Barnablaðið - 01.08.1982, Qupperneq 7
Barnablaðiö
breyting í nánd. Noröanátt haföi ríkt undanfarið
og nú var aö bregöa til austan áttar.
Snöggur hafði verið í hesthúsunum og áreiö-
anlega fengiö góöan saðning. Löturhægt gekk
hann heim að bænum og er nú rétt kominn upp á
hólinn. Kemur þá ekki annar hrafninn og rennir
sér niður aö honum og krunkar mikiö. Þetta var
svo óvænt fyrir Snögg. Vesalingurinn var á ber-
svæöi og gat hvergi leitað sér skjóls. Honum var
ekki um aö fá hrafnsklærnar í bakið, eöa líkama
sinn.
Fólkið horföi á hvað var að gerast og allir töldu
óþarft að fara Snögg til hjálpar. Snöggur er
kominn í viöbragösstööu og greinilega í miklum
vígahug. Krummi er búinn aö demba sér niður
að honum fleiri dýfur og lyftir sér alltaf upp rétt
viö nefið á Snögg, sem liggur spenntur og grúfir
sig niður að jöröu.
Nú skeður þaö. Krummi tekur eina dýfuna
ennþá, með miklu gargi og steypir sér niöur á
Snögg, sem nú beið ekki boðanna. Með miklum
krafti stekkur hann hnitmiðað á krumma, sem
alls ekki bjóst við þessu. Á augabragði eru
tennur Snöggs komnar í háls krumma, klær
fram- og afturfóta læstar í skrokk krumma. Nóg
var plássið, því krummi var gamall, vel alinn og
óvanalegá stór. Fólkið horfir agndofa á, hvernig
þessi leikur muni nú fara. Jú jú, krummi flýgur
upp og gargat nú íörvæntingu sinni. Þessu bjóst
hann ekki við. Nú voru ekki teknar dýfur, heldur
flogið hærra og hærra. Hringaði hann sig langt í
loft upp og gargaði án afláts. Sjónin var furðu-
leg. Hrafninn fljúgandi og svona hátt uppi og
Snöggur fastur læstur viö skrokk krumma.
Fólkið taldi öruggt að Snöggur mundi ekki
sleppa sínum tökum.
Gargið í krumma dregur niður. Honum fatast
flugið og missir það. Dregur hann aö sér væng-
ina. Krummi og Snöggur eru að sjá sem ein ein-
ing. Snöggur var þyngri og því neðar í loftinu.
Með miklum hraða steypast þeir til jarðar og
skella utan í hólnum. Þá var fólkið komið til, ef
unnt væri að gera eitthvað til hjálpar. Höggið var
þungt fyrir bakið á Snögg og var hann dáinn,
þegar að var komið. Hrafninn var einnig dáinn
og hafði áreiðanlega misst blóðið sitt vegna
beittra tanna og klóa hans Snöggs. Snöggur
sleppti ekki taki sínu og sannaði svo augljós-
lega, að betra er að deyja með sæmd, en bíða
ósigur í leik. Jafnvel þó hrafn hafi átt í hlut.
Ritstjórinn.
Gömtil
frásögiv
Gamall maóur var aö dauða kominn. Þá sendi
hann boð eftir sonum sínum tveim og sagöi við
þá: ,,Ég er auðugur og þið erfið allt eftir mig.“
Synirnir litu hver á annan og hugsunin um alla
fjármunina, sem í vændum voru, gladdi þá.
„Reyndar hefi ég ekkert fé handbært til að fá
ykkur, en fariö út á akrana mína og grafiö og
plægið, þá finnió þiö fjársjóöi,“ sagði gamli
maðurinn.
Synirnir breyttu eftir oróum fööurins. Þeir
grófu, plægöu og unnu baki brotnu. Þeim var
ekki alveg Ijóst hvað faóir þeirra haföi meint,
þegar hann talaöi um fólgna fjársjóði. Seint og
snemma leituðu þeir aö gullinu og silfrinu, sem
þeir héldu falið í ökrunum.
Ekkert fannst. En þeir efldust aö kröftum viö
vinnuna. Landið sem þeir erjuóu gaf ríkulegan
ávöxt og góöa afkomu. Þannig fundu synirnir
fjársjóðina, sem karl faðir þeirra arfleiddi þá aö.
Þegar augu þeirra upplukust fyrir þessu, uröu
þeir ákaflega glaðir.
TVÖ
VITNI
Einu sinni fann maður pyngju fulla af pening-
um. Hann vissi ekki hver hana átti og afhenti því
lögreglunni hana.
,,Þú varst mesti bjáni, aö fara svona aö ráói
þínu,“ sagði kunningi hans við hann. ,,Þú gast
hafa hagnýtt þér peningana, það vissi enginn að
þú fannst þá.“
,,Jú, það voru tvö vitni viö, er ég fann pyngj-
una,“ svaraði maðurinn. „Annað vitniö var Guö
og hitt var samviska mín.“
— Smásögur fyrir börn.