19. júní - 19.06.1960, Blaðsíða 41
V citingaþj ónn.
Svanhildur Sigurjónsdóttir Lauk sveinsprófi sem
veitingaþjónn skömmu eftir sumarmálin síðustu.
Hún er fyrsta konan á Islandi, sem lýkur prófi í
þessari iðngrein, en það má furðulegt teljast, þar
sem konur hafa öðru fremur gert það að ævistarfi
sínu að bera mönnum mat.
Ég hitti Svanhildi að máli á hinum vistlega
Thalíubar, þar sem hún vinnur ásamt manni sín-
um, sem hefur kennt henni starfsgreinina með
þeim ágæta árangri, að hún fékk þrenn verðlaun
að námi loknu.
Svanhildur segir mér, að kennsla nema sé að
nokkru leyti einkafyrirtæki þjónanna, sem ráði
þá og greiði þeim laun. Laun jijóna er 15% álag
á veitingasölu, og af þeim tekjum greiða þjónar
nemum. Stundum eru nokkrir þjónar um að greiða
sama nema, en vitanlega verður einn þeirra sem
meistari að bera ábyrgð á náminu.
— Og yður fellur vel við starf yðar?
— Já, mér finnst starfið skemmtilegt. Það er
ánægjulegt að gera glöðu fólki til hæfis, og fólk,
sem er að skemmta sér, er venjulega í góðu skapi.
— Og það eru engin óþægindi að vera innan
um drukkna gesti?
— Ég verð afar lítið vör við drykkjuskap. Gest-
ir hér eru yfirleitt prúðir í umgengni, og ölvun
til lýta er mjög sjaldgæf.
— Er ekki ýmsum erfiðleikum bundið, að hjón-
in séu bæði samtímis við vinnu á kvöldin? Þið eig-
ið börn, er það ekki?
— Jú, við eigum fjóra drengi 6—14 ára. Þegar
við vinnum á kvöldin, er kona heima, sem gefur
þeim að borða og er tiltæk, þar til við komum
heim, sem er um miðnætti eða seinna, þegar
veizlur eru.
— Og þið getið verið samtíða börnunum meiri
hluta af starfsdegi þeirra, sennilega meira en flest
hjón, sem vinna utan heimilis.
— Já, og það finnst mér ágætt. Það er einmitt
kosturinn við þennan vinnutíma, að hann þarf
ekki að stangast svo á við starf móðurinnar. En
ég vil vitanlega geta hlynnt sem bezt að drengj-
unum mínum.
— Finnst yður ekki hússtörfin orðin það auð-
veldari nú en áður, að konur geti fremur unnið
utan heimilis?
— Jú, það er mikill munur á. Nú er það unn-
ið léttilega á einni klukkustund, sem var áður
margra stunda erfiði.
— Það vinna allmargar konur við veitingastörf.
Hafa þær ekki sinnt um að afla sér réttinda?
— Nei, ég er eina konan, sem hef stundað þetta
nám hér á landi.
— Er ekki þetta einmitt starf við kvenna hæfi?
— Ég kann nú betur við karlþjóna, en það er
sjálfsagt vani. Konur ættu einmitt að vera vel til
þess fallnar að vera liprir þjónar.
— Og yður finnst konur gætu vel hafið nýtt
starf, þótt þær séu giftar.
— Ég held, að giftar konur gætu oftar en þær
gera lært einhverjar starfsgreinar, og mér finnst
sjálfsagt, að þær geri það, þegar hægt er að koma
því við börnunum að meinalausu. Margar konur,
sem ekki höfðu ástæðu til náms, meðan þær voru
ungar, gætu bætt úr því seinna á ævinni, ef vilj-
inn væri til.
Ég kveð þessa geðþekku ungu konu, sem hugs-
ar um drengina sína á daginn og býr þá í skóla,
en vinnur við hlið eiginmannsins á kvöldin og
réttir skemmtilegum gestum glösin, þegar þeir
eru glaðir, og hefur ánægju af því að greiða fyrir
fólki, sem er í góðu skapi.
Eru ekki þessi hjón einmitt að sanna það, sem
kvenréttindakonur halda fram, að vel fari á því,
að hinir góðu félagar, karl og kona, vinni hlið
við hlið samhent í starfi og á heimili?
V. B.
19. JÚNl
39