Barnablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 41

Barnablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 41
Barnablaöiö hafa nóg af öllu. Einmanakennd og dapurleiki ásækja hann, þar sem hann ráfar um bæinn, í von um aö geta orðið litlu skjólstæðingunum sínum að liöi: Skyldu þau vera foreldralaus, ætli þau séu hættulega veik? Slíkar og þvílíkar hugsanir læó- ast aó honum. Lúóvík er ókunnugur og í fram- andi landi. Hann ratar ekki. en enskukunnátta hans gerir honum kleift að sþyrjast til vegar. Hann þarf aö fara í gegnumlýsingu. Allir, sem koma til landsins til lengri dvalar og ráöa sig í vinnu, veróa að ganga undir læknisskoöun. Lúóvík hefur sterk lungu, enda hefur hann aldrei reykt. Læknirinn eránægöur meö hann og óskar honum góós gengis. ,,En hvaö hér eru allir al- úölegir og hjálpsamir," hugsar ungi maöurinn. En nú ætti honum aö vera óhætt aö hafa sam- band við sjúkrahúsið. Líklega er best aö ganga þangaó. Eftir dálitla leit finnur hann spítalann. Læknirinn hlýtur aö hafa lokiö rannsókn sinni og mun þá sjálfsagt leysa frá skjóöunni. Lúövík nær þar tali af lækni. ,,Vió nákvæma athugun kom í Ijós, aö þessi húösjúkdómur stafar af næringarskorti," útskýrir læknirinn vingjarn- lega. ,,Börnin þurfa aö hvílast og fá góöa meó- ferö, þá munu þau ná skjótum og góöum bata.“ Þetta er huggun harmi gegn. Lífið blasir viö meö allri sinni fjölbreytni. Lúövík ætlar aö ráða sig í vinnu. Hann fær upplýsingar um þau störf, sem koma til greina fyrir ólæröa útlendinga. Honum er vísað á skrifstofu landbúnaóarins. Síóan er hann ráöinn á sveitabýli skammt frá Reykjavík. Hann sækir um landvistar- og atvinnuleyfi á lögreglustöðinni og fer síöan í bókabúö. Þar kaupir hann sér risastóra þýsk-íslenzka oröa- bók. Hann hraóar sér á feróaskrifstofuna og tekur áætlunarbílinn, sem er í þann veginn aó leggja af staö. Þaö er rok og rigning, og því byrjar hann strax á náminu á leiöinni. Fólkið á bænum tekur honum vel, og hann fær oft leyfi til aö heimsækja börnin. Þau veröa aó liggja enn um sinn á spítala og fá þar góóa hjúkrun. 23. Inn milli fjallanna Gústi, Kalli og Gréta eru útskrifuö af sjúkra- húsinu albata. Læknir fylgir þeim út í jeppann. ,,Nú er um aö gera aö vera dugleg að boröa og stunda útivistir. Skiljiö þiö mig? Er þaö ekki? Og gleymió ekki aö taka lýsi. Þakka ykkur svo fyrir góöa viðkynningu. Þiö voruó reglulega skemmtileg." Hann kyssir Grétu, klappar Gústa á kollinn. en klípur Kalla í kinnina, hann er ekki horaóur lengur. Lúóvík og bóndinn, sem réö hann fyrir fjósa- mann til sín, bíöa í bílnum. Börnin koma sér vel fyrir í jeppanum. Þau eru farin aö skilja dálitla íslensku og kalla til læknisins: ,,Bless, bless — þakka fyrir allt.“ Þau veröa djúþt snortin af tignarsvip Esjunn- ar. Aldrei fyrr á ævinni hafa þau séó svona há fjöll. Þau halda, aö þaó sé aöeins spölkorn upp á hæsta tindinn. Loftiö er svo tært, og fjöllin virö- ast vera mikið nær en þau eru í raun og veru. ,,Þarna eru hitavatnsgeymarnir upp á Öskju- hlíöinni." Bóndinn bendir meö annarri hendinni, hin heldur utan um stýriö. Lúövík segir börnun- um frá hveravatninu, sem kemur sjóðandi heitt upp úr jörðinni. Þetta finnst þeim stórkostlegt. Alltaf sjá þau ný fjöll, bóndabýli, læki og fossa. Allt er svo furöu- legt og ævintýralegt. Kalli telur hestana, sem eru alsstaðar á beit meófram veginum. Gústi er stórhrifinn af kindunum en langar samt líka til aö fara á hestbak. Lúóvík segir þeim nú frá því, aö gamall bóndi hafi boóist til aö taka þau til sín. ,,Það er ekki langt frá þeim bæ, þar sem ég vinn, krakkar." ,,Fáum viö aö fara í reiðtúr?" ,,Já, örugglega, Gústi minn.“ ,,Er engin kisa þar?“ sþyr Gréta. ..Jú og kettlingar meira aö segja, svarar Lúövík." Loks eru þau komin. ,,Ekki veit ég, hvaö viö sáum marga fossa á leiðinni og brýrnar, maður lifandi!“ skýtur Kalli inn í. „Þær eru nú stór- hættulegar." Helga, ráöskonan, stendur í dyrunum og heilsar þeim með handabandi. Hún er búin aó leggja á borö inni í stofu. Ilmandi pönnukökulykt kemur úreldhúsinu. Öll fá þau sérsæti íkringum boróið. Fjárhundarnir, Kópur og Kátur tilkynna komu bóndans. Hann var úti á enginu. ,,Ég heiti Ari. Hvaó heitiö þiö?“ Hann horfir athugulum augum á börnin. Andlitið er veöurbarió. Nú leggur hann húfuna sína á stólinn. Þá kemur þykkt og hvítt hárió í Ijós, sem nær næstum því nióur á heróar. Hann talar viö Lúóvík og ná- granna sinn, hellir kaffi í bollana og fær sér molasoþa. ,,Fáiö ykkur meiri mjólk, fyrir alla muni, veriö nú ekki feimin. Hér eru kringlur og kleinur, eða viljiö þió kannski svona tertusneiö?" Börnin eru lystug og smakka á öllum tegundum. Framhald á bls. 46

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.