Barnablaðið - 01.08.1982, Side 12

Barnablaðið - 01.08.1982, Side 12
12 Drengur- ínrv sem týndist í eybi- mörkinni Tony leit upp frá skólabókunum. Þrjátíu drengir og stúlkur sátu kringum hann, en samt fann hann sig meira einmana en daginn sem hann týndist í eyðimörkinni. Hann minntist þess, að þegar þetta gerðist, haföi hann talað við nokkra fugla og skjaldbökufjölskyldu. En í þessum skóla voru allir honum framandi, þar á meðal nýja kennslukonan hans, Rósa. ,,Ég vildi óska þess aö pabbi minn hefði aldrei orðið bifvélavirki og fengið vinnu í borginni," sagði Tony viö sjálfan sig. ,,Þá vil ég heldur eiga heima hjá eyðimörkinni.“ Tony saknaði gömlu vinanna. Hann saknaði trúboðsskólans og kennarans Bellu, sem hafði kennt honum að lesa og skrifa. Hún hafði líka frætt hann um kristna trú og hvatt hann til að treysta Drottni. ,,Vertu rólegur og óhræddur, vegna þess að þú hugsar skýrar þegar þú ert rólegur," hafði Bella sagt. „Vandamálin minnka og þú verður fær um að gera meira, þegar þú trúir aö Jesús muni hjálpa þér.“ Tony haföi reynt að treysta Guði, þegar hann týndist í eyðimörkinni. Hann bað Guö um að faðir hans fyndi hann. Hve glaóur varð hann ekki þegar hann sá jeppann koma í loftköstum yfir brennheita sandana. Hann stökk upp íframsætð og sagöi pabba sínum hvað hann hefði verið hræddur, og hvernig hann hefði beðið til Guðs að hann findist. ,,í hvert sinn sem þú ert einmana og hræddur, Tony, skaltu treysta Guöi þó að þaö virðist erfitt," hafði faðir hans sagt með þakklátum hug. „Reyndu síðan aö hjálpa þér og Guð mun vissulega koma þértil hjálþar." Tony sagði viö sjálfan sig, aó nú skyldi hann reyna að vera rólegur þrátt fyrir einmanakennd í skólanum. Hann fór að þlaða í kennslubók í dýrafræði. Tony fékk heimþrá er hann fletti við síðu og sá mynd af eyðimörk og fugla sem flugu í átt að risakaktus. ,,Nú skulum viö hafa umræður," sagði Rósa

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.