Barnablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 32
32 BARNABLAÐIÐ
Barnahjal
Þaö var mánudagskvöld. Pabbi
var nýkominn heim úr vinnunni.
Hann var þreyttur eftir erilsaman
vinnudag og hreiöraöi um sig í
hægindastólnum. Mamma og
Didda voru inni í eldhúsi að baka
jólasmákökurnar. Indæll ilmurinn
af jólabakstrinum barst um húsið.
Didda var kafrjóö í framan af
ánægju yfir bakstrinum og svolítið
spennt yfir því aö nú voru jólin aö
koma.
- Hvaö ætli ég fái í jólagjöf,
hugsaði Didda. Hún lét sig
dreyma... kannski fæ ég dúkku-
hús... nei þaö kostar ábyggilega
of marga peninga... kannski fæ
ég litlakisu, mig hefur alltaf langaö
í kisu. Ég mundi láta hana heita
Pílu, alveg eins og kisan hennar
ömmu heitir.
Nú var Didda oröin þreytt á bakstr-
inum. Húnákvaöaöfaraogheilsa
upp á Gogga, páfagaukinn sinn.
Hún opnaði búriö hans og teygöi
sig eftir honum. En Goggi var
hreint ekki á því aö láta taka sig.
Hann goggaði fast í puttann
hennar.
- Ái, þú ert óþekkur viö mig,
Goggi. Vertu bara í búrinu! sagöi
Didda öskureiö og lokaði búrinu
aftur. Diddafór inn í stofu til pabba.
Hún var í þungum þönkum.
- Hvaö ert þú aö hugsa svona
mikið, Didda mín, spuröi pabbi
vingjarnlega.
- Þegar Pási er dáinn þá ætla ég
aö fá mér kött... Ég vildi aö Pási
væri úr stáli.
- Af hverju, spuröi pabbi, undr-
andi.
- Af því aö þá gæti hann ekki
dáiö... Pabbi, er Guö úr stáli?
Stál var þaö sterkasta sem Didda
vissi um.
- Nei, Didda mín. Guö er ekki úr
stáli. Guöerandi. Hann ereilífur.
Þaö þýöir aö hann hefur alltaf
veriö til og mun alltaf vera til. Þaö
eru bara dauðir hlutir sem eru úr
stáli. Til dæmis hnífapör, skæri.
Eldhúsvaskurinn er líka úr stáli.
Didda lét sér nægja þetta svar og
skoppaði aftur inn í eldhús til
mömmu. Hún ætlaði að fá aö
smakka nokkrar glóövolgar
piparkökur.
Didda í verslunarferö
Daginn eftir haföi Didda líka nóg
aö gera. Hún hjálpaöi mömmu aö
passa litlu systur, sótti pela og
bleyjur svo mamma þurfti ekki aö
gera allt sjálf. Svo talaði hún
svolítiö við Gogga. Eftir hádegi
kom Halli, vinur hennar, í
heimsókn. Þau léku sér í alls
konar leikjum. Þegar mamma
Diddu leit inn í herbergiö til þeirra
brá henni í brún. Didda og Halli
voru búin aö hvolfa úr öllum
dótakössunum og voru farin aö
rífast um þaö hver ætti aö hafa
stóra gröfubílinn.
- Ósköp eruð þiö búin aö drasla