Barnablaðið - 01.08.1982, Qupperneq 11

Barnablaðið - 01.08.1982, Qupperneq 11
Barnablabib erallt ílagi aftur. Afturá móti, ef þú dregurokkur alla inn í málið, þá leggur þú framtíð okkar að veði.“ Willi skellti tólinu harkalega á. Hann gekk áfram. Tíu mínútum seinna ók fram á hann bíll og stoppaði. Jupp Schönberger og feiti Max Kruse stigu út úr bílnum og gengu í veg fyrir hann. ,,Willi,“ byrjaði Jupp. ,,Vió skulum ræða þetta í ró og spekt." ..Hypjið ykkur í burtu! Ég sel ekki barnið mitt ykkar vegna.“ Max blandaði sér í samtalið. ,,Þaó er ekki það, sem málið snýst um, Willi. Við verðum bara að finna einhverja sameiginlega leið. Gera áætlun." ,,Já, einmitt" sagði Jupp. ,,Mín vegna mátt þú framselja sjálfan þig í steininn. En við ættum að minnsta kosti aö ákveöa hvaóa varúóarráðstaf- anir við getum gert áður.“ ,,Hvers konar ráöstafanir?“ spurði Willi hik- andi. ,,Komdu, við skulum setjastinn íbílinn", sagði Max, ,,þá erum við vissir um aó enginn heyrir til okkar.“ ,,Allt í lagi“ rumdi Willi og steig inn í bílinn á eftir Max. Jupp settist undir stýri. ,,Ég hafði hugsaö mér aö við . . sagöi Jupp Schönberger og tók blikkdós úr hanskahólfinu og opnaði hana. Allt í einu greip Max utan um handleggi Willa og sveigði þá afturfyrir bak. Eldsnöggt veiddi Jupp klút upp úr dósinni og þrýsti honum að andliti Willa. Willi spennti alla vöðva og reyndi að verjast. En hann missti fljót- lega allan mátt. Loks féll hann máttvana í sætiö. Max hló. ,,Slátrarar kunna nú ýmislegt fyrir sér.“ Jupp umlaði: ,,Við áttum einskis annars kost.“ Síðan setti hann bílinn í gang og ók af stað.

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.