Barnablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 9

Barnablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 9
B&rrv&blaöið bjuggu sig undir aö fara. María fór til káetu sinnar og hugsaði um, hvað myndi gerast næst. Þá var hrópað: „Löggan er búin að sjá okkur". SKELFING. Nú urðu sjóræningjarnirskelfingu lostnir. Þeirsettu vélar bátsins af stað og ætluðu að komast út úr vík- inni. Báturinn rásaði til hliðanna alveg stjórnlaust því þeir voru óvanir að stýra og nú lá þeim lífið á. Þeir sáu fram á, að þeir myndu ekki komast út úr víkinni meö þessu áframhaldi; lögreglan myndi ná þeim áður. ,,Við yfirgefum bátinn", hrópaði „Séffinn", setjið niður björgunarbátana. Sækið trúboðann, hún er svo mikils virði, að við verðum að taka hana með", hróp- aði einhver annar. „Nei, nei", öskraði sá þriðji. „Við getum ekki tekið hana með. Hún hefurekkert borðað í tuttugu daga, og þar af leiðir, að hún getur varla gengið eða hlaupið. Við skiljum hana eftir". „Já en við verðum að hafa hana með. Hugsaðu þér hversu mikils virði hún er". „Allt í lagi, ef þú ætlar að halda á henni, er mér alveg sama. Hún getur ekkert hlaupið. Við skiljum hana eftir". Vesalings María heyrði allt, sem fram fór niður í káetu sína. Hún var orðin dálítið forvitin um hvað myndi gerast. TUTTUGU FARÞEGAR. í stað þess að taka Maríu með, ákváðu þeir að taka tuttugu af farþegunum. Tólf þeirra voru konur. Nú sá María frá káetunni sinni, hvernig þeir neyddu þessa farþega niður í litlu bátana. Er þeir höfðu róið til lands, hlupu þeir sem fætur toguðu. Farþegarnir tuttugu urðu einnig að hlaupa hratt. María vorkenndi bæði farþegunum og sjóræningjunum, þegar hún sá þá hlaupa. Hún beygði kné sín og bað Guð enn einu sinni þess, að hann myndi leysa farþegana undan valdi sjóræningjanna sem fyrst. KYRRIR I LESTINNI. Skyndilega varð Maríu hugsað til hinna farþeg- anna, sem ennþá voru í lestinni. Hún fór ofan í lestina og fann þau þar, öll sitjandi hrædd og þögul. Þau vissu ekki, hvað hafði gerst. Þau höfðu fundið fyrir því, þegar báturinn lét ekki að stjórn og rak stjórn- laust. Síðan höfðu þau heyrt mikinn hamagang á þilj- um uppi, og núna var allt orðið rólegt að nýju. María sagði þeim að koma upp á þiljur, því að nú væru sjóræningjarnir farnir. ÞINN GUÐ GETUR HJÁLPAÐ. Nú varð mikill hamagangur meðal farþeganna. Gleðin yfir því að vera laus við sjóræningjana var svo mikil, að þau hoppuðu hæð sína í loft upp af fögnuði. Síðan komu þau öll til Maríu, og einn þeirra mælti fyrir munn þeirra allra: „María þaó er þú, sem hefur verió skipstjóri hér á bátnum, á meðan sjóræningjarnir voru hér við völd, því að þú hefur fengið að ráða öllu. Og við höfum fundið dálítið sérstakt. Við höfum beðið til vorra guða, en þeir gátu ekki hjálpað okkur. En þinn guð er alvöru guð. Hann er sá, sem hjálpar. Nú fékk María gullið tækifæri til að segja þeim frá Guði, og hvað því fylgdi mikið öryggi að trúa á hann. Hugsið ykkur! Á meðan allir farþegarnir höfðu verið í lestinni, hræddir og ömögulegir þá var María inni í káetunni sinni og talaði við Guð. Og það vareiginlega bara hún sem ekki var hrædd, af því að hún átti það, sem hún gat treyst á. Hún vissi að Guð myndi vernda hana og hlífa henni. BÆNASVAR. Lögreglan elti ræningjana og náði þeim flestum. Sluppu farþegarnir tuttugu úr prísundinni. Þegar þeir komu aftur til bátsins, komu þeir til Maríu og sögðu: „María, veistu! Við báðum til þíns Guðs, og báðum hann að leysa okkur úr prísundinni og það gerði hann. Hann hlýtur að vera alvöru Guð, og þess vegna viljum við núna þakka honum og nú trúum við á hann“. María sat í marga tíma með farþegunum til að segja þeim, hvað Guð hafði gert mikið fyrir hana. Hún sagði þeim, að öll gætu þau orðið börn Guðs, bara ef þau tryðu á Jesúm. Þá myndu þau öðlast sama styrkleika , sem hún hafði öðlast. Þá myndu þau líka vita, að ekkert myndi gerast, án þess að Guð verndaði þau frá öllum hættum. Það að lenda í höndum ræningja getur jafnvel verið mjög spennandi, ef maður hvílir í traustri hendi Guðs. Þýtt og endursagt Guðný Einarsdóttir.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.