Barnablaðið - 01.08.1982, Qupperneq 10
10
hænsnahúsinu. Við brutum þá upp og voru þeir
fullir af smyglvarningi. Það krefst skýringar."
Há-tveir-o náfölnaði. Hann horföi á grasið viö
tærnar á sér.
,,Að sjálfsögðu efumst við um aö drengir á
þessum aldri séu í smyglarahópi. En eins og þú
hlýtur að skilja, þá verðum við aö rannsaka þetta
mál. Þess vegna förum við fram á þaö að Mikael
Stöhr komi meö okkur á lögreglustööina."
Um stund var allt mjög stillt.
Franz Kuhlmann stóð upp. ,,Já,“ svaraði hann
dræmt. ,,Ég skal ná í hann."
Hann gekk yfir í hinn enda búðanna og kom
stuttu síðar með Mikael.
,,Mikael Stöhr?" spurði lögregluþjónninn.
Mikael kinkaði kolli.
,,Viltu gjöra svo vel og koma meö okkur. Það
er ekkert hættulegt. Við þurfum bara að spyrja
þig nokkurra spurninga."
Lögregluþjónarnir leiddu Mikael á milli sín aö
lögreglubílnum.
Þaö hvein og söng í stóru söginni.
Willi Seidel, faðir Karls, horföi hvasst á þar
sem sagarblaðið át sig í gegnum plankann, sem
hann var að saga.
Allt í einu klappaði einhver á öxlina á honum.
Willi Seidel hristi bara höfuðið, eins og hann
vildi ekki láta trufla sig.
Vinnufélagi hans gafst ekki upp og hrópaði
hástöfum: ,,Það er síminn til þín!“
Skrifstofumaðurinn leit vart upp frá teikning-
unum. Hann benti bara á símtólið sem lá á
borðinu.
,,Seidel.“
,,Þetta er hjá lögreglunni! Seidel, við þurfum
að tala við þig um alvarlegt mál.“
Það fór hrollur um Seidel.
Röddin í hinum enda símans hélt áfram. ,,Vió
getum ekki útskýrt þetta nánar í símanum. En
okkur grunar að sonur þinn sé í slagtogi meó
smyglaraflokki."
Það lá við að Willi Sneidel svimaði. Hann
studdi sig viö skrifborðið. Hugsanirnar streymdu
um hugann. Hann heyrði rödd lögreglumanns-
ins segja einhvers staðar í órafjarlægð: ,,Viö
höfum auga með honum. Það er alls ekki víst að
hann sé sekur. Við létum vinnuveitanda þinn vita
að þín er óskað hér. Við bíðum eftir þér. . . Halló!
Heyrir þú hvað ég segi?“
,,Já, já, já,“ svaraði Seidel og lagði á.
Hann stóó nokkur augnablik hreyfingarlaus.
Skrifstofumaðurinn leit upp. ,,Já, það er alltaf
heldur óviðkunnanlegt, þegar lögreglan hefur
afskipti af manni. En þetta er nú ekkert alvar-
legt? Um hvað snýst þetta annars? Umferðar-
slys? Eöa varst þú vitni að einhverju?"
Willi Seidel svaraði ekki. Hann hvarf bara út
um dyrnar.
Seidel þvoði sér vandlega og skipti um föt.
Meó vélrænum hreyfingum þreif hann í kringum
sögina. I huga sínum var hann víðs fjarri.
Þungum skrefum gekk hann út af verksmiðju-
svæðinu og hélt í átt til þorpsins.
Símaklefi — þaö var þaö sem hann þurfti.
Ég verö að hringja í Jupp Schönberger,
hugsaði hann.
Hann setti tvo smápeninga í tækið og valdi
númerið.
„Schönberger."
,,Þetta er Willi. Hefur eitthvaó gerst hjá þér?“
,,Nei, hvaö áttu við?“
..Lögreglan var að hringja í mig. Ég er á leið-
inni til hennar. Þetta er allt hálf undarlegt. Þeir
sögðu að sonur minn væri grunaöur — og að
hann hafi meðal annars sést með . . ."
,,Þetta er ábyggilega gildra."
,,Ég get ekki ímyndaö mér þaö. Þá held ég að
þeir hefðu farið öðruvísi að. Ef þeir hefðu grun-
að mig sjálfan, þá hefðu þeir komið og sótt mig,
en ekki hringt. Þar aó auki töluðu þeir um smygl.
Þeir hætta þá á að ég stingi af. Ef ég hefði ekki
hlustað á þig og geymt hlutina heima. Þaö
kemur mér svo sannarlega í koll nú . .
,,Hvað ætlar þú að gera Willi?“
Þaö leið drjúg stund áður en svarið kom. ,,Ef
þeir hafa virkilega fundið hlutina í hænsnahús-
inu okkar, þá á ég ekki neina undankomuleið. Ég
verð að játa.“
,,Ertu frá þér?“
Willi reiddist. ,,Segðu mér þá hvað ég á að
gera?“
,,Þú átt að afneita öllu, svo lengi sem þér er
stætt á því. Ef þeir segja að sonur þinn sé grun-
aður, þá sýnir það hvað þeir vita lítið."
,,Finnst þér að ég eigi að láta loka son minn
inni í fangelsi, til að ég geti um frjálst höfuð
strokið? Nei, svo ómerkilegur er ég ekki!“
„Willil Hlustaðu á mig! Strákpjakkurinn fær
enga verulega refsingu. í versta falli verður hann
settur á einhverja stofnun í nokkra mánuði. Svo