Barnablaðið - 01.08.1982, Síða 14
14
Ævmtýriö
áflug'
stöbínni
Melissa og yngri systir hennar, Jessika, hopp-
uöu niður langa ganginn. Það var notalegt aó
mega hreyfa sig. Þær höfðu setið í flugvél allan
morguninn og nú biöu þær á flugvellinum ásamt
foreldrum sínum.eftirnæstu vél. Það vartveggja
stunda bió og til að eyða tímanum, örkuðu þær
um flugstöðina.
,,Sjáöu þetta!" sagöi Melissa og benti á tröll-
aukinn bíl.
,,Vió skulum skoða hann." Þær hlupu aó
rennistigum er lágu niður að stórum og miklum
gangi. „Hann er eins og fugl", sagði Melissa.
„Nei, hann minnir mig á skýjabólstra og flugvél-
ar“, svaraði Jessika.
„Flugvélar! Ég er orðin þreytt á þeim!" sagði
Melissa. „Flugvélar eru svo leióinlegar þegar
búiö er að ferðast meó þeim daglangt. Ég vildi
helst aö við værum komnar heim."
„Mér finnst gaman að ferðast", sagði Jessika.
„Já, það er nú alls ekkert spennandi að þurfa
að bíða heillengi einhvers staðar", sagói Mel-
issa.
„Pabbi og mamma fara að undrast um okkur",
sagði Melissa.
Stúlkurnar héldu til baka að rennistigunum
upp á aðra hæð. Þær gengu gegnum ganginn
að biösalnum — í það minnsta leit hann út fyrir
að vera rétti gangurinn. Gólftepþið var með
sama lit. Stúlkurnar gengu og gengu. Jessika
tók að þreytast. Hún hætti að hoþþa og þramm-
aði viö hliðina á Melissu. Melissa stansaði og leit
í kringum sig.
„Hvað er að?" spurði Jessika.
„Það virtist ekki svona langt þegar viö komum
niður. Það má mikið vera ef við erum ekki á
skakkri leið", sagði Melissa.
„Mér sýnist þetta rétta leiöin", sagði Jessika.
„Manstu ekki eftir símaklefunum þarna og sæl-
gætisvélunum hinumegin?"
Allt virtist koma þeim kunnuglegar fyrir sjónir
og þær héldu áfram. En þær höfðu ekki farið
langt, þegar gólfið tók að halla nióur á viö. Mel-
issa varð ráðvillt í fyrstu. Svo varð hún viss um
að þær hefðu ekki komið þessa leið. Gangurinn
var bogadreginn til hægri og aflíðandi niður.
Melissa gat ekki munað eftir hallandi gólfi og
bogadregnum gangi. Hún sneri viö.
„Ég hélt að við værum á réttri leið", sagöi
Jessika. Henni virtist liggja viö gráti. „En ég er
viss um aö þetta er ekki rétt leið", sagði Melissa.
Stúlkurnar héldu sömu leið til baka uns þær
komu þar að, sem gangurinn skipti sér. „Eftir
hvorum ganginum fórum viö niöur?" spurði
Jessika. „Ég veit þaö ekki", sagði Melissa og
starði fram fyrir sig. „En ég held að þaö hafi
verið sá til hægri." Melissa og Jessika fóru eftir
ganginum sem lá til hægri. En þær höfðu aftur
tekið skakka stefnu.
Gangurinn endaði á stóru svæði með minja-
gripaverslunum og blómasölum. Fólkið var aö