Barnablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 2

Barnablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 2
2 Leit Vítringarma Matt. 2. Kapítuli, vers 1—2: ,,En erJesús var fæddur íBetlehem ÍJúdeu, á dögum Heródesar konungs, sjá þá komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem og sögðu: Hvar er hinn nýfæddi Gyðingakonung- ur?“ Það sem vekur athygli við þessa leit vitringanna var leit að konungi, ekki prinsi, heldur konungi. Jesús er Konungur Konunga og Drottinn Drottna. Hann var aldrei prins. Kon- ungstign Hans er frá eitífð. Það var því eftir mannlegum skilningi og eðlilegum vísdómi mahna, að leita Hans í konungshöllinni. Virð- ingar og trausts hafa þessir vitringar notið, því spurning þeirra og leit vakti felmt, ekki aðeins í konungshöllinni, heldur meðal allra borgarbúa. Sagan breiddist út, með þessa aðkomnu menn og föruneyti þeirra lengst úr austri. Það er eftir- tektarvert, að jafnvel í sjálfri konungshöllinni og hjá konungi sjáifum, þá gripu vitringarnir i tómt. Öllum þeim er leita Jesú í dag fer líkt að og með vitringana. Jesús finnst ekki eftir vísdómi manna, ekki heldur éftir eðlilegum likum, ekki heldur eftir því sem sjálfsagt getur talist. Heródes vissi ekkert um hann. Vissi þó að eng- inn konungur var nýfæddur í höllum hans. Hvað skyldi nú til ráða taka, svo finna mætti Konung- inn nýfædda. ,,Stjarna Hans sást austur frá!“ Það sem nútíma menn vita um Heródes kon- ung, er flest annað en trú, eða lestur Ritning- anna. Sjálfsagt voru þær til i höll hans, með besta frágangi og úrvals sklnnum. Hann vissi ekkertum innihaldþeirra. Kallaðihannþvísaman presta og fræðimenn og spurði þá hvar Kristur ætti að fæðast. Þeir voru köllun sinni trúir og starfi sínu vaxnir. Svar þeirra var hiklaust: ,,í Betlehem í Júdeu." Svo er vitnað til Mika spá- manns, 5. kapitula, 1.—2. vers. ,,0g þú Betle- hem Efrata, þótt þú sért einna minnst af hér- aðsborgunum í Júda. þá skal þó frá þér koma sá er vera skal, Drottnarl í ísrael og ætterni Hans vera frá umliðinni öld, frá fortíðar dögum." Skyldi nokkuð hafa verið marktækt með spá- dóma Ritninganna? Stóðst spádómurinn? Vitringarnir settust ekki niður til umræðna um áreiðanleika Orðsins. Heldur trúðu þeir skil- yrðislaust og fóru eftir ábendingu Ritninganna til Betlehem. Fundu Jesú og Maríu móður Hans. Færðu hinum nýfædda konungi lotningu sína og gull og reykelsi og myrru. Þeir glöddust harla mjög. Lelt þeirra bar árangur. Júpiter konungs- stjarnan og Satúrnus stjarna Gyðinga, voru í samruna og fóru þessir himinhnettir og plánetur á þeirri braut, sem samhljóða var Ritningunum í að benda á Jesú og finna Hann. Það er eins í dag, fyrir öll börn og alla leitandi menn, sem þrá og vilja finna Konung Konung- anna og Dróttinn Drottnanna. Ritningarnar eru eina örugga leiðin. Sá er leitar til umsagna þeirra, mun ekki gríþa ítómt. Heldur finna Jesús, fyllingu og hamingju lífsins. Gleðileg jól! Ritstjórinn

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.