Barnablaðið - 01.08.1982, Side 9

Barnablaðið - 01.08.1982, Side 9
Barnabl&öið Gera eitthvað? Manfreð braut blaðið vandlega saman. Hann sá fyrir sér fyrirsagnir dagblaðanna, ef hann hafði rétt fyrir sér: SMYGLARAFLOKKURINN GÓMAÐUR. TÓLF ÁRA DRENGUR LEIDDI LÖGREGLUNA Á SPORIÐ. KILIANSTAL: Lögreglan getur þakkað það ungum dvalargesti í drengjabúðunum í Kilianstal, Manfreð Hertz, að. . . Allir strákarnir myndu líta upp til hans. Um stund átti Manfreð í harðri baráttu við sjálfan sig. Svo stóð hann upp og spurði roskinn mann: ,,Hvar er lögreglustöðin í bænum?" í búðunum var miðdegishlé. Sumir strákanna sváfu í tjöldunum. Aðrir lágu í grasinu og lásu. Tveir eöa þrír strákar voru aö skrifa kveðjur heim. Þær voru allar ósköp svipaðar: ,,Kæru pabbi og mamma! Ég hef það gott. Veðrið er fínt. í gær kepptum við við Kilianstal. Ég hef eytt sextíu krónum. Gleymið ekki aó gefa fiskunum og hamstrinum! Kær kveðja . . . Tveir strákar tefldu skák. Brennandi hitinn og óvanaleg friðsæld í búð- unum færði værð yfir alla. Nú heyröist dynjandi vélagnýr neðan úr daln- um. Nokkrir strákar horfðu þangað svefn- þrungnum augum. Dökkgrænn fólksbíll sniglaðist upp langar brekkurnar. Lögreglubíll! Hann stoppaði við vegamótin. Tveir einkennisklæddir menn stigu út og gengu upp að búðunum. Há-tveir-o, eóa Franz Kuhlmann eins og hann reyndar hét, stóð upp. Hann hafði setið afsíðis með mat sinn og undirbúið helgistund kvölds- ins. Þegar lögreglumennirnir komu nær hrópaði hann til þeirra: ,,Hvað ber við að verðir laganna koma í heimsókn? Hafa einhverjir strákanna troðið niður kornakur, eða kveikt skógarelda?" Lögreglumennirnir voru alvarlegir á svip. Brosið fraus á vörum Franz Kuhlmann. Hvað var á seyði? ,,Ert þú fyrir þessum búðum?“ ,,Já, ég heiti Kuhlmann." „Komdu blessaður. Eh . . . við þurfum að spjalla smávegis við þig . . .“ ,,Það er velkomið," svaraði búðastjórinn. ,,Ég 9et því miður ekki boðið upp á betra sæti en Þennan trjábol." Teiknigáta: Hvað er þetta? uinjne>)se|9!g e jniujo|e>| :jbas Þeir settust. ,,Málið er þannig tilkomið," sagði annar lög- reglumannanna, hátíölegur í bragði, ,,að í morgun kom einn drengjanna úr búðunum á lögreglustöðina . . . Manfreð Hertz . . ,,Jaháá!“ Það var það eina sem H-tveir-o gat stunið upp úr sér. Allir strákarnir horföu forvitnum augum á lög- reglumennina og Kuhlmann og fylgdust grannt með hverri hreyfingu. ,,Þessi drengur greindi frá því“ hélt lögreglu- maðurinn áfram, ,,að hann heföi vaknað ínóttog veitt því eftirtekt að einn drengjanna . . . augna- blik . . .“ Lögregluþjónninn dró bréfsnepil úr vasanum og slétti úr honum á hné sér....að nafni Mikael Stöhr . . . var horfinn. Ásamt tveim öðrum fór Manfreð og grennslaðist fyrir um hann. Að lokum fannst hann, ásamt Karli Seidel, þrettán ára skólapilti frá Kilianstal. Karl og Mikael munu hafa gengið á fjalliö í átt til austur- rísku landamæranna." Franz Kuhlmann hristi höfuöið. ,,Að sjálfsögðu lítum við ekki þetta svo alvar- legum augum að drengurinn sé aö reyna að bendla hina tvo viö smygl. En eins og þú sjálf- sagt skilur, þá veröum við aó rannsaka allar ábendingar. Það er skylda okkar. Viö erum búnir að heimsækja þennan Karl Seidel, sem rætt var um. Hann býr einn ásamt föður sínum. Móðir hans er látin. Þar fundum við nokkuð, sem vakti athygli okkar. Þaö voru nokkrir kassar í

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.