Barnablaðið - 01.08.1982, Blaðsíða 21

Barnablaðið - 01.08.1982, Blaðsíða 21
Barnablabiö á lóðina. Þegar hann var kominn þangað, tók hann slasaða drenginn í fang sér og bar hann upp í húsiö. Því næst sendi hann eftir lækni. Og Villi sagði, að hann hefði séð nýja hlið á föður sínum. Hann uppgötvaði ástæðuna fyrir strangleika föður síns. Hann sagöi aö þegar bróöir hans meiddist, hefði engin móðir getað sýnt meiri umhyggju og ástúö. Kæru vinir mínir! Þannig er þessu farið með Guð. Hvert eitt einasta af boóum hans og bönn- um er ætlað okkur til farsældar og gæfu. Þaó er ekki til það boðorð sem ekki á upptök sín í hinu ástríka hjarta Guös. Og það sem hann vill okkur til handa er, aö við afleggjum allt sem skaðar lífsgæfu okkar og hamingju í þessu lífi og hinu komanda. Þýtt úr Moddy’s Stories. Lítla lambib Ég er eitt lítið lamb, sem til beitar gekk einn dag. Eitt agnar lítið lamb, sem hvarf viö hæðardrag. Hvað er bak við hólinn og bak við næsta fjall? Ég hoppaöi út í heiminn og féll á klettastall. En Hirðirinn minn góói, hann telur lömbin sín, þaö vantar eitt í hundraö, hann saknar óóar mín. Hann gengur yfir klungur, kletta, ár og fjöll, hann kallar út í sortann: ,,Ég elska ykkur öll!“ Ó, kæru litlu lömb, sem farið hafa villt, í leyni liggur syndin sem hjörtum hefur spillt. Þá er sælt að eiga, einn Vin sem hjálpa kann, sá vinur heitir Jesús, já þaó er einmitt hann! Magnea Sigurðardóttir

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.