Barnablaðið - 01.08.1982, Side 3
Bamabla.öib
„Ákalla mig á degi iveyöarmnar...
Dag nokkurn hélt Jesús til borgar,
sem lá 12 kílómetra frá Nasaret. Borgin
heitir Nain. Hann fór þangað ásamt
lærisveinum sínum og var þar saman-
kominn mikill mannfjöldi. í þessari borg
skeði nokkuð stórkostlegt, sem við
getum lesið um í Biblíunni, nánar til-
tekið í Lúkas, 7:11—17. Þegar þið hafið
kynnt ykkur þá frásögn skuluð þið
reyna að fylla inn í eyðurnar í frásögn-
inni af atburðinum hér að neðan, með
því að raða rétt, brengluðu orðunum
innan sviga.
Þegar Jesús nálgaðist borgarhliðið,
mætti hann mjög sorgmæddu fólki. Menn
báru ungan mann sem var.........(tánlin).
Móðir hans var mjög einmana og döpur,
því að þetta hafði verið hennar einka...
(onsru). Hún hafði áður misst.... (nnam)
sinn og var því.....(kkjae).
Þegar Jesús sá móðurina og ekkjuna
grátandi, kenndi hann í brjóst um hana og
vildi......(ahjápl) henni. Hann sneri sér
að hinum látna manni og sagði: ,,Ungi
maður, ég segi þér,...........(ísr ppu).“
Þá skeði hið stórkostlega. Hinn látni ....
. . . (eisr pup) frá dauðanum til lífsins.
Fólkið sem þarna var varð mjög ótta-
slegið, en það .............. (egvsamðia)
Guð, því það skildi að þarna hafði Guð gert
stórkostlegt .............. (aftkraerkv).
Móðirin sem hafði verið svo döpur og leið,
varð mjög glöð. Jesús hafði breytt sorg
hennar í óumræðilega.......(eðigl).
...ég mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig”
(Sálm. 50:15)