Barnablaðið - 01.08.1982, Qupperneq 13
Barnablaöiö
kennari. ,,Hver getur skýrt frá því hvernig dýrin á
norðurslóðum varðveitast?" Tony vissi svarið en
hann þorði ekki að standa upp. Rauðhærði
strákurinn, andspænis honum, rétti upp hend-
ina og Rósa kallaði hann upp. Hann útskýrði
hvernig mjallhvítar fannbreiður norðursins
vernduöu sum dýr frá því aö verða séð af óvin-
um.
..Hvernig varðveitast dýrin í eyðimörkinni?"
spurði Rósa næst. Höndin á Tony þaut sjálfkrafa
á loft, áðuren hann hafði ráðrúm til að skipta um
skoðun. ,,Ég hef átt heima við eyðimörkina og ég
þekki lifnaðarhætti dýranna þar,‘‘ sagði hann.
Rósa brosti. ,,Viltu koma hér upp og segja
bekknum frá eyðimörkinni, Tony?"
Munnurinn á Tony var þurr og fætur hans
virtust blýþungir. Gæti hann staðið upp og talað
frammi fyrir þrjátíu ókunnum krökkum? Hann
gekk að kennaraborðinu. Hann var tauga-
óstyrkur í fyrstu, en smám saman óx sjálfstraust
hans. Hann greindi frá hvernig eyðimerkurfugl-
arnir kroppuðu holur á kaktusinn og skýldu sér
inn í þeim fyrir heitum sólargeislunum, hvernig
skjaldbökurnar og íkornarnir flýðu hitann meö
því að grafa sig í sandinn.
Börnin voru brosandi þegar Tony gekk í sætið
sitt. Honum leið miklu betur. í næstu frímínútum
hröðuðu börnin sér út á leikvöllinn.
,,Ég vildi að við hefðum einhvern nýjan leik,"
sagði rauðhæröi strákurinn.
„Eigum við að reyna leikinn „fylgdu höfðingj-
anum", spurði Tony feimnislega. „Kenndu
okkur hannl" sagði einhver.
„Myndið hring," sagði Tony. „Þú verður
höfðinginn." Hann benti á þann rauðhærða.
„Gakktu inn í hringinn og segðu öðrum að fylgja
þér. Þegar þú hoppar eða stekkur, eiga þeir sem
fylgja þér að herma eftir. Þegar þú kallar: höfð-
ingi, farðu heim, hlaupa allir á sinn stað í
hringnum. Sá sem ekki fær heimili veröur nýr
höfðingi." Börnin skemmtu sér konunglega við
nýja leikinn.
„Þú átt heima í götunni minni, Tony,“ sagði
rauðhærði drengurinn.
„Ég heiti Billy Pool. Langar þig að koma til mín
eftir að skólanum er lokið?"
„Já, þakka þér fyrir. Það yrði gaman," sagði
Tony. Og með sjálfum sér þakkaði hann Guöi að
hann var fær um að treysta Honum jafnt í skól-
anum sem í eyðimörkinni.
Kokkað
meb Koivna
Nú er komið haust og farfuglarnir farnir á
brott. Hér sitjum við á Fróni og bíðum vetrarins.
Á meðan ég bíð ætla ég að leggja leið mína niður
í eldhús og steikja mér Ijúffengar vöfflur í vöfflu-
járninu hennar mömmu. Vöfflur finnast mér
svakalega góöar, með súrsætri rabarbarasultu
og hnausþykkum rjóma með súkkulaðibitum. Ég
ætla nú að gefa ykkur þessa leyndardómsfullu,
Ijúffengu uppskrift. Veröi ykkur að góðu!
f vöfflurnar þurfum vió:
300 g hveiti
3 tsk. lyftiduft
'/2 tsk. salt.
Þessu er blandaó saman í skál og vöfflujárn-
inu stungið í samband.
2 egg
21/2 dl. mjólk
60 g brætt smjörlíki
1 tsk. vanilludropar.
Ef deigið er of þykkt eftir aðeins 2Vá dl. af
mjólk, þá þynnið þiö þaó meó örlitlu vatni og
súrmjólk.
Mér þykir mjög gaman aö fá bréf og sérlega
þætti mér vænt um að frá bréf frá ykkur, sem
spreytið ykkur á þessum glæsilegu uppskriftum.
Kærar kveðjur!
Ykkar Konni
Utanáskriftin er:
Þýtt úr Evangelizing Todays Child.