Barnablaðið - 01.08.1982, Síða 8
8
Nætur viö
laivdamærin
í síðasta blaði lásum við um það
þegar Mikki og vinur hans, Karl,
gengu út í niðdimma nóttina, til að
komast að leyndardómnum að baki
kössunum, sem Mikki hafði fundið í
runnaþykkni, skammt fyrir ofan
leikbúðirnar.
Eftir langa bið, verða þeir loks
varir við smyglarana, en þá upp-
götvar Karl, sér til mikillar skelfing-
ar, að faðir hans er einn þeirra!
Nú fáum við að sjá hvaða afleið-
ingar þetta næturbrölt þeirra félaga
á eftir að hafa.
Manfreð gerir grikk
Hópur unglinga slangraði um göturnar, —
hlægjandi og hrópandi.
Hlátur og kæti barst einnig úr litskrúðugu,
blómskrýddu bæversku húsunum.
Fullorðinn maður, sem augljóslega dvaldi í
bænum sér til heilsubótar, smeygði sér inn í geil
milli húsa. Hann tók ekki þá áhættu að vera
troðinn undir af heilli strákahersingu.
Einn strákanna hélt sig í humátt á eftir hinum.
Hann reyndi aó skjóta á þá úr teygjubyssu. í hita
leiksins gætti hann ekki að sér og hljóp beint í
fasið á ungu pari, sem greinilega var í brúð-
kaupsferð. Og teygjuskotið — það lenti í miðjum
hatti ungu frúarinnar!
Nokkrir strákar hópuðust umhverfis blaða-
turn. Þybbni afgreiðslumaðurinn, sem rak höf-
uðið út á milli blaðastafla og póstkorta, var frá-
vita af skelfingu yfir að hann yrði nú endanlega
viðskila við verulegan hluta birgða sinna af
Andrésar Andar blöðum.
Svo tíndust strákarnir í burtu.
Aðeins einn stóð eftir.
,,Ég ætla að fá þetta dagblað!"
,,Jahá,. . þaó kostar 1 krónu og 80 aura." Það
fór um Manfreð. Hann hugsaði með sér: Þrjár og
hálf plata af tyggigúmmí. En hann varð að líta í
þetta blað! Fyrirsögn á forsíðunni vakti forvitni
hans.
Skríkjandi strákahópurinn gekk í burtu, en
Manfreð settist á bekk og hóf lesturinn.
... samkvæmt fréttum lögreglunnar eru
smyglarar aftur komnir á kreik. Þrátt fyrir aukið
eftirlit á landamærum Austurríkis og Þýska-
lands, hefur mikið magn tollskyldra vara verið
flutt ólöglega yfir landamærin. íbúar landa-
mærahéraðanna eru beðnir um að aðstoða við
að hafa uppi á smyglurunum. Lögreglan þakkar
fyrir hverjar þær upplýsingar, er varpað geta
Ijósi á málið . . .“
Blaðið féll í kjöltu Manfreðs. Hann hrukkaði
ennið og hugsaði djúpt.
Það var vissulega Ijót hugsun, en alls ekki
fráleit. Hvað voru Karl og Mikael að bauka í
fjallinu í nótt? Auðvitað gat Mikael ekki staðið í
slíku, en þessi Karl Seidel . . . Um hann var ekk-
ert vitað. Hann gæti hafa fengið Mikael til að
hjálpa sér við eitt eða annað.
Augljóslega var Karl bara lítill hlekkur í stórri
smyglarakeðju.