Barnablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 48

Barnablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 48
Blaðamaðurinn og rithöfundurinn John L. Sherrill frétti af hópi trúaðra manna, sem iðkuöu tungutal og héldu samkomur í líkingu við þær sem Páll postuli talar um. John L. Sherrill áleit þetta forvitnilegt fréttaefni, en tæpast nokkuð meira. Hann fór á stjá og viðfangs- efnið greip hann sterkari tökum en hann hafði órað fyrir. í þessari bók segir hann frá merkilegri reynslu sinni af tungutali, spámannlegri gáfu, guðlegum lækningum og öðru starfi Heilags anda í dag. John L. Sherrill segir einnig frá Hvítasunnuhreyfingunni, þeirri grein kristninnar, sem örast vex um víðan heim í dag. ÞAU TALA TUNGUM er bók sem leyfir lesandanum að skyggnast inn í stórkostlegt starf Heilags Anda í kristnum kirkjum nútímans. Blaöa- og bókaútgáfan Hátúní 2, Reykjavík

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.