Barnablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 5
Barnablabib Á LEIÐINNI. Þegar báturinn lagði frá landi, fór María að spjalla við samferðafólkiö. Hún sagði þeim frá Jesú. Þegar kvöldaði fór hún til svefnklefans, sem hún hafði fengið leigðan. Klefinn var óhreinn og sóðalegur og rúmið var með mjög harðri dýnu. Hún átti bara að sofa þar eina nótt, þannig að það var ekkert alvarlegt. Um miðja nótt vaknaði María við leiðinleg hljóð. Pang, pang, pang, heyrðist. ,,Hvað ætli þetta sé", hugsaði María. ,,Þetta gætu verið byssuhljóð!" María hljóp fram og kíkti út. Og hvað sá hún! Jú, báturinn var fullur af sjóræningjum. GEYMD VOPN. Nokkrir farþeganna höfðu haft með sér vopn, sem þeirgeymdu ítöskum sínum. Og þegarflestir um borð voru sofnaðir, tóku ræningjarnir fram vopn sín Fyrst fóru þeir fram í vélarrúmið og bundu vélstjórann. Síðan var ferðinni heitið upp í brú, þar sem ráðist var að skipstjóranum og hann líka bundinn og keflaður. Þegar þeir voru búnir að ná áhöfnin'ni á sitt vald, fóru þeir og vöktu farþegana, og ráku síðan alla niður í lestina. Þeir, sem höfðu káetur, hlupu út til að gá að, hvað væri á seyði, eins og t.d. María. En þeir, sem höfðu ekki fengið káetur, voru þarna alveg eins og fólk, sem er nývaknað og veit hvorki í þennan heim né annan. FUNDUR ER SETTUR — TIL AÐ HUGSA. María lokaði káetudyrunum og fór að hugsa um, hvað hún ætti að gera. Hún heyrði hvernig ræningj- arnir öskruðu og hrópuðu, og skipuðu öllum að fara niður í lest. Mörgum sinnum kom einhver, opnaði ká- etudyrnar og skipaði henni að fara niður í lest. En þeir höfðu svo mikið að gera, aö þeir tóku ekki eftir því, að María hlýddi ekki skipunum þeirra. ,,Ef að ég fer niður í lest, munu sjóræningjarnir koma hingað inn og taka allt mitt dót", hugsaði María. ,,En af hverju þurfti ég að lenda í þessu? Hver var það, sem sendi mig í þessa ferð? ÓVENJULEG FERÐ. „Jú, þetta var Guð! Hann sá svo um, að ég fékk káetu, þó svo að þær væru allar uppteknar. Nei, ég ætla að vera kyrr hérna", hugsaði María. „Guð vildi, að ég færi þessa ferð, og þá mun hann líka varðveita mig. Ég trúi á hann og þarf því ekkert að óttast". Og nú fór Guð að tala til Maríu enn einu sinni, og hann sagði henni, að þessi ferð myndi verða óvenju- leg. „María, nú færð þú tækifæri á meðan á ferðinni stendur til að segja öllum farþegunum frá mér, og að þú átt lifandi Guð, sem hjálpar. Þú þarft ekkert að óttast". ÉG SKÝTÞIG. Þegar allir farþegarnir voru farnir niður í lestina, kom einn af sjóræningjunum gangandi framhjá káet- unni hennar Maríu og sá, að hún var ekkert að hugsa um að fara niður í lestina. „Hypjaðu þig niður", öskr- aði hann til hennar. „Nei, það hef ég ekki hugsað mér að gera", svaraði hún. Ó. hvað hann varð illur. Hann tók byssuna sína fram og beindi henni að henni. „Hræðistu ekki núna? Þú sérð að ég get skotið þig, ef þú hlýðir ekki". „Þú getur ekki skotið mig", sagði María. „Júhú. Víst get ég það. Ég hef skotið fólk fyrr á ævinni". „Nei, ég er barn Guðs, og hann hefur sagt mér, að enginn geti gert mér neitt, og þá getur þú ekki skotið mig", sagði María mjög hægt. „Víst get ég gert það, ef mér sýnist", öskraði hann. „Nei, það getur þú ekki, því að Guð er með mér", sagði María, ennþá hægar. GUÐ RÆÐUR. Nú varð maðurinn svo illur, að hann hljóp til hinna sjóræningjanna og sagði við þá: „Hvað haldið þið! Þarna í káetunni", sagði hann og benti, „situr kona, sem er ekki eins og fólk er flest. Hún segir, að ég geti ekki skotið sig". María heyrði inn í káetuna, hvað hann sagði vinum sínum, en hún bara hló, því að hún vissi, að það var Guð, sem réöi því, hvort að þessi maður myndi skjóta hana eða ekki. „Þetta fer að veröa spennandi", hugsaði María. „Hvað kemur næst?" Hún þurfti ekki að bíða lengi, von bráðar kom einn sjóræninginn inn til hennar. „Ertu með klukku", spurði hann. „Já, reyndar. Svona lítur hún út", sagði hún og rétti klukkuna fram. Sjóræninginn tók klukk- una og horfði lengi á hana. KAUP KAUPS. „Viltu gefa mér klukkuna", spurði hann. Nei, það geri ég ekki", þetta er góð klukka, og ég fer ekki að gefa klukkuna mína einhverjum manni, sem ég þekki ekki", sagði María. „En ef þú gefur mér klukkuna þína, verð ég vinur þinn", útskýrði hann. „Kærar þakkir", sagði hún. „Ég hef ekki áhuga á að eignast vini eins og þig". „Skilurðu ekki, að ef ég verð vinur þinn get ég verndað þig!" „Uss , ég þarf ekki slíka vernd, því að ég á besta verndara sem er til. Guð er búinn aö lofa mér því, að hann ætli að vernda mig og hjálpa", sagði María. „En get ég þá fengið að kaupa klukkuna af þér“, spurði hann. KLUKKAN, SEM VARí VASANUM. „Nei, ef þú kaupir af mér klukkuna, þá borgar þú með peningum, sem þú hefur tekið af einhverjum, og þannig peninga vil ég ekki sjá", sagði hún. „En eigum við þá að býtta á klukku? Hún er ekki svona falleg, eins og þín, en gengur mjög vel", sagði hann með vonarglampa í augunum. Nei, það var alveg öruggt,

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.