Barnablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 9
BARNABLAÐIÐ 9
j^onungurinn og pundin
Maður nokkur göfugur að ætt, ferðaðist
í fjarlægt land, til þess að taka við konung-
dómi og koma síðan aftur. Og hann kallaði
til sín tíu þjóna, seldi þeim í hendur eitt
pund hverjum og sagði við þá: Verslið með
þetta þangað til ég kem. En landar hans
hötuðu hann og sendu mann á eftir honum
til þess að flytja til hans boð. Boðin voru
svona: Vér viljum ekki að þessi maður sé
konungur yfir oss! Og svo bar við þegar
maðurinn hafði tekið við konungdóminum
og kom aftur heim, að hann kallaði til sín
þjónana sem hann hafði látið fá peningana.
Til þess að hann fengi að vita hvað þeir f
hefðu grætt. Kom þá hinn fyrsti og sagði:
Herra, pund þitt hefur ávaxtast um tíu pund.
Og konungurinn sagði við hann: Gott, þú
góði þjónn, af því að þú varst trúr í mjög
litlu, þá skaltu hafa yfirráð yfir tíu borgum.
Annar þjónn kom inn og sagði: Pund þitt,
Herra, hefur gefið af sér fimm pund. Og
konungurinn sagði sömuleiðis við hann: P>ú
skalt ráða yfir fimm borgum. Og enn annar
kom og sagði: Herra, sjá, hér er pund þitt,
sem ég hef geymt vel í vasaklútnum mínum.
✓
Eg var hræddur um að glata pundinu og þú
yrðir reiður við mig.
Konungurinn varð reiður og sagði: Þú hefðir
að minnsta kosti getað sett peninginn í
banka, þá hefði ég fengið vexti af
peningnum. En nú tek ég af þér peninginn
og gef hann þeim þjóni sem var með tíu
pundin.