Barnablaðið - 01.08.1982, Side 15
Barnabl&bið
ganga um og líta í gluggana. Neöri vörin á
Jessiku var tekin að skjálfa. Og allt í einu brast
Jessika í grát.
,.Við erum týndar!" snökti hún.
..Gráttu ekki, Jessý mín“, sagði Melissa. ,,Við
rötum til baka.“ Hún tók í hönd Jessiku og leiddi
hana að bekk. En Jessika vildi ekki hætta aö
gráta og Melissa vissi ekki hvernig þær kæmust
til baka. Hún bað í hljóði og þá datt henni saga í
hug. Kannski gæti hún fengið Jessiku til að
hætta að gráta.
..Manstu eftir Jósef?" spurði hún. ,,Jósef?“
Jessika kjökraði. „Týndist hann líka?“
,.Nei“, sagði Melissa. „Bræður hans köstuðu
honum í gryfju og síðan seldu þeir hann kaup-
mönnum. Og þegar hann var þræll varð hann að
dúsa í fangelsi í mörg ár. Og enginn skeytti um
hann nema Guð.“
„Ekki virðist nú Guð hafa borið mikla um-
hyggju fyrir honum, fyrst svona voðalegir hlutir
hentu hann“, sagði Jessika.
„Jú, Guö gleymdi honum ekki. Manstu ekki
hvernig Jósef gekk konungi næstur að völd-
um?" Jessika kinkaði kolli. Hún grét ekki jafn
ákaft.
„Guö annaðist Jósef öllum stundum, og hann
sér um okkur líka og heyrir ef við biðjum.“ Þær
beygðu höfuð sín. „Jesús, við vitum að þú
hugsar um okkur. Við erum týndar og hræddar,
hjálpaðu okkur", bað Melissa.
Jessika saug upp í nefið og gráturinn var nær
því hættur. Þegar þær litu upp gekk einkennis-
klæddur maður í áttina að bekknum. Hann nam
staðar og brosti. „Er eitthvað að?“ spurði hann.
„Við erum týndar", reyndi Melissa að útskýra.
Maðurinn spurði margra spurninga og hvarf svo
inn á matstofu. Hann var lengi burtu. „Einhver
lögreglumaður", sagði Melissa. „Ég hélt að
hann mundi hjálpa okkur!"
Að alllöngum tíma liðnum kom maðurinn til
baka með tvo rjómaíspinna. Hann gaf stúlkunum
sinn hvorn íspinnan.
„Ég talaði við flugfélagið", sagöi hann. „Þið
farið á sama stað og ég. Komið með mér.“
Jessika tók íspinnan í aðra hönd sér og
nuggaði augun með hinni.
„Ég vil ekki fara í fangelsi!" sagði hún. „Ég vil
fara heim!“
„Ég er ekki lögreglumaður", sagói maöurinn
hlægjandi. „Ég er flugmaðurinn á vélinni sem
þió fariö með.“
„Meinarðu það?“ spurði Melissa.
,,Já“, sagði flugmaðurinn þegar þau gengu
niður ganginn.
„Hvernig fyndist ykkur að skoöa flugstjórnar-
klefann?"
Jessika veinaði af ánægju og Melissu langaði
til að hoppa af kæti. Flugið var þá ekki eins
hræðilegt eftir allt saman og það leit út fyrir. Og
Guð bar sannarlega umhyggju fyrir þeim.
Þýtt. Bible Guide.
BARNABLAfllÐ
Askriftasími: 91-20735