Barnablaðið - 01.08.1982, Blaðsíða 20

Barnablaðið - 01.08.1982, Blaðsíða 20
Faöirinrv vissi hvab var iyrir bestu Dr. Arnot var einn af þekktustu kennimönnum Skotlands. Móðirhansdó þegarhann varaðeins þriggja vikna gamall. Arnot-fjölskyldan var stór og ég geri ráð fyrir, að hún hafi saknað um- hyggju og kærleika móðurinnar. Börnunum fannst að faðir þeirra væri mjög strangur og ætti aragrúa af reglum, boðum og bönnum. Ein reglan var sú, aö börnin ættu aldrei að klifra í trjám. Þegar nágrannarnir komust að því, að Arnot- börnin fengu ekki að klifra upp í tré, fóru þeir að útlista fyrir þeim þá dásamlegu hluti sem þeir sæju úr trjátoppunum. Já, segöu tólf ára strák að hann megi ekki klifra í tré og hann mun fara upp í hið sama tré með einhverjum ráöum. Og þannig gekk það, að Arnotbörnin nauðuðu öll- um stundum íföður sínum að leyfa þeim að klifra upp í tréó. En gamli herramaðurinn svaraði: ,,Nei". Dag einn var hann niðursokkinn við lestur í dagblaðinu sínu. Þá sögðu drengirnir sín á milli: „Pabbi er að lesa í blaðinu sínu. Við skulum fara út á lóðina og klifra upp í tré“. Einn þessara litlu snáða stóð uppi á grindverkinu á vakt, svo að faðir þeirra kæmi þeim ekki í opna skjöldu. Þeg- ar bróðir hans var kominn upp á fyrstu greinina, kallaði hann: „Hvað sérðu?" „Nú, ég sé svo sem ekkert". „Farðu þá hærra upp. Þú ert bara ekki kominn nógu hátt“. Og hærra var farið og aftur spurði yngri drengurinn: „Jæja, hvað sérðu nú?“ „Ég kem ekki auga á neitt“, var svarið. „Þú ert ekki ennþá kominn nægilega hátt. Klifraðu hærra". Og drengurinn klifraði eins hátt og hann komst, — en hann rann til, féll til jarðar og fótbraut sig. Villi sagði að hann hefði reynt að koma honum inn í húsið, en ekki getað það. Hann varð að fara til föður síns og segja hon- um alla söguna! Hann sagði, að hann hefði verið logandi hræddur og ekki vitað sitt rjúkandi ráð. Hann taldi víst að faðir sinn yrði bálreiður. En faðir hans kastaði bara blaðinu frá sér og hélt út

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.