19. júní - 19.06.1960, Blaðsíða 40
Sjúkrakcnnari.
Frú Sigríður Björnsdóttir hefur síðastliðin þrjú
ár unnið við Barnadeild Landsspítalans og stund-
að þar nýstárlega starfsgrein.
— Hvað kallar þú þetta starf, Sigríður?
Ég kalla það oftast sjúkraiðju. Dr. Helgi heit-
inn Tómasson kallaði það vinnulækningar. Einn-
ig hefur heyrzt orðið athafnalækningar. Á ensku
er starfsgreinin nefnd „occupational therapy", en
á dönsku „beskæftigelsesterapi“.
Þessi starfsgrein er orðin fastur liður i starf-
semi flestra eða allra meiriháttar sjúkrahúsa, eink-
um í enskumælandi löndum og á Norðurlöndum.
Aðalþróunarferill sjúkraiðjunnar verður rakinn til
viðleitni þessara þjóða að koma særðum og sjúk-
um hermönnum sem fyrst til starfa eftir síðustu
heimsstyrjöld, þótt starfsgreinin sjálf sé miklu
eldri.
— Hve langt er námið?
Þetta er þriggja ára nám, bóklegt og verklegt.
M. a. er kennd likams- og lífeðlisfræði, sálarfræði,
mjög fjölbreytilegar handiðar og myndagerð, og
auk þess er krafizt starfsþjálfunar á sjúkrahúsum
vissan hluta námstímans.
— Hafa aðrar konur lagt stund á þessa starfs-
grein?
Já, frk. Jóna Kristófersdóttir er starfandi sjúkra-
kennari á Kleppi. Hún lauk prófi í Kaupmanna-
höfn.
Ég lauk teikni- og föndurkennaraprófi hér og
kenndi í Kvennaskólanum í Reykjavik, Austur-
hæjarharnaskóla og á barnaheimili nokkur ár.
Síðan fór ég utan og starfaði að sjúkraiðjunni
tæp þrjú ár undir leiðsögn lækna og sjúkrakenn-
ara á bamasjúkrahúsum i Englandi og Dan-
mörku. Þar sem ég ætlaði eingöngu að starfa
meðal sjúkra barna, áleit ég þetta heppilegasta
undirbúninginn.
— Þú sérð ekki eftir að fara inn á þessa braut?
Nei, öðru nær. Starfið fellur mér betur og bet-
ur. Verkefnin eru líka óþrjótandi og breytileg.
Fyrsta skilyrði, til þess að sjúkrakennari geri sjúkl-
ingi gagn, en skaði hann ekki, er, að hann viti,
hvað að sjúklingnum gengur og á hvaða stigi
sjúkdómurinn er.
Sjúkraiðjukennarinn þarf að vera fær um að
veita sjúklingnum verkefni eftir getu hans og
þörfum, hvorki of þungt né of létt, fylgja síðan
eftir jafnt og þétt, samkvæmt því sem kraftar
sjúklingsins eflast, svo að iðjan verði stöðugt örv-
andi fyrir sjúklinginn. Gæta verður þess að taka
ekki of stórt stökk, sem gæti orðið til þess, að
sjúklingurinn ofreynist eða missi áhugann eða
jafnvel kjarkinn fyrir starfinu. Mér dettur í hug
lítið dæmi frá barnasjúkrahúsi í Birmingham. Þar
var hópur barna, sem gengið hafði undir brjóst-
aðgerð. Fyrst eftir aðgerðina var sjúkraiðja
þeirra hlutlaus. Þeim voru t. d. sýndar mynda-
bækur og sagðar sögur. Brátt fóru þau að gerast
þátttakendur. Þau fengu að líma, klippa og brjóta
pappír; þeim voru sýndar ýmsar þrautir, fingra-
fit, eldspýtnagátur og peningagaldrar o. s. frv.
Með batanum var meira lagt upp úr hreyfingum,
þau fengu að vefa, flétta, mála og teikna. Þegar
þau losnuðu af rúmstokknum, skildu þau ekki,
hvers vegna þeim var í iðjuherberginu fengin löng
vefjaskytta, langur pensill og þeim sagt að teikna
stóra mynd á veggtöfluna: Það var til að þjálfa
brjóstvöðvana.
En aldrei má gleyma hinni sálfræðilegu hlið
málsins, þjálfa hugann um leið og höndina. Eng-
inn vafi er á því, að sjúkraiðjan getur haft bæt-
andi áhrif á andlega líðan sjúklingsins. Með sam-
tölum, leik og iðju beinist hugur sjúklingsins að
athöfninni, og er þá síður hætta á því, að hann
sökkvi sér niður í daprar hugsanir um persónuleg
vandamál.
Ég er ekki í neinum vafa um, að þörf sérmennt-
aðra kvenna á þessu sviði fer sívaxandi. Þessi
starfsgrein er nú nær eingöngu unnin á sjúkra-
húsum. En þess verður ekki langt að bíða, að nán-
ara samstarf skapist milli starfandi lækna og sál-
fræðinga og sjúkrakennaranna og þróunin verði
hér eins og í öðrum löndum. G. P. H.
38
19. JtJNÍ