Barnablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 10
10 BARNABLAÐIÐ
Að elska Guð
af öllu
n vernig get ég elskað Guð
af öllu hjarta og samt elskað
þig, pabba og litla bróður, afa
og ömmu, spurði Gunnar
mömmu sína, kvöld eitt þegar
þau voru að elda kvöldmatinn.
Ef ég elska Guð af öllu hjarta,
er ekkert pláss eftirtil að elska
ykkur.
Mamma rétti Gunnari fötu.
Farðu niður í kjallara og fylltu
fötuna af kartöflum. Gunnar
hlýddi mömmu sinni. Honum
fannst svolítið skrýtið að
mamma skyldi ekki svara
spurningunni.
Hann fór niður í kjallara og
gerði eins og mamma hans
hafði beðið um. Brátt varfatan
full af kartöflum. Hann kom
upp með fötuna. Mamma
hans tók við henni og lagði
hana á eldhúsgólfið.
- Erfatan full núna? spurði
hún.
- Já, það sýnist mér, svaraði
Gunnar.
Mammateygði sig upp í skáp
og náði í stóran poka af
baunum. Hún hellti úrbauna-
pokanum ofan í fötuna.
Gunnar starði á mömmu
sína, var hún orðin eitthvað
verri?! Baunirnar smugu inn
á milli kartaflnanna og brátt
var fatan full af baunum og
kartöflum. En mamma var
ekki búin enn. Hún náði í
sykurpokaog stráðiúrhonum
ofan í fötuna, yfir kartöflurnar
og baunirnar. Sykurinn
smaug á milli kartaflnanna
og baunanna. Brátt var
fatan full af kartöflum,
baunum og sykri.
Gunnar horfði undr-
andi á.
Mamma reisti sig upp
og dustaði sykurinn af
höndunum.
-Sjáðu nú til Gunnar
minn. Ef þessifataværi
hjartað þitt og kart-
öflurnarsemfyllafötuna
væri kærleikur þinn til
Guðs, væri samtennþá
nóg pláss til þess að
elska ýmsa aðra. Sástu
hvernig baunirnar
smugu inn á milli kart-
aflnanna?
Gunnar kinkaði kolli.
Þegar baunirnar og kartöfl-
urnar fylltu fötuna var samt
nóg pláss fyrir sykurinn.
Þannig er nóg rúm í hjartanu
til elska Guð, náunga okkar
og sjálf okkur
EndursagtE.J.
Teikn.: E.J.