aö hafa illa anda með- feröis. „Viltu koma með mér á næstu kennslustund? Þaö verður sama dag í næstu viku þarna niöri", sagði hann og benti á húsaþyrpingu. „Hvernig er þetta?“ spuröi Vondi Stormur óttasleginn og forvitinn. „Þetta er smásamkoma þar sem vió lærum um Jesúm, hinn fullkomna Son Guös. Hann dó fyrir syndir okkar. Kennarinn sagöi að Jesús heföi verið jaröaöur og risið upp á þriöja degi. Ég trúi á Jesúm og hef tekið á móti honum sem Frelsara mínum. Þegar ég dey fer ég til himins", sagói Haltur meó ákafa.,,Komdu í næstu viku, ég skal hitta þig hérna." „Æ, nei ég get ekki fariö", sagöi Vondi Stormur meö andköfum. Allt í einu mundi hann eftir erindi sínu og hljóp í hendingskasti aö húsi tóbakssalans. Þó hann reyndi aó hraóa sér sem mest hann mátti, var Vondi Stormur seinn heim. Faöir hans var bál- reiður. „Hvaö taföi þig svo lengi?" sagöi hann í skip- andi tón. „Ég — ég mætti Halti", stamaói Vondi Stormur. „Hann talaöi svolítiö vió mig. Hann segist trúa á Jesúm. Hann er glaöur og er á leið til himins". Ásjóna fööur hans líktist þrumuveðri. Vondi Stormur hörfaöi. Hann óskaöi þess aö faðir hans væri ekki alltaf svona reiöur. „Komdu ekki nálægt honum", orgaói faðirinn. „Þetta er ný trú og bókin sem þeir hafa er eitruð. Þú veist aö presturinn okkar sagði aö alls kyns óhöpp hentu okkur, ef við gæfum okkur aö þessari nýju trú. Þú vondi strákur! Viltu aö skepnurnar okkar deyji eöa aó húsiö brenni ofan af okkur? Viltu kannski veröa veikur og flakandi í sárum?“ Augu Vonda Storms uróu stór af skelfingu. „Nei! nei!“ hrópaöi hann. „Þú skalt þá foröast hann Halt og ekki segja framar eitt aukatekiö orö um þessa nýju trú . . . eöa ég lem þig“. En alla liðlanga vikuna var Vondi Stormur aö hugsa um samkomuna. Og er dagurinn kom og sól var hátt á lofti, lagöi hann af staö eftir skógarstígnum. Hann skreið inn í trjárunna til aö fylgjast með Halti. Að vörmu spori birtist Haltur á stígnum. Hann nam staöar vió krossgötur á stígnum og leit í áttina aö húsi Vonda Storms. Því næst beygði hann höfuö sitt og sagói upphátt: „Kæri Guö, viltu láta Vonda Storm koma á samkomuna og gefast þér“. Þegar Haltur staulaöist eftir skógarstígnum gekk Vondi Stormur í humátt á eftir. Hann gætti þess aö Haltur yrði hans ekki var. Vondi Stormur var hræddur aö koma of nálægt litla hópnum, sem safnaóist saman undir stóra trénu. Úr fylgsni sínu sá hann hvar drengir og stúlkur, ásamt fullorönum, sátu á trjábútum og steinum. Hann sá líka aö allir voru góöir viö Halt. Þeir komu fram viö hann eins og hvern annan. Og allir virtust glaöir í bragöi. Nú stóö maður upp frammi fyrir hópnum, byrjaði aö tala og sýna myndir á spjaldi sem klútur var breiddur yfir. Vondi Stormur hlustaöi eftir hverju orói. „Allir eru syndarar og hafa aðhafst þaö sem rangt er“, útskýrði maóurinn. „Sonur Guös kom Framhald á bls. 46

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.