Barnablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 23

Barnablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 23
BARNABLAÐIÐ 23 Bænasvarið Davíð var í þungum þönkum. Það var jólahátíð í skólanum þennan dag og hann langaði ekki til að fara. Fróði, besti vinur hans, hafði veikst fyrir nokkrum dögum og í nótt var hann fluttur á spítala. Það var einhver óþægilegur kökkur í hálsinum á Davíð. Svo var eins og maginn herptist allur saman. Hann hafði miklar áhyggjur af vini sínum. Mamma Davíðs kom inn í herbergið hans og sá hvernig tárin runnu niður kinnar hans. “Davíð minn,” sagði hún. “Þú veist að Jesús er hjá Fróða á spítalanum.” “Já, mamma, ég veit það.” Samt var eins og hann ætti erfitt með að trúa því. “Við skulum biðja fyrir honum núna og svo er best að þú klæðir þig í sparifötin fyrir hátíðina.” Hann hlýddi mömmu sinni. Þau settust niður og báðu: “Jesús, við þökkum þér fyrir lífið sem þú gafst honum Fróða. Við þökkum þér fyrir að hann er í þínum höndum og þó að við skiljum ekki af hverju þú leyfðir að hann veiktist þá biðjum við þig að hjálpa okkur að beygja okkur undir vilja þinn. Viltu lækna Fróða og leyfa honum að komast heim fyrir jól. Við þökkum þér fyrir bænasvarið hvernig sem það verður. í Jesú nafni, amen.” Mæðginin stóðu upp frá bæninni og Davíð leið strax betur. “Ég er viss um að Jesús læknar Fróða. Ég finn það á mér” sagði Davíð. Síðar um daginn hélt hann prúðbúinn í skólann ájólahátíðina. Þegar hann nálgaðist skólann hitti hann nokkra bekkjarfélaga sína sem spurðu strax: “Hvar er Fróði”? “Hann er á spítala. En við mamma báðum fyrir honum í morgun og ég veit að Jesús læknar hann.” Strákarnir litu á Davíð stórum augum en sögðu ekki neitt. Davíð vissi svo sem alveg að þeimfannstfurðulegtaðhann tilheyrði ekki sömu kirkju og þeir. Honum hafði oft verið strítt en í þetta sinn gerðist þaðekki. Bekkjarfélagarhans vissu nefnilega að mikið var í húfi því að Fróði var ekki lengur með þeim. Þegar jólahátíðin var hálfnuð kom skólastjórinn til Davíðs og sagði: “Það er síminn til þín. Ég held að það sé móðir þín.” Davíð kipptist við. Hann leit á skólastjórann brosandi út að eyrum og sagði: “Ef Fróða er batnað þá hefur Jesús læknað hann.” Síðan þaut hann í símann. “Halló, mamma” “Sæll Davíð minn. Ég gat ekki beðið með að segja þér að Fróða er batnað að mestu leyti en hann þarf líklega að dvelja á spítalanum fram yfir jólin.” “Við vitum, mamma, að Jesús heyrði bænina okkar en af hverju sendir hann Fróða þá ekki heim fyrir jól”? “Vegna þess að Jesús veit hvað Fróða er fyrir bestu” sagði mamma. “Já,mamma, líklega er það rétt.” “Þú manst, Davíðminn,aðvið sögðumst ætla að beygja okkur undir Guðs vilja. Ef við gerum það fer allt vel.” Það sem eftir var hátíðarinnar var Davíð alltaf að þakka Jesú í huganum fyrir bænasvarið. Dögg Harðardóttir

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.