Barnablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 17
BARNABLAÐIÐ 17
Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 10 ára
Hvaö er skemmtilegast í KFUK?
Það er gaman að læra um Guð.
Um hvað biður þú, þegar þú biður til Guðs?
Ég bið fyrir öllu fólki í heiminum.
Er algengt að krakkar biðji til Guðs?
Já, það held ég.
Hvað ætlarþú að verða þegarþú ertorðin stór?
Dýralæknir.
Guðrún Osk Gunnarsdóttir, 10 ára
Hvenær byrjaðir þú í KFUK ?
Ég byrjaði í fyrra, svo ákvað ég að fara
aftur núna.
Hvað finnst þér skemmtilegast?
Mér finnst skemmtilegast að syngja.
Biðurþú stundum til Guðs?
Já, mamma mín biður alltaf með mér.
Við eigum bænabók með fullt af
bænum.
Hvað ætlarþú að verða þegar þú ert
orðin stór?
Ég er ekki búin að ákveða það.
Hildur Einarsdóttir, 7 ára
Hvenær byrjaðir þú í KFUK?
Ég er nýbyrjuð. Ég er búin að fara á
fjóra fundi.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera?
Mér finnst skemmtilegast að föndra.
Síðast föndruðum við merki.
Biður þú stundum til Guðs?
Já. Ég bið stundum Faðir vor -
stundum bið ég ein og stundum
biður mamma með mér.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
ert orðin stór?
Dagmamma