Barnablaðið - 01.08.1982, Side 5

Barnablaðið - 01.08.1982, Side 5
Barrvablaöiö Saivivar sögur úr sveitinm: Engill vitjar Harvrva Á unglingsárum var Hanni oft lasinn og opinn fyrir umgangssóttum og kvillum. Einkanlega leið honum oft illa í maga og hafði þá uppköst. Óhollusta fylgdi þessu. Vanaleg lyf, sem notuð voru í heimahúsum, voru kamfórudroþar og verk- og vindeyðandi dropar. Var þetta tekið inn í molasykri. Nú gerist það sumarfagran dag, að Hanni kemst ekki á fætur, vegna veikinda. Voru þau í maga og fylgdi þeim verkur. Hann sofnaði um kvöldið, sefur hann eitthvað fram yfir miönætti, þá vaknar hann. Hann var einn í herbergi og ótruflaður af öllum. Nú þegar Hanni vaknar og lýkur upp augunum, sér hann sýn, sem er jafn lifandi í hugskotssjónum hans í dag, eins og hún hafi sést í gær. Afar fögur engilsásjóna horfir starandi á Hanna og mættust augu engilsins og Hanna. Augu engilsins voru svo skír, stór og björt. Enni hans var fallegt og andlitið allt skarpt, nefið svolítið bogið, hakan stór, en bar þó andlitið ekki ofurliði. Andlit engilsins var ekki búlduleitt, en allt skarpt og í fallegu samræmi. Hanni varö ekkert hræddur, sagöi ekki orð, en starði hljóð- ur, beint í ásjónu engilsins. Eftir svolitla stund tók engillinn að fjarlægjast, gekk hann hægt afturábak. Þegar að dyr- unum kom, þá lukust þær ekki upþ, heldur hvarf engilsásjónan burt við dyrnar. Þessi engill hafði enga vængi. Stærð hans var eins og 12—14 ára meðal stúlkubarns. Honum fylgdi góðvild og hlýja. Eftir þessa engils-heimsókn, þá bráð- batnaði Hanna og sjúkleiki hans sagði minna til sín en áður. Hvað var þetta? Um englana er sagt að þeir séu þjónustu- bundnir andar sendir út í þeirra þarfir, sem hjálpræðið eiga að erfa (Heb. 1:14.). „Engill Drottins setur vörð kring um þá er óttast Hann og frelsar þá“, segir í Davíðssálmi 34:8. Þegar Daníel forsætisráðherra í Babel og spámaður Drottins, lét ekki af að tilbiðja Drottinn himnanna, þá hlaut hann þá refsingu, sem kunnugt er, aó vera varpað í Ijónagryfju, meðal hungraöra Ijóna. Þegar snemma morguns var komið aö Ijónagryfjunni og konungurinn sjálfur var við gryfjuopið, þá kallaði konungur: „Hefur Guö sá er þú hefur dýrkað án afláts, megnað að frelsa þig?“ Daníel svaraði úr Ijónagryfjunni: „Guö minn sendi engil sinn og hann lokaði munni Ijónanna, svo að þau geröu mér ekkert mein“ (Dan. 6:21—22.). Þegar Pétur postuli var í fangelsi, vaktaður af tugum hermanna og átti að deyðast, þá sendi Drottinn engil sinn og leysti hann út. Um þetta er mjög áhrifarík frásögn og opinberun í 12. kafla Postulasögunnar. Þegar Pétur hafði komið þessu fyrir sig, fór hann umsvifalaust til vina sinna, sem þá um nóttina höfðu bænavöku fyrir honum. Knúði hann dyra. Róde ung stúlka ætlaði að opna fyrir honum, en er hún heyrði málróm Péturs, fór hún inn í húsið, án þess aó opna. Er hún sagði þeim fréttirnar hver stæói fyrir dyrum úti, töldu þeir hana frávita. Svo sættust þeir á aö það gæti verið engill hans (Post. 12:15). Eftir því þá eigum við öll okkar verndarengla. Kæra barn, sem þetta lest. Gættu þín, þú átt þinn verndarengil. Þaö er þér ávallt til góós, en einnig til ábyrgðar: „Því frammi fyrir Drottni er rituð minnisbók" (Mal. 3:16); Óbeint ritum við hana með orðum okkar og gjörðum og engill Drottins er vottur innihalds bókarinnar. Engill Drottins talaði til Filippusar, er skrifaói í Postuiasögunni 8:26. Var það upphaf að stór- kostlegri vakningu, sem hreiðraði um sig í fjar- lægu landi og hefur borið ríkulega ávexti fram á þennan dag, í Guðs ríki. Meira mætti skrifa um engla, en það sem fyrir augu Hanna bar, sumarbjarta nótt, fyrir mörgum árum síðan, verður honum alltaf ógleymanlegt.

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.