Barnablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 31

Barnablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 31
Tvö jólakort til að lita Jólahjarta búiö til úr trölladeigi Þaö getur veriö fallegt aö hengja hjarta á hurö eöa á jólagrein. Þaö er auðvelt aö búa þaö til úr trölladeigi. Fyrst þarf aö búa til deigið: 4 dl hveiti, 1 dl salt og 1 dl vatn. Hnoðaðu deigiö vel saman. 1. Fletjiö deigiö út meö kökukefli. Deigiö má ekki vera of þunnt. 2. Skerið út nokkur hjörtu. Setjiö lítið gat ofarlega í miöjuna, fyrir boröann. 3. Setjiö hjörtun í ofninn viö 175 gráöu hita í um þaö bil 1 klukkustund, eöa þangað til hjörtun eru orðin hörð. 4. Takið hjörtun út úr ofninum. 5. Þegar (3au eru oröin köld getur þú málaö þau meö vatnslitum, en best er aö nota trölladeigsliti sem fást í föndurbúðum.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.