19. júní


19. júní - 19.06.1960, Blaðsíða 14

19. júní - 19.06.1960, Blaðsíða 14
skeytið kven- sem innsigli að lægri launajflokki var ekki til í hinum nýju launalögum, og að allar konur, sem báru sama starfsheiti og karlar eða gegndu sannanlega sömu störfum, fengu laun sín lagfærð. En hinu ber ekki að neita, að störf, sem konur höfðu öðrum fremur tekið að sér, svo sem vélritun, símavarzla, hjúkrun o. fl., bjuggu að því, að þau höfðu upphaflega verið metin til launa sem „kvennastörf“ og lentu því í lágum launa- flokkum, þar sem launastiginn var að mestu leyti byggður á þeirri venju, sem hafði skapazt. Að þessu mati býr að ýmsu leyti enn, þar sem ekki hefur farið fram réttlátt mat á þessum störf- um með tilliti til menntunar, orku og hæfni, sem til þeirra þarf. Svo eitthvað sé nefnt, getur t. d bókari verið hærra launaður en útlærð hjúkrun- arkona, þótt ábyrgð bókarans sé sú að færa rétt- ar tölur, en hjúkrunarkonan geti haft mannslíf á samvizkunni, ef hún heldur ekki vöku sinni. En Rómaborg réttindabaráttunnar byggist vissu- lega ekki á einum degi. Og þegar við er að etja aldagróna og hefðbundna fordóma og þröngsýni þarf langa og markvissa baráttu. En hvort þraut- seigju og dugnaði hafi alltaf verið beitt af kvenna hálfu sem skyldi, er önnur saga. En fullyrða má, að með Launajafnréttislöggjöf- ina að bakhjarli hafa margir og merkir sigrar unn- izt. Og er þess skemmst að minnast, að þegar kon- ur innan B.S.R.B. árið 1956 fengu stjórn banda- lagsins til liðs við sig til að lagfæra laun kvenna í samræmi við lög, að þá þegar fengu allmargar konur lagfæringu á launum sínum og enn eru slík mál á döfinni. Þess þarf ekki að geta, hversu varn- arlausar konur væru í þessari baráttu, hefðu þær ekki þessa umtöluðu „pappírssamþykkt“ að styðj- ast við. En til þess að ná rétti sínum á lagalegum grund- velli, þurfa konur að hafa manndóm til þess að krefjast þess réttar, sem lög veita þeim. En samtímis því, sem raunverulegu launajafn- rétti þokar í áttina í skjóli laga, gerist það, að verzlunarmenn semja um kjör sín á svokölluðum frjálsum markaði. Hver samningur er gerður af öðrum, undirskrifaður fyrirvaralaust, jafnt af kon- um sem körlum, þar sem skýrt og skilmerkilega er tekið fram, að við nákvæmlega sömu störf, þar sem krafizt er nákvæmlega sömu menntunar eða starfsreynslu, skuli það skilyrðislaust gilda, að kon- um séu greidd lægri laun en körlum. Slíka samn- inga væri vitanlega ekki hægt að gera, ef einhvern tíma hefði verið á pappír fest lög, sem bönnuðu að miða laun við kyn mannverunnar, sem vinnur. En segja má, að kuldalegar kveðjur sendu verzl- unarmenn skóla sínum fyrir nokkrum árum, því að á sama tíma, sem það gerðist, að fimm ungar stúlkur voru að útskrifast með bezta námsárangri árgangsins í verzlunarskólanum, voru þeir að undirskrifa samninga, sem ákváðu þessum stúlk- um talsvert lægri laun en skólabræðrum þeirra. Það má segja, að þeir í verzlunarstétt beri tak- markaða virðingu fyrir skóla sínum og þeim ár- angri, sem þar næst með ástundun við nám. En víst er það, að til þess að fullkomið launa- jafnrétti náist, þarf fyrst og fremst vemd þá, sem lög veita. Því næst markvissa baráttu kvennanna sjálfra fyrir því, að réttur sé ekki af þeim hafður. Búast má við, að baráttan verði löng, þar til náð er því, sem hlýtur að vera lokatakmarkið, að full- komið launajafnrétti riki jafnt í orði sem á borði. En þá þurfa konur sjálfar að trúa því, að þeim beri sá réttur, sem krafizt er þeim til handa Og sú kemur tíð, að ungar stúlkur á íslandi lesa með undrun þá sögu, að formæður þeirra hafi þurft mikið átak og markvissa baráttu til þess að ná þeim sjálfsagða rétti að fá sömu laun og starfs- bræður þeirra. Valborg Bentsdóttir. Á dal. Enn vex hvíta blómið á bakkanum, sem við gengum, og golan syngur sólarlag í stararinnar strengjum. En enginn bindur votáband á dýjadalsins engjum. Tíminn hefur grátið tregalausum tárum. Dagar hafa drukknað í dœgurlaga bárum. Enginn finnur fögnuð þann, sem gleymskan gróf í árum. Valliorfí Bentsdóttir. 12 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.