Barnablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 28

Barnablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 28
28 Miskuimsami samverjiim Þegar Jesús gekk um hér á jörðu, vildi hann kenna mönn- unum hvernig þeir skyldu lifa. Til aö þeir mættu festa sér betur í minni það sem hann sagói þeim, sagói hann þeim oft sögur, sem oftast voru dæmisögur. Oft sögðu þær frá atburðum sem höföu átt sér stað í raunveruleikanum. i dæmisögunni um miskunn- sama samverjann segir Jesús frá manni sem ferðaðist frá Jerúsalem til Jeríkó. Þetta var löng leið og hættuleg og yfir fjöll að fara. í fjöllunum bjuggu ræningjar sem réöust á þá sem um fjallveginn fóru. Á þessari leið var aðeins einn gististaöur þar sem hægt var aö hvíla sig, og fá sér eitthvað að boröa og drekka. Maðurinn sem Jesús talaöi um varó fyrir árás ræningja sem böröu hann og rændu. Síðan yfirgáfu þeir hann í blóði sínu. Annar feróalangur átti leió þarna um og sá samverj- ann, en honum fannst að hann þyrfti ekki að skipta sér af honum. Enn annar kom, en hann fór eins að. Kannski hugsuðu þeir að það væri þest aö þeir flýttu sér í burtu svo aö þeir yrðu ekki líka fyrir árás ræningja. En samverji nokkur átti leiö þarna um. Hann var góöur við manninn sem haföi verið svona illa farið með. Hann hjálpaði honum á fætur og fór með hann til gistihússins og lét sér annt um hann. Vió getum sagt aó hann hafi haft hjartað á réttum staö. Maðurinn sem haföi oróið svona illa úti var á engan hátt tengdur honum. Með þessari frásögn er Jesús að segja okkur að við eigum aö vera góö viö alla menn, ekki bara við þá sem eru okkur skyldir. Þegar Jesús horfir á okkur frá himni sínum, gleðst hann mjög yfir því ef við erum góó við félaga okkar sem eru kannski eitthvað öðruvísi en viö. Við erum öll systkini og eigum að vera góð viö hvert annað. Den gode herden

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.